Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 78
MIÐVIKUDAGUR 18. október 2006 29 Nýtt bindi er komið út í hinni viðamiklu útgáfu Hins íslenska fornritafélags á textum miðalda sem hófust með útgáfu Sigurðar Nordal á Egils sögu 1933. Félagið var stofnað að frumkvæði Jóns Ásbjörnssonar hæst- arréttarlögmanns 1928 og sótti hann fyrirmyndina að útgáfuhugmyndum sínum til Þýskalands en þar hafði komið út frá 1892 stórt safn norrænna texta, Altnord- ische Saga- Bibliotek og lauk þeirri útgáfu ekki fyrr en 1929. Tilgangur með útgáfu Fornritafé- lagsins hélst í hendur við vaxandi forræði íslenskra fræðimanna í textarannsóknum hér heima sem höfðu um langan aldur verið í hönd- um norrænna manna, þar á meðal íslenskra fræðimanna í Kaup- mannahöfn. Stefndi Fornritafélag- ið að vönduðum fræðilegum útgáf- um á fornritum, fyrst og fremst Íslendingasögum, en við bættust fleiri ritflokkar frá miðöldum: Biskupasögur, Heimskringla og fleiri rit. Er ætlun manna þar á bæ að út komi í ritröðinni, sem nú telur 23 bindi, lögbækur, vísindatextar, annálar, fornkvæði, ýmsar þýðing- ar, riddarasögur og ævintýri. Er ritröðin metnaðarfyllsta verkefni íslenskra fræða fyrr og síðar. Nýja bindið er sett saman af útgáfum Ólafs Halldórssonar á Færeyingasögu og áður óútgef- inni Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason. Er bindið það tut- tugasta og fimmta í ritröðinni sem enn er götótt því hún er komin í töluröðina 35 þegar allt er talið. Færeyingasaga kom fyrst út í útgáfu Ólafs í skólabókarútgáfu, en í útgáfum Fornritafélagsins er stefnt að útgáfum sem eru í senn almenningi til lestrar og eru unnar á fræðilegan hátt. Þar skilja útgáf- ur Fornritafélagsins sig frá svo- kölluðum alþýðuútgáfum eins og útgáfu Valdimars Ásmundssonar í byrjun tuttugustu aldar og útgáfu Svarts á hvítu. Þá ber að nefna útgáfur Halldórs Laxness á völd- um Íslendingasögum sem brutu þá reglu sem viðhöfð er í útgáfum Fornritafélagsins að textarnir eru með samræmdri stafsetningu fornri en ekki gildandi réttritun hvers tíma. Færeyingasaga er saga Götu- skeggja, höfðingjaættar sem kennt er við Götu í Austurey – aðalhetja sögunnar er Þrándur í Götu sem lifir góðu lífi í orðatil- tæki enn þann dag í dag. Saga Odds Snorrasonar er í ætt við helgisögur en er með elstu heim- ildum um Ólaf konung og setur hann á stall með dýrðlingum, eink- um Jóhannesi skírara. Í útgáfunni er ítarlegur formáli eftir Ólaf Halldórsson. Þá fylgja útgáfunni kort og ættartré auk sextán myndasíða. Er útgáfan öll hin vandaðasta, bundin og prentuð í Odda. Ritstjórar eru þeir Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guð- jónsson. Á næstu árum eru væntanleg á prent á vegum Fornritafélagsins tvö bindi Biskupasagna, Eddu- kvæði í tveimur bindum, Snorra Edda í tveimur bindum, Sturlunga í fjórum bindum, fornaldarsögur í fjórum bindum, Hákonar saga Hákonarsonar og Morkinskinna. Undrum sætir hversu hægt útgáf- an hefur gengið fram og er þar fyrst um að kenna fálæti stjórn- valda. Þeim lætur betur að tala um menningararfinn en kosta hann. -pbb Þrándur í Götu mættur ÓLAFUR HALLDÓRSSON VIÐ SITT RÓRILL Á ÁRNASTOFNUN Myndin er tekin um það leiti sem Færeyingasaga kom út í skólaútgáfu árið 1978 Lúðrasveit Reykjavíkur heldur sína árlegu hausttónleika í Nes- kirkju í kvöld. Sveitinni til fulltingis er hol- lenski slagverksleikarinn Frank Aarnink en hann leikur hér ein- leik á marimbu í verkinu „Conc- ertino for Marimba and Winds“ eftir Alfred Reed. Aarnink er fastráðinn slagverks- og páku- leikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi hér á landi og meðal annars starfað sem slagverksleik- ari við Íslensku óperuna, slag- verkshópinn Bendu, Kammer- sveit Reykjavíkur, Caput, Atón og Lúðrasveit Reykjavíkur. Á tónleikunum verður frum- flutt nýtt verk eftir Báru Sigur- jósdóttur, „Spaugelsi“ en þetta er annað verk hennar sem Lúðra- sveit Reykjavíkur flytur. Áður hefur sveitin leikið hinn sívin- sæla slagara „Hver tók ostinn minn?“. Á efnisskránni í kvöld eru enn fremur verk eftir Eric Swiggs, Gerard Boedijn og syrpa af lögum hljómsveitarinnar Earth, Wind and Fire. