Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 87
18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR38
HRÓSIÐ …
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT 2 hvæs 6 forfaðir 8 stefna 9
svelg 11 kusk 12 hlutverk 14 þrásta-
gast 16 hvað 17 málmur 18 kærleikur
20 í röð 21 viðlag.
LÓÐRÉTT 1 ekki margir 3 komast 4
hafðir í hyggju 5 arinn 7 ólgandi
straumfall 10 hár 13 farfa 15 svari 16
rámur 19 drykkur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 fnæs, 6 ái, 8 átt, 9 iðu, 11
ló, 12 rulla, 14 kliða, 16 ha, 17 tin, 18
ást, 20 rs, 21 stef.
LÓÐRÉTT: 1 fáir, 3 ná, 4 ætlaðir, 5 stó,
7 iðukast, 10 ull, 13 lit, 15 ansi, 16 hás,
19 te.
Sjónvarpskonan Inga Lind Karls-
dóttir undirbýr nú brotthvarf
sitt frá Stöð 2. Enn
hefur Inga Lind
ekki ákveðið
hvað hún tekur
sér næst fyrir
hendur, en hún
mun þó hafa
fengið allmörg
tilboð um
atvinnu.
Inga Lind
skellti
sér til
Boston
fyrir skemmstu til að hreinsa
hugann fyrir komandi
átök en með í för voru
fjölmargar af vinkonum
hennar úr félagsskapn-
um Svörtu höndinni. Í
félagsskapnum eru kunnar
konur á borð við Svanhildi
Hólm Valsdóttur sjónvarpskonu,
Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur
lögfræðing, Aðalheiði
Ingu Þorsteinsdótt-
ur og Þorbjörgu
Helgu Vigfúsdóttur.
Skemmtu Boston-
fararnir sér hið
besta en engar
sögur er að fá úr
ferðinni, enda
er allt leyndar-
mál sem gerist
innan Svörtu
handarinnar.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Keppendum í X-Factor er gert
skylt að skrifa undir samninga
eins og gengur og gerist í raun-
veruleikaþáttum og eru þær þýdd-
ar beint frá Freemantle-fyrirtæk-
inu sem á réttinn á þættinum en
hann verður á dagskrá Stöðvar 2 í
vetur. Eitt ákvæðið vekur hvað
mesta athygli en þar er tekið
skýrt fram að:
„Framleiðendur mega,
að eigin geðþótta, ómerkja
ákvörðun lærimeistar-
anna eða úrslit atkvæðis-
greiðslu almennings hve-
nær sem er á meðan
á keppninni stend-
ur.“
Þegar Frétta-
blaðið hafði sam-
band við Þór Freysson, fram-
leiðslustjóra þáttanna, vissi hann
af þessu ákvæði en tók skýrt fram
að þetta væri ákveðinn varnagli til
varnar þættinum sjálfum. Eftir
því sem Fréttablaðið kemst næst
voru reglur um atkvæðagreiðsl-
una mun skýrari í Idol-keppni
Stöðvar 2 enda réð hún þar algjör-
um úrslitum um framtíð kepp-
enda. „X-Factor er fyrst og
fremst sjónvarpsþáttur og
við þurfum að passa upp á
það,“ útskýrir Þór en áréttaði að
hann teldi mjög ólíklegt að þessu
ákvæði yrði beitt og lýsti því yfir
að ef svo ólíklega kynni að fara
yrði það án nokkurs vafa gert
opinbert. Eftir því sem Fréttablað-
ið kemst næst eru þessar reglur
settar ef framleiðendur sjá fram á
að vinsælir eða góðir keppendur
gætu verið á leiðinni úr sjónvarp-
inu. Þór bendir ennfremur á að
keppendum verði vísað úr keppni
með allt öðrum hætti en var í Idol-
keppninni því annað hvort munu
tveir neðstu berjast um eitt laust
sæti og mun dómnefndin skera úr
um hvor var betri eða að þeim
þátttakanda sem neðstur varð í
atkvæðagreiðslu verði vikið úr
keppni beint. -fgg
Ægivald framleiðenda í X-Factor
ÞÓR FREYSSON Segist lofa
því að ef framleiðendur
myndu ómerkja
atkvæðagreiðslu
almennings yrði
það gert opinbert.
DÓMNEFNDIN X-Factor er fyrst og fremst
barátta dómnefndarinnar en hana skipa
þau Einar Bárðarson, Ellý í Q4Y og Páll
Óskar.
