Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 21

Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.26 13.13 17.58 Akureyri 8.16 12.58 17.37 GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 18. október, 291. dagur ársins 2006. Dagmar Björnsdóttir er nemi í Verk- efnastjórnun - leiðtogaþjálfun hjá End- urmenntun Háskóla Íslands. Hún segir að námið nýtist vel í vinnunni. Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun er eins árs nám á háskólastigi. „Þetta eru tólf ein- ingar og þeir sem vilja halda áfram geta fengið þær metnar inn í frekara háskóla- nám,“ segir Dagmar. Dagmar vinnur hjá Visa Íslandi við erlend- ar leiðréttingar og er staðgengill deildar- stjóra. Hana langaði til þess að fara í eitt- hvert háskólanám sem hún gæti verið í samhliða vinnunni. „Það er alltaf gott að bæta við sig. Ég er ekki með háskólapróf og langaði til þess að bæta við mig ein- hverju á háskólastigi. Þetta er mjög gott nám með tilliti til vinnunnar og vinnuveit- endur mínir eru mjög ánægðir með að ég skuli vera í þessu og styðja mig og styrkja,“ segir hún. Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun er kennd frá byrjun september til loka mars. „Þetta er mjög þægilegt því það er bara kennt í september, október og nóvember og janúar, febrúar og mars. Það er kennt alla mánudaga frá fjögur til átta og annan hvern þriðjudag. Auðvitað er þetta tölverð vinna en alveg viðráðanlegt,“ segir Dagmar. Um fjörutíu manns eru í hópnum í vetur með Dagmar. „Margir af þeim sem eru með mér í bekk eru í stjórnunarstöðum en þetta nám nýtist manni sama hvað maður er að gera,“ segir hún. Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun er kennd í lotum svo farið er í eitt fag í einu. „Við erum núna búin með fyrsta fagið af fjórum á þessari önn en það var verkefna- stjórnun. Við fórum meðal annars í stefnu- mótun fyrir fyrirtæki og það var mjög gott að læra fræðin sem liggja á bak við hana. Mér líst bara vel á þetta nám og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Dagmar. emilia@frettabladid.is Gott að bæta við sig Dagmar Björnsdóttir er ánægð með námið sem hún er í. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Að auka færni vinnandi fólks OPIÐ MÁLÞING UM NÁMS-OG STARFSRÁÐGJÖF ER Á MORGUN Í NORRÆNA HÚSINU KLUKKAN 13 TIL 16.30. „Ég mun leggja áherslu á að kynna nýjar leiðir til náms sem fólki á vinnumarkað- inum stendur til boða,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hún er ein af mörgum fyrirlesurum á málþinginu í Norræna húsinu. Ingibjörg bendir á að í síðustu kjarasamningum hafi verið ákvæði um náms-og starfsráð- gjöf á vinnustöðum og loforð um styrki til handa þeim sem nýti sér starfstengt nám. Nú sé verið að ýta þeirri starfsemi í gang. „Markmiðið er að það fólk á vinnumarkaðnum sem af einhverjum ástæðum hætti í skóla á sínum tíma eigi kost á að auka færni sína og afla sér viðbótarþekkingar. Þetta gerbreytir stöðu vinnandi fólks og þetta breytir líka stöðu þeirra sem sinna náms-og starfsráðgjöf því nú eiga þeir að fara út í fyrirtækin í stað þess að vera einungis til viðtals þegar einhver leitar til þeirra. Þeir þurfa að setja sig inn í ólíkar aðstæður en starf þeirra mun koma bæði fyrirtækjunum og einstaklingum til góða.“ Ingibjörg E. Guð- mundsdóttir er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu. Vetrardekkin eru næstu mál á dagskrá bifreiðaeigenda. Nagladekk eru leyfð frá 1. nóvember ár hvert. Upplýsingar um vetrardekk og undirbúning fyrir vetrarakstur er að finna á www.fib.is Grænland er kannski ekki það land sem Íslendingum dettur í hug þegar skreppa á í helgarferð. Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og því tilvalið að skjótast til Grænlands, klæða sig vel og njóta stórbrotinnar náttúru í friði og ró. Flugfélag Íslands býður upp á reglulegar ferðir til Narsarsuaq og Kulusuk á Grænlandi. Polar Radio er samnorrænn hópur þáttargerðarmana sem gengst fyrir því að kenna ungl- ingum að vinna heimildaþætti og hljóðfrásagnir fyrir útvarp. Í byrjun október opnaði í Norræna húsinu sýning á afrakstri þess starfs, í myndum en þó umfram allt hljóðum. Sýningin er opin út október alla virka daga frá kl.9.00-17.00 og frá kl.12.00- 17.00 um helgar. sjá nánari upplýsingar www.nordice.is ALLT HITT [ BÍLAR NÁM FERÐIR ] ÁHERSLA Á VELLÍÐAN Í SKÓLA Hin filippseyska Fe Galicia Isorena er að hefja fjórða vetur sinn sem íslenskukennari NÁM 6 ENDAR Í 600 HESTÖFLUM Gerbreyttur Grand Cherokee jeppi BÍLAR 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.