Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 40
■■■■ { líf og heilsa} ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Vistor hf. í Garðabæ er óumdeilan- lega stærsti heildsali lyfja og lækn- ingatækja hér á landi með um 45 prósenta markaðshlutdeild. Fyrir- tækið hefur verið starfrækt í hart- nær hálfa öld og stendur sala lyfja nú fyrir um 80 prósentum af veltu fyrirtækisins. Þá er sala á öðrum vörum sögð hafa verið í stöðugum vexti undanfarin ár. Áætluð velta Vistor á þessu ári er um fimm millj- arðar króna. Vistor starfar með fjölmörgum alþjóðlegum lyfja- og heilbrigðis- tæknifyrirtækjum og veitir þjónustu í sölu- og markaðsmálum, auk þess að sinna innflutnings- og dreifing- arstarfsemi. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir góðan gang í fyrirtæk- inu og telur að nú sjái fyrir endann á nokkuð ósanngjarnri umræðu sem farið hafi í gang fyrr á árinu um verðlagningu lyfja hér á landi. „Já, maður fór í gegnum þetta í sumar í þeirri miklu umræðu sem þá varð um lyfjamál. Verðlagning lyfja í heildsölu er þannig að verðið er ákveðið af ríkinu. Við erum með lyfjagreiðslunefnd sem ákveður verðið. Segja má að þetta sé fyrir- komulag sem gildi alls staðar í Evr- ópu. Þar er hvergi frjáls verðlagning á lyfjum, en til að komast að verð- inu er notast við svokallað reference pricing, eða viðmiðunarverð. Verð- ið hér er þannig meðalverð í Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. Þannig að þegar við komum með nýtt lyf á markað þá sækjum við um verð fyrir það lyf og grunnurinn að baki þeirri umsókn er verðið sem við getum bent á í þessum löndum sem notuð eru til viðmiðunar.“ Hregg- viður er svo fyrri til að koma með spurninguna sem þetta fyrirkomu- lag virðist fela í sér, hvort verið geti að hér komi þá aldrei lyf á markað án þess að þau hafi fyrst verið sett í sölu í þessum löndum. Spurning- unni svarar hann jafnharðan sjálf- ur. „Það er nú ekki alveg þannig og stundum er staðan slík að einungis er notast við eitt viðmiðunarland eða tvö. Þá notar maður bara þau verð sem komin eru,“ segir hann og viðurkennir um leið að þetta fyrir- komulag virðist, að minnsta kosti við fyrstu sýn, vera dálítið flókið. „Ekki nóg með þetta, heldur hafa okkar verð svo jafnvel verið notuð sem viðmiðun í dönsku körfunni, þótt búið sé að afnema það núna,“ segir hann og bætir íbygginn við að miðað við þá skipan mála fengju menn villumeldingu úr Excel töflu- reikninum ef verðlagningarjafnan yrði sett þar upp. „Vegna þess að allir eru að nota viðmiðanir hver frá öðrum. En svona er þetta bara og Evrópuþjóðirnar hafa einhvern veginn ákveðið að betra sé að láta ríkið stýra verðinu, en láta það vera frjálst. Markaðurinn er því mjög stýrður.“ Hreggviður segir þó að það hafi sviðið nokkuð undan umræðunni sem var fyrr á árinu þar sem hún hafi í fyrstu einkennst af ákveðinni vanþekkingu. Okkur fannst þetta ósanngjarnt eftir að hafa verið búin að fara í gegnum samninga við ríkið frá því 2004 þar sem farið var út í lækkanir á heildsöluverðum. Auðvitað er ósanngjarnt að halda því fram að lyf séu dýrari hér en í Danmörku þegar tölurnar sýndu að þau voru um þremur prósentum ódýrari í heildsölu hér en þar miðað við árið 2005. Það sem ýtti umræð- unni af stað voru vangaveltur um verð á samheitalyfjum sem þarf þá að kryfja sérstaklega, en við erum fulltrúar fyrir frumlyfjaframleið- endur. Ég held því að þessi umræða hafi á endanum varpað réttu ljósi á málin.“ Stóru spurninguna þegar kemur að verðlagningarmálum segir Hregg- viður vera hvort hún skuli gefin frjáls. „Miðað við að pólitísk samstaða er um núgildandi skipan mála, ekki bara hér heldur á Evrópugrundvelli, þá held ég að því verði ekki breytt úr þessu. Í heiminum eru tveir markaðir með lyf frjálsir, en það eru Banda- ríkin og Nýja-Sjáland.