...fær Jón bóndi Gunnarsson
sem lætur ekki aldurinn stoppa
sig og fagnaði fyrir skemmstu
heimsmeistaratitli öldunga í -90
kílóa flokki í kraftlyftingum.
„Það eru svona 10 þúsund sem
elska mig. Eru Hrafnaþingsfíklar.
Svo eru 20 þúsund sem hata mig.
Þú deilir í þetta með 2 og og þá
færðu út svona sirka 15 þúsund
manna hóp. Það er ágætt,” segir
Ingvi Hrafn Jónsson, meistari
ljósvakans sem jafnframt telst nú
nýjasti sjónsvarpsstjóri Íslands.
„Já, já, þetta er stórfrétt. Ég er
minn eigin sjónvarpsstjóri. Þetta
er nýi tíminn. Ég mun senda út
Hrafnaþing á hverjum degi klukk-
an tvö. Á netinu. Þeir hinir, sem
ekki eru við netið þá, geta bara
tengt sig inn hvenær sem er og
horft þegar þeim sýnist.”
Ingvi Hrafn Jónsson er nú í
sumarfríi. Brúnn og sællegur. En
hann liggur ekki á meltunni og
borar í nef sér. Nú er verið að und-
irbúa gerð vefstúdíós á efstu hæð
Húss verslunarinnar. Og þar í
hæstu hæðum mun Hrafninn sitja
og krúnka. Ekki liggja á skoðun-
um sínum frekar en fyrri daginn.
„Jú, jú, ég verð líka eitthvað
hjá 365. En þetta á allt eftir að
koma betur í ljós,“ segir Ingvi
Hrafn sem er reyndar á leið í
árlega ferð sína til Flórída. Og
þaðan verða fyrstu þættir Hrafna-
þings sendir út á Hrafnathing.is í
byrjun nóvember. „Ég stjórnaði
þættinum þaðan í fyrravor, bara í
gegnum Macintosh-tölvuna. Þá
voru viðmælendurnir í 4000 kíló-
metra fjarlægð og engin vanda-
mál komu upp. Þannig verður það
líka með vefsjónvarpið. Fólk getur
horft á Hrafnaþing hvort sem það
er í Reykjavík, Grímsey eða Timb-
úktú.“
Ingvi Hrafn er að viða að sér
tækjabúnaði sem til þarf og segir
að gæðin muni verða alveg eins og
best verður á kosið. Hann er eini
eigandi vefsjónvarpsins, en fær
fólk með sér eftir þörfum. „Það
þýðir reyndar ekkert að spyrja
mig út í þessi tæknimál, það eru
aðrir sem sjá um þau.“ -jbg/hdm
Ingvi Hrafn verður sjónvarpsstjóri
INGVI HRAFN JÓNSSON Stofnar
vefsjónvarpsstöð á Hrafnathing.is. Fyrsti
þátturinn fer í loftið í byrjun nóvember
og verður hann sendur út frá Flórída.
Kastljós Ríkissjónvarpsins er farið
að nota andlit sinnar nýjustu
stjörnu verðandi í kynningarskini.
En Helgi Seljan er þó enn sem
komið er samningsbundinn NFS.
Sá samningur losnar ekki fyrr en
1. desember. Lítið hefur þó sést
til Helga á skjánum enda Helgi
einkum nýttur í ýmis störf bak við
myndavélarnar eins og til dæmis
að koma lagi á myndasafnið, flokka
og skrá fréttir. Róbert Marshall
lagði mikla áherslu á að Helgi hlypi
ekki beint í Efstaleitið. Sjálfur fór
Róbert þó um leið og hann fékk
uppsagnar-
bréfið en
þeir sem
við honum
tóku sem
yfirmenn
Helga sýna
honum engu
minni
hörku. -jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég keypti bílinn á eBay árið 2002
og flutti hann með flugi til lands-
ins,“ segir Sigfús B. Sverrisson,
stoltur eigandi glæsibifreiðarinn-
ar Ford Mustang Fastback árgerð
1966. Bíllinn er kominn í fimm
bíla úrslit í keppni bandarísku
heimasíðunnar www.cardomain.
com þar sem hann keppir um titil-
inn „Show Off of the Year 2006“
sem gæti útlagst „Montbíll ársins
2006“ eða eitthvað á þá leið.
