Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 8
 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Ban Ki-Moon, utanrík- isráðherra Suður-Kóreu og verð- andi framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, er mikill jafnréttissinni og ætlar að beita sér í jafnréttismálum. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra sem hitti Ban á fundi smáríkja Sameinuðu þjóðanna í tengslum við allsherjarþing þess í lok september. Á fundinum, sem haldinn var áður en kjör framkvæmdastjóra fór fram, spurði Valgerður Ban hvað hann hygðist gera í jafnrétt- ismálum innan skrifstofu Samein- uðu þjóðanna en þar hallar á hlut kvenna. Svaraði Ban í ítarlegu máli og kom á daginn að hann hefur uppi áform um að rétta hlut kvenna innan samtakanna. Að fundi loknum ræddust Val- gerður og Ban einslega við og kynnti Valgerður honum framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og afhenti honum bækl- ing um framboðið. Ban Ki-Moon, sem tekur við framkvæmdastjórastarfinu um áramót, kom Valgerði fyrir sjónir sem hógvær en ákveðinn og sjálfs- öruggur maður. - bþs Valgerður Sverrisdóttir hitti verðandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna: Ban er mikill jafnréttissinni VALGERÐUR OG BAN Hittust í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. SPRON Myntlán eru veitt til kaupa, framkvæmda eða endurfjármögnunar á íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. Unnt er að taka fullt SPRON Myntlán eða blandað lán þar sem helmingur lánsins er myntlán og hinn helmingurinn í íslenskum krónum. Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200, í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is Gæti lán í erlendri mynt verið lausnin? A RG U S / 06 -0 55 0 Myntlán STJÓRNMÁL Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráð- lögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáver- andi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilok- að að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðal- hófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörk- un, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlauna- réttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörv- ar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálits- ins í samhengi við skerðingu líf- eyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram til- tekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingis- menn og ráðherra vegna eignar- réttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum laga- heimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á sam- þykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármála- ráðherra skuli hafa staðfest þær.“ - gar Lögfræðiálit frá forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar: Stjórnskipuleg áhætta að skerða eftirlaun ráðamanna HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.