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og er aðgangur ókeypis og ölum frjáls meðan húsrúm leyfir. Spaugelsi í Neskirkju LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Flytur nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur á hausttónleikum sínum. Félagar í Óperukór Hafnarfjarð- ar kunna ráð við íslenskum kulda- köstum og hyggjast í kvöld flytja söngdagskrá í Hafnarborg sem bæði yljar og gleður. Um er að ræða stutta tónleikaröð sem hefur yfirskriftina „Haustfagnaður“ enda er það fagnaðarefni fyrir kórinn að koma saman á ný eftir sumarfrí. Kórfélagar nú eru á áttunda tuginn og hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun hans árið 2000. Stjórnandinn nú, sem fyrr, er Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona. Markmið kórsins hefur frá upp- hafi verið að sérhæfa sig í flutn- ingi á Vínar-og óperutónlist en þess má geta að eitt af verkefnum starfsársins nú er tónverkið Cavalleria Rusticana eftir Mascagni sem kórinn mun flytja í samstarfið við Íslensku óperuna á næsta vor. Í þessari tónleikaröð mun kór- inn flytja blandaða dagskrá, íslenska sem erlenda. Jón Ásgeirsson skipar stóran sess í vali á íslensku efni en ýmsir óperukórarnir vega einnig þungt í dagskránni. Þá hefur kórinn á að skipa mjög hæfum einsöngvurum sem einnig koma við sögu. Með- leikari á tónleikum er hinn góð- kunni píanóleikari Peter Máté. Fyrstu tónleikarnir verða í Hafnarborg kl. 20 en á laugardag- inn heldur kórinn tvenna tónleika, aðra í Hveragerðiskirkju kl. 14 en hina síðari á Laugarlandi í Holti kl. 20.30. -khh Hlýlegur haustfagnaður ÓPERUKÓR HAFNARFJARÐAR Fagnar haustinu með tónleikaröð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudags- kvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í. CBGB opnaði í desember 1973, og varð snemma einn aðalstaður- inn fyrir rokksenuna sem þá var að blóma: Patti Smith var þar krýnd drottning en flest böndin sem komu fram í borginni á þess- um árum áttu þar fastan sama- stað: Ramones, Blondie, Talking Heads, Television, Sonic Youth og þúsundir smærri banda spiluðu þar uns til yfir lauk. Deilur hafa staðið við eigendur húsnæðisins á Bowery 313/315 og á endanum ákváðu eigendur klúbbsins að gefa eftir og flytja. Eigandinn Hilly Kristal skuldaði leigu og gat ekki borgað. Ýmsir lögðu honum lið: David Byrne úr Talking Heads og Steven Van Zandt í E Street Band og gengið í The Sopranos, en allt kom fyrir ekki. Kveðjuathöfnin var vand- lega kynnt í New York og safnað- ist fólk saman við klúbbinn á sunnudag. Frægir tónleikastaðir í New York hafa týnt tölunni síðustu misserin: Bottom Line lokaði vegna skulda í fyrra og Fez and the Luna Lounge var lokað vegna nýbygginga. The Continental á þriðja stræti í East Village býður ekki lengur upp á lifandi tónlist. Kristal er að leita að nýju húsnæði fyrir klúbbinn, en það er ógerlegt að flytja margklístruð plaggötin af veggjunum og rómaða hland- lyktina úr salernunum – að minnsta kosti ekki til Las Vegas sem Krist- al hefur nefnt sem mögulegan áfangastað klúbbsins. -pbb Rokkklúbbnum CBGB lokað ROKKGYÐJAN PATTI SMITH Kvaddi rokkklúbbinn CBGB ásamt fleirum um síðustu helgi. Flestir kannast við söguna um Franken- stein, óða vísinda- manninn sem í þrá- hyggju sinni skapar skrímsli sem ekki getur átt samskipti við nokkra aðra lif- andi veru. Þessi fræga hryllingssaga er nú loksins komin út í óstyttri útgáfu hér á landi. Bókin ber heit- ið „Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus“ en forlagið JPV gefur út þýðingu Böðvars Guðmundssonar á verkinu. Rithöfundurinn Mary Shelley hóf ritun sögunnar þegar hún var aðeins 18 ára gömul og kom hún fyrst út árið 1818 – þegar Mary var 26 ára. Sex- tán ára gömul hljópst Mary að heiman til að búa með ljóðskáld- inu Percy Shelley sem þá var giftur. Mary var útskúfuð úr samfélaginu og fjölskyldunni en sam- band þeirra hjóna varð henni innblást- ur að þessi frægustu skáldsögu hennar. Sagan af Franken- stein hefur haft mik- ilvirk áhrif á heims- bókmenntasöguna enda er hún þekkt- asta hryllingssaga heimsins. Hún hefur getið af sér sjálf- stæða grein hryll- ingssagna og kvik- mynda og verið uppspretta ótal vangaveltna um sköp- unargáfu mannsins og takmörk hennar. Bókin er ríkulega myndskreytt fjölmörgum mikilfenglegum trér- istum eftir Lynd Ward. Frankenstein allur VOÐAVERK MANNSINS Skrímslið Frankenstein gengur aftur í mýmörgum mynd- um í afþreyingarmenningu nútímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.