“ Hann segir hins vegar þá hættu vera samfara okkar skipan mála og það hafi stóru lyfjafyrirtækin einnig gagnrýnt, að Evrópa sé orðin það sem kalla mætti fjandsamlegur markaður fyrir þróun nýrra lyfja. „Varað er við því að framleiðendur kunni að meta stöð- una svo að ekki sé áhættunnar virði að leggja út í þróun lyfs með það fyrir augum að markaðssetja í Evr- ópu vegna þess að hlutfall áhættu og ávinnings sé svo lágt. Þetta gæti leitt til þess að einhverjir framleiðend- ur segi: Nei, við höfum ekki áhuga á að koma með lyf inn á íslenska markaðinn vegna þess að við fáum ekki nógu hátt verð. Þetta hefur hins vegar ekki enn gerst og ekki hægt að segja til um hvort það gerist.“ Hreggviður viðurkennir um leið að smæð íslenska lyfjamarkaðarins geri að verkum að í raun skipti hann stór lyfjafyrirtæki engu máli. „Í því liggur hættan. Ef verði er þrýst um of niður sjá menn fram á að fastur kostnað- ur við að hafa lyf á markaði geri að verkum að það hreinlega borgi sig ekki hér. Þumalputtareglan sem við miðum við er þannig að lyfjapakki þarf að seljast í heildsölu fyrir um það bil eina milljón króna á ári til að borgi sig að hafa hana skráða á markaði. Þetta er bara út af opinber- um gjöldum, skráningargjöldum og öðru slíku, auk kostnaðar við lager- hald og annað umstang.“ Hreggviður segir framboð lyfja hér svo ráðast í samvinnu fram- leiðenda og lækna. „Ef ég man rétt verða um fjögur prósent af lyfja- þróunarverkefnum sem farið er af stað með að lyfjum sem rata á markað. Hér erum við svo með öll þau lyf sem eru notuð í hinum vest- ræna heimi, þótt verið geti að hér sé ekki sama úrval af fjölda pakkn- inga vegna þess hve markaðurinn er lítill,“ segir hann, en sum verkjalyf eru til dæmis framleidd í mismun- andi útgáfum, sem freyðitöflur eða til að blanda út í heitt vatn, en óvíst að sú fjölbreytni komi öll hing- að. Hreggviður kannast hins vegar ekki við að smæð markaðarins hafi orðið til þess að hér hafi ekki feng- ist viðeigandi lyf. „Ef við erum að tala um mjög sérhæfð lyf sem mjög lítið seljast, svo sem við sjaldgæfum sjúkdómum, þá er ljóst að ef pressa á verð slíkra lyfja mjög mikið niður minnkar kannski áhugi framleið- endanna á að hafa þau skráð hér. Hins vegar hefur verið skilningur á þessu í verðlagningarkerfinu.“ Verkefnin skortir ekki hjá Vistor, en um áramót tekur fyrirtækið að sér dreifingu á lyfjum fyrir Actavis og verður sett í sérfélag. Hreggvið- ur segir þetta þó í raun ekki breyta markaðshlutdeild fyrirtækisins sem ráðist af því hvaða lyf fyrirtækið sé að markaðssetja. Þá taki fyrir- tækið ekki að sér markaðssetningu eða sölu fyrir Actavis, það sjái þeir um sjálfir. „Dreifingin ræður því til dæmis ekki hvaða vöru menn eru að velja. Eftirspurnin verður til úti á markaðnum, í rauninni hjá læknin- um sem skrifar lyfseðilinn. Þannig mætti færa fyrir því rök að dreifing lyfja á þessum litla markaði ætti að vera hjá einu fyrirtæki.“ Umræðan um lyfjaverð var ósanngjörn Forstjóri stærstu lyfjaheildsölu landsins segir umræðu um lyfjaverð hér hafa afvegaleiðst í sumar. Staðreyndin sé hins vegar sú að lyfjaverð sé hér nokkuð lægra en í nágrannalöndunum. Við ákvörðun lyfjaverðs er horft til meðalverðs í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, en sérstök nefnd hins opinbera ákvarðar verðið. Óli Kristján Ármannsson ræddi við Hreggvið Jónsson, forstjóra Vistor í Garðabæ. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að í heiminum sé verðlagning lyfja bara frjáls á tveimur markaðssvæðum, í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi. Hér, líkt og annars staðar í Evrópu, ákvarðar ríkið verð á lyfjum. Vistor er stærsti lyfjaheildsali landsins með nálægt því helmingsmarkaðshlutdeild. Næststærst er svo Icepharma með rúmlega fimmtungshlutdeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.