Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 20
20 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 B andaríska hagstofan skráði í gær 300 milljónasta borgara Bandaríkjanna. Mannfjöldaþróun vestra og hér á Íslandi hefur lengi fylgzt að; íbúar Íslands urðu 300.000 í byrj- un þessa árs. Það hlutfall hefur þannig haldizt óbreytt að Bandaríkjamenn séu réttum þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar. En Ísland er nú eina Evrópuríkið sem á síðustu árum hefur haldið í við íbúafjölgunina vestanhafs. Fæðingartíðni er svo lág í flestum löndum Evrópu að útlit er fyrir að íbúum þeirra fækki umtalsvert á næstu áratugum, jafnframt því sem æ stærri hluti íbúanna verður á eftirlaunaaldri. Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna, sem á síðustu áratugum hefur sýnt sig að vera býsna nákvæm, mun jarðarbúum fjölga úr um það bil sex milljörðum nú í 9,1 milljarð árið 2050. Á sama tímabili er hins vegar útlit fyrir að íbúum Evrópuland- anna 27, sem frá næstu áramótum fylla raðir Evrópusambandsins, fækka úr 482 milljónum í 454 milljónir. Og það þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir stöðugum straumi innflytjenda til „gömlu Evrópu“. Á sama tímabili er því spáð að íbúum Bandaríkjanna fjölgi í um 420 milljónir. Samkvæmt spá sem frönsk alþjóðamálastofnun gerði árið 2003 mun meðalhagvöxtur í Evrópulöndunum verða að meðaltali um eitt prósent á ári fram að miðri þessari öld, en yfir 2 prósent í Banda- ríkjunum og að minnsta kosti 2,5 prósent í Kína. Í skýrslu sem fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins tók saman nýlega segir ennfrem- ur, að í það stefni að opinberar skuldir í aðildarríkjunum vaxi úr 63 prósentum af vergri landsframleiðslu nú í um 200 prósent árið 2050, ef stjórnvöld grípa ekki tafarlaust til aðgerða til að sporna við fjár- lagahalla og draga úr ríkisábyrgðum á eftirlauna- og velferðarkerf- um aðildarríkjanna. Í Rússlandi og Japan er útlitið enn svartara. Íbúafjöldi Japans er nú sagður hafa náð hámarki, 127 milljónum, og muni lækka niður fyrir 100 milljónir fyrir miðja öldina. Þetta þýðir 30 milljónum færri vinnufæra borgara á sama tíma og fjöldi fólks á eftirlaunaaldri nærri því tvöfaldast. Í Rússlandi fækkar íbúum nú um 700.000 á ári. Opin- berar mannfjöldaspár gera ráð fyrir að Rússar verði einhvers staðar á bilinu 80 til 100 milljónir um miðja öldina, en þeir eru um 146 millj- ónir nú. Í niðurstöðu frönsku skýrslunnar sem vitnað er til hér að fram- an er sú ályktun dregin að Evrópa stefni „hægt, en óafstýranlega að feigðarósi“. Eflaust er þetta óþarflega svört lýsing, og aldrei að vita nema Evrópumenn eigi eftir að taka við sér í barneignum. En þess- ar mannfjöldaspár eru þörf áminning um að ekkert samfélag á sér bjarta framtíð nema það viðhaldi heilbrigðri frjósemi. Að þessu leyt- inu hefur „Nýi heimurinn“ ótvírætt forskot á þann gamla. Bandaríkjamenn orðnir 300 milljónir: Nýi heimurinn vex sá gamli hrörnar AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Fæðingartíðni er svo lág í flestum löndum Evrópu að útlit er fyrir að íbúum þeirra fækki umtalsvert á næstu áratugum. Breyttur varnarsamningur við Bandaríkin var undirritaður í Washington fyrir réttri viku. Daginn eftir áttu íslenski forsætis- ráðherrann, ásamt dómsmálaráð- herranum fund með forstjóra alríkislögreglunnar bandarísku FBI, Robert S. Mueller. Að fundinum loknum hafði Moggi þetta eftir Geir H. Haarde: „Dómsmálaráðherra, sem unnið hefur af mikilli elju við að styrkja lögregluna og landhelgisgæsluna, hefur verið með sérstaka fundi, m.a. með strandgæslunni og heimavarnaráðuneytinu og allt er þetta á grundvelli hins nýja samkomulags.