„Ég setti myndir af honum inn
á síðuna í keppni um montbíl vik-
unnar og hann vann þá umferð.
Það eru, eins og gefur að skilja 52
bílar á ári sem ná því að verða
montbíll vikunnar og Mustanginn
komst svo ásamt fjórum öðrum
bílum í úrslit um montbíl ársins,“
segir Sigfús og neitar því ekki að
þó hann hafi skráð bílinn í keppn-
inna upp á grínið þá sé hann ansi
montinn af honum.
„Það væri auðvitað geggjað að
vinna þetta,“ segir Sigfús og þar
sem um netkosningu er að ræða
vonast hann til þess að „Magna-
æði“ renni á íslenskt bíladellufólk
og það láti til sín taka í kosning-
unni. „Ég á E-týpu af Jagúar sem
hefur unnið silfurverðlaun hjá
Fornbílaklúbbnum og það væri
ekki verra að fá loks fyrstu verð-
laun og þetta væri ekki ónýtur
vettvangur þar sem CarDomain er
með rúmlega 1.700.000 félaga.“
Sigfús er með bíladellu á háu
stigi og segist hafa verið með hana
frá því hann man eftir sér. „Ég
eyði ekki peningum í reykingar
eða brennivín og þetta er mitt
hobbí.“ Sigfús hefur átt fölmarga
bíla sem eru honum hjartfólgnir
og má þar til dæmis nefna forláta
Corvettu en svarti Mustanginn er
honum ekki síður hjartfólginn.
„Ég held að allir vilji eiga Must-
ang. Þetta er svo einföld og falleg
lína og það eru til dæmis 18.900
aðrir Mustangar á CarDomain síð-
unni,“ segir Sigfús sem er að búa
drossíurnar sínar undir veturinn
en þá setur hann þær undir ábreið-
ur og inn í skúr. Dagsdaglega ekur
hann um á Ford Explorer jeppa en
sýnir sig á köggunum þegar veður
og aðstæður leyfa.
Sigurvegari keppninnar verður
kynntur á SEMA-sýningunni í
Bandaríkjunum í byrjun nóvem-
ber en „þar hittast allir flottustu
gaurarnir sem hafa eitthvað að
gera með aukahluti og breytingar
á bílum að gera“, segir Sigfús og
bætir við að hann geti vel hugsað
sér að skella sér á sýninguna fari
svo að hann vinni. „Ef þeir láta
mann vita með fyrirvara held ég
að maður yrði nú að stökkva enda
væri það vel þess virði, bara til
þess að sjá sýninguna.“
Sigfús er líkt og fjölmargir
aðrir bílahugamenn með sína eigin
undirsíðu á CarDomain (http://
www.cardomain.com/
ride/2066882) þar sem hann fjallar
um Mustanginn og aðra bíla sem
hann á. „Umferðin um síðuna mína
rauk upp úr öllu valdi eftir að bíll-
inn komst í show off-keppnina og
eftir eina viku voru heimsóknirn-
ar orðnar 19.000.“ Á síðu Sigfúss
er tengill sem leiðir lesendur á
kosninguna þar sem þeir geta
greitt Mustangnum atkvæði sitt.
thorarinn@frettabladid.is
SIGFÚS SVERRISSON: VÆNTIR AÐSTOÐAR ÍSLENDINGA Í NETKOSNINGU
Keppir til úrslita um
montbíl ársins 2006
SIGFÚS B. SVERRISSON Hefur gert heilmikið fyrir Mustanginn síðan hann fékk hann og segist alltaf vera að dytta að honum enda
sé bíllinn eilífðar dekurverkefni. „Hann er í ágætu standi og er alltaf að verða betri.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Egill Helgason kemur frískur
inn í skrif sín á Vísi.is eftir sumar
á Grikklandi: „Jæja, mýtan um
bókmenntaþjóðina er endanlega
að hrynja. Þetta hefur verið ein
kjölfestan í þjóðarvitundinni. Nú er
komið í ljós að íslensk ungmenni
lesa miklu minna en jafnaldrar
þeirra á Norðurlöndunum. Þarf
svo sem ekki að koma á
óvart mitt í allri
ameríkaníser-
íngunni og
neyslubrjál-
æðinu hér.
Á frönsku
heitir ástand-
ið sem ríkir
hér nostalgie
de la boue
– þið
getið flett
því upp.“
-jbg/hdm