Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 6

Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 6
6 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN Eiga Íslendingar að hefja hvalveiðar? Já 75,0% Nei 25,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Treystir þú ríkissaksóknara til að stjórna hlerunarrannsókn? Segðu skoðun þína á visir.is DÓMSMÁL Jesus Sains, fyrrver- andi starfsmanni deCODE, verður birt ákæra nú klukkan níu fyrir hádegi, vegna meints stuldar á gögnum frá fyrirtækinu. Sains lagði í síðustu viku fjögurra milljóna króna tryggingu fyrir því að hann yrði hér við þingfestingu málsins sem verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Erla S. Árnadóttir hefur tekið við af Sveini Andra Sveinssyni sem lögmaður Sains. Vitnaleiðsl- um fyrir dómi í Bandaríkjunum vegna þriggja annarra starfs- manna ÍE hefur verið frestað til 13. nóvember vegna anna dómar- ans í öðrum málum. - gar Málaferli deCODE: Jesus verður birt ákæra í dag Snarpur jarðskjálfti Jarðskjálfti að styrkleika 5,8 á Richt- ers-kvarða varð undan suðvestur- strönd Nýja-Sjálands í gær. Upptökin voru um 815 km suðvestur af borg- inni Dunedin á Suðurey, 10 km undir sjávarbotni, að því er jarðvísindastofn- un landsins greindi frá. NÝJA-SJÁLAND HEILBRIGÐISMÁL „Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nem- andi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu stöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. „Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengj- ust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf það sem eftir lifir grunn- skólanáms og í framhaldsnámi.“ Anna Karen, níu ára dóttir Guð- rúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræð- ingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börn- in eru þeim mun styttri er biðtím- inn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. „Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum.“ Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðars- son, forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frek- ari aukning sé lögð til í fjárlaga- frumvarpi. Tilvísunum til stofn- unarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upp- lýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðar- lega miklu máli. hugrun@frettabladid.is Skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi Guðrún Guðmundsdóttir á þrjú börn á aldrinum 3 til 16 ára sem öll bíða þjón- ustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Stöðin fékk nýverið fjárveitingu fyrir sex nýjum stöðugildum en þrátt fyrir það eru biðlistar mjög langir. Lögreglan greiðir fyrir upplýsingar sem reynast nýtilegar við rannsókn: Greiðir allt að 150 þúsund GUÐRÚN GUÐMUDNSDÓTTIR ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM Börn Guðrúnar bíða þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins en eldri börn þurfa að bíða lengur. LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík hefur greitt fáeinum einstaklingum á ári hverju fjárhæðir fyrir upp- lýsingar sem reynst hafa réttar og leitt hafa til þess að árangur hefur náðst í að upplýsa fíkni- efnamál, að sögn Ásgeirs Karls- sonar, yfirmanns deildarinnar. Þessar greiðslur fara aldrei fram fyrr en sýnt er að upplýs- ingarnar hafi komið til góða. Í fréttatíma í morgunþættin- um Ísland í bítið á Stöð 2 í gær- morgun kom fram að þær upp- hæðir sem lögreglan greiðir almenningi geti farið allt upp í 150 þúsund krónur. Ásgeir sagði við Fréttablaðið að heimild lög- reglu almennt til að greiða fyrir upplýsingar væri að finna í regl- um um sérstakar rannsóknarað- ferðir lögreglu sem gefnar hafi verið út af ríkissaksóknara. Upphæð greiðslu fari eftir alvarleika máls, í tilvikum fíkni- efnadeildar eftir því hve mikið magn fíkniefna um væri að ræða. Spurður hvernig svona greiðslur gangi fyrir sig segir Ásgeir að fólk tilkynni lögreglu á stundum að það búi yfir vitn- eskju sem það sé tilbúið að greina frá gegn greiðslu. Þá er jafnan kannað hvort heimild sé fyrir því að greiða viðkomandi reynist upplýsingarnar árang- ursríkar við rannsóknina. - jss ÁSGEIR KARLSSON Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum.“ GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR FJÖGURRA BARNA MÓÐIR SLYS Bíl var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um hádegisbil í gær. Ökumaður og farþegi komust úr bílnum af sjálfsdáðum og sluppu án teljandi meiðsla. Þetta er þriðji bíllinn sem fer í sjóinn á þessum slóðum síðan í febrúar á þessu ári. Orsakir slyssins eru ekki ljósar en að sögn vitna var bílnum ekið ógætilega rétt áður en hann fór í sjóinn. Samkvæmt lögreglu nefndi eitt vitni að bíllinn hefði mögulega ekið út í sjó til þess að forðast að lenda á gangandi vegfarendum á svæðinu. „Það er spurning hvort borgin eigi ekki bara að loka fyrir umferð þarna, þetta er almenn- ingssvæði,“ segir talsmaður lögreglunnar í Reykjavík. - sþs Bíl ekið út í sjó við Geirsnef: Tvennt slapp án teljandi meiðsla DREGINN UPP Bílnum mun hafa verið ekið ógætilega áður en hann lenti í sjónum. Þetta er þriðji bíllinn sem fer í sjóinn á þessum slóðum frá því í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rannsókn langt komin Lögreglan í Hafnarfirði, sem gerði 170 kannabisplöntur upptækar við húsleit í Hafnarfirði á sunnudag, er langt komin með rannsókn málsins. Að sögn Kristjáns Ó. Guðnasonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, telst málið að mestu upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.