“ Blaðið hefur eftir Birni Bjarnasyni: „Íslensk stjórnvöld hafa átt samskipti við alríkislögregluna í áratugi og sá pólitíski grundvöllur sem nú er kominn verður bara til þess að treysta samstarfið enn frekar.“ Í umfjöllun Mogga um grein Þórs Whitehead um „strangleyni- lega öryggisþjónustudeild“ (Mbl. 23. 9. 06) kemur fram að meðal gjafa frá bandarísku leyniþjónust- unni voru „myndavélar með sérstökum linsum,og hlustunar- tæki af ýmsum stærðum og gerðum, svo og nætursjónaukar“. Í tilefni af undirritun hins breytta varnarsamnings sendi Þjóðarhreyfingin – með lýðræði frá sér ályktun. En þeir, sem kunna að hlera, kunna líka að þagga og þar sem enginn fjölmiðill hefur fengist til að birta ályktunina í heild þykir mér rétt að hún komi hér fyrir almenningssjónir: „Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri í fyrstu skipað með bráða- birgðalögum, var varnarsamning- urinn að sjálfsögðu lagður fyrir Alþingi til umræðu og endanlegrar samþykktar. Þjóðarhreyfingin telur einsýnt að sama hátt hefði átt að hafa á við meiriháttar breytingu á samningnum, eins og nú hefur verið undirrituð í Washington af ráðherrum í ríkisstjórninni án umboðs frá Alþingi. Forystumenn stjórnarflokkanna endurtaka hér sömu vinnubrögðin og þeir viðhöfðu þegar nafn Íslands var dregið inn í stríðsrekst- ur í Írak með því að skipa Íslandi á lista hinna vígfúsu þjóða gegn vilja allt að 85% þjóðarinnar, án þess samráðs við utanríkismála- nefnd alþingis sem þingsköp mæla fyrir um, án nokkurs umboðs frá þinginu og að þjóðinni gersamlega forspurðri. Þjóðarhreyfingin mótmælir þeirri leynd sem hvílir yfir stórum hluta samningsins, sem gerir varnir Íslands og öryggismál að einkamáli tveggja eða þriggja ráðherra og embættismanna bandarískra hernaðar- og lögreglu- yfirvalda. Þjóðarhreyfingin mótmælir því einnig að í milliríkjasamningi af þessu tagi sé að finna skuldbinding- ar um að Alþingi komi á með lögum leynilegum stofnunum, sem frá upphafi er ætlað að starfa náið með bandarískum stofnunum að greiningu mála eins og „landráða- starfsemi“ og „starfsemi sem beinist gegn stjórnskipulagi ríkisins“. Þetta býður heim pólitískum ofsóknum af því tagi sem viðgengust á tímum kalda stríðsins. Þjóðarhreyfingin telur að Alþingi beri að meta þörfina á starfsemi slíkra stofnana út frá hagsmunum Íslands sem fullvalda ríkis einvörðungu og telur að samstarfi við sambærilegar stofnanir erlendis beri að skipa eftir eðli máls hverju sinni, án sérstakra lagafyrirmæla fyrirfram um náið samstarf við bandaríska sendiráðið og bandarískar leyni- þjónustur eða hernaðaryfirvöld. Þjóðarhreyfingin telur að með samningi þessum hafi verið stigið stórt óheillaskref til framsals íslensks valds í hendur stofnana þess stórveldis sem um þessar mundir er talið helsti ófriðarvaldur í heiminum samkvæmt nýlegum könnunum virtra bandarískra stofnana á viðhorfum til Bandaríkj- anna meðal almennings um allan heim, og varar sérstaklega við því að tengja íslensku Landhelgisgæsl- una hernaðarvél Bandaríkjanna. Þjóðarhreyfingin telur öryggi íslenskrar þjóðar best borgið með vinsamlegum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna sem jafnrétt- hárra ríkja. Það er besta vörn Íslands í „stríðinu gegn hryðju- verkum“. Þjóðarhreyfingin tekur því undir þá skoðun tveggja fyrrver- andi