Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. október 2006 13 LITHÁEN, AP Elísabet II Englandsdrottning fékk höfð- inglegar móttökur er hún kom í sína fyrstu opin- beru heimsókn til Litháens í gær. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í höfuðborginni Vilníus til að fagna breska þjóðhöfðingjanum. Drottningin, með eiginmanninn Filippus prins sér við hlið, gaf sér tíma til að spjalla við fólk fyrir utan ráðhúsið í Vilníus, þar sem Valdas Adamkus Litháensforseti tók formlega á móti gestunum. „Ég kom hingað til að verða vitni að sögulegum viðburði. Heimsókn bresku drottningarinnar er enn eitt mikilvægt tákn um að Litháen hefur aftur hlotið inngöngu í evrópsku þjóðafjölskylduna eftir margra ára fjarveru,“ hefur AP fréttastofan eftir Dönu Juodiene, 54 ára gömlum sögukennara sem var meðal mannfjöldans á ráðhústorginu. Drottningin mun í ferðinni einnig heimsækja hin Eystrasaltsríkin tvö, Lettland og Eistland. Þau gengu öll í NATO og Evrópusambandið árið 2004. - aa Elísabet II Englandsdrottning heimsækir Eystrasaltslönd: Drottningu fagnað í Litháen HLÝJAR MÓTTÖKUR Vilniusbúar fagna Bretadrottningu við komu hennar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Samfylkingin vill að ráðuneytum verði fækkað úr fjórtán í níu. Frumvarp Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að tryggingamál færist úr heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis og landbún- aðar-, sjávarútvegs-, viðskipta- og iðnaðarráðuneytum verði steypt saman í atvinnuvegaráðuneyti. Þá verði dómsmála- og samgöngu- ráðuneyti, auk Hagstofunnar, sameinuð í innanríkisráðuneyti. Starfsemi annarra ráðuneyta haldist óbreytt að mestu. Í greinargerð frumvarpsins segir að margt við núverandi fyrirkomulag sé úrelt og því tímabært að stokka upp skipan Stjórnarráðsins. - bþs Frumvarp Samfylkingarinnar: Ráðuneytum verði fækkað INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR formaður Samfylkingarinnar vill fækka ráðuneytum. VÍSINDI Vísindamönnum frá Kaliforníu og Rússlandi tókst að búa til nýtt frumefni sem fær þá sinn stað í lotukerfinu sem frumefni númer 118. Þetta er þyngsta frumefnið sem til er, en það er afar óstöðugt og frumeind- irnