Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 10
SKÓLAMÁL Ef grunnskólabörnum í
Reykjavík yrði boðið upp á fríar
máltíðir í skólanum myndi það auka
útgjöld borgarinnar um nærri hálf-
an milljarð króna.
Menntaráð Reykjavíkur ræddi á
mánudag tillögu vinstri grænna um
að frá og með haustinu 2007 yrði
hætt að taka gjald af grunnskóla-
nemendum fyrir hádegismat og
vegna dvalar á frístundaheimilum
eftir að venjulegum skólatíma
lýkur.
Július Vífill Ingvarsson, formað-
ur menntaráðs, og aðrir fulltrúar
meirihluta Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í ráðinu upp-
lýstu að kostnaður borgarinnar
myndi aukast um ofangreindan
hálfan milljarð við frían hádegis-
mat.
Afgreiðslu tillögu vinstri grænna
var frestað en meirihlutinn í mennta-
ráði sagði tillöguna gefa tilefni til að
fara yfir og tryggja að engin börn
þyrftu að sleppa skólamáltíðum af
fjárhagslegum ástæðum. Bent var á
að þjónustumiðstöðvar byðu félags-
leg úrræði þegar þannig stæði á.
Fréttir hefðu einnig verið að berast
af því að skólastjórnendur og aðrir
starfsmenn skóla fylgdust með og
brygðust við.
„Meirihlutinn tekur nauðsynlegt
að kanna hversu mikill fjöldi skóla-
barna í grunnskólum Reykjavíkur
getur ekki notið skólamáltíða vegna
fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun
meirihlutans sem fól sviðsstjóra
menntasviðs að athuga þetta mál.
Einnig segir meirihluti mennta-
ráðs ástæðu til þess að kanna kostn-
að við að taka upp systkinaafslátt
vegna skólamáltíða og vegna frí-
stundaheimilis.
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi
vinstri grænna í menntaráði, sagði
ánægjulegt að meirihlutinn tæki til-
lögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til
jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði
síðan eftir því að unnið yrði sundur-
liðað yfirlit yfir hlut foreldra í
kostnaði við hádegismat í grunn-
skólunum. - gar
18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
MATSEÐILL Í
FOSSVOGSSKÓLA
Vikan 16. til 20. október
Mánudagur
Saltfiskstrimlar með kartöflum og
chilisósu.
Þriðjudagur
Soðið lambakjöt fricasé með kart-
öflum
Miðvikudagur
Fiskibollur með kartöflum og lauk-
sósu
Fimmtudagur
Grjónagrautur með lifrarpylsu
Föstudagur
Grænmetistortellini með kryddsósu.
Skólamáltíðir og systkinaafsláttur á frístundaheimili til skoðunar í Reykjavík:
Ókeypis skólamáltíðir kosta
nærri hálfan milljarð í viðbót
Í FOSSVOGSSKÓLA Krakkarnir í Fossvogsskóla voru ánægð með lambakjötið í hádeg-
inu í gær. Maturinn kostar 5.000 krónur á hvert barn fyrir októbermánuð.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Láttu draumi
nn
rætast !����
�����
�������
������
�������
����
�������
�����
���
��������������������������������������������������