utanríkisráðherra, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar, að við þessi tímamót hefði átt að nýta uppsagn- arákvæði varnarsamningsins við Bandaríkin og treysta á þá vernd sem aðild að NATO veitir með því að árás á hvert eitt aðildarríkja þess telst árás á þau öll. Þjóðarhreyfingin skorar því á núverandi stjórnarandstöðuflokka að lýsa því yfir nú þegar, að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp með það fyrir augum að sambúð Íslands og Bandaríkjanna komist í eðlilegt horf svo sem hæfir sambandi tveggja sjálf- stæðra og fullvalda ríkja.“ Að hlera – og þagga Nýr varnarsamningur UMRÆÐAN Hleranir Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiks- ástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upp- lýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafsson- ar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppi- legt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opin- berra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðis- menn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoð- anir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma – mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum upp- spuna í þessari makalausu grein sinni. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Sannleikur í stað uppspuna BJÖRN BJARNASON ÓLAFUR HANNIBALSSON Í DAG | „Þetta býður heim pólitísk- um ofsóknum af því tagi sem viðgengust á tímum kalda stríðsins.“ Keppt við sjálfan sig Gríðarleg velta hefur verið á mál- verkamarkaði undanfarið og hefur sala á verkum íslensku meistaranna á uppboðum í Kaupmannahöfn og í Reykjavík undanfarinn hálfan mánuð verið yfir 150 milljónum. Ekki er þó víst að öll kaupin hafi verið jafn skynsöm. Á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í síð- ustu viku sat þekktur íslenskur athafna- maður og bauð í litla og ekki tilþrifamikla mynd eftir Kjarval. Alltaf varð einhver til að bjóða á móti athafna- manninum sem ekki gaf sig og svo fór að myndin var honum slegin á 33 þúsund krónur danskar. Ásóknin í myndina vakti furðu með manninum eða allt þar til rifjaðist upp fyrir honum að sjálfur hafði hann lagt inn forboð í myndina sem myndi hætta í 32 þúsundum króna. Allt plögg vel þegið Algjört auglýsingabann er við lýði meðal prófkjörskandídata Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Margir hafa glott við tönn við þess- ar fregnir, því meðal þeirra sem keppa um sæti á lista er tónlistar- maðurinn Jakob Frímann Magn- ússon. Jakob Frímann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík fyrir síðustu kosningar og auglýsti þá gríðarlega. Var um það talað eftir prófkjörið að líklega hefði þetta verið dýrasta 10. sæti íslenskra prófkjöra, en hann stefndi nokkuð hærra; á 2. til 3. sæti. ...og líka umfjallanir um hleranir Árni Páll Árnason er einn þeirra sem keppist um sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Sem lítið þekktur frambjóðandi hefur hann komist vel í kring um auglýsingabannið með nokkuð stöðugri umfjöllun fjölmiðla nú um hleran- ir. Spurning er hvort aðrir frambjóðendur sitji nú heima við og eigi þess enga ósk heitari en að þeirra símar hafi líka verið hleraðir. svanborg@frettabladid.is �� Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur • Sími 585 0500 • www.skola.is Opið virka daga kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-14 Nýtt Dalegarn prjónablað Prjónauppskriftir með íslenskum leiðbeiningum H ö n n u n O d d i V O _ C 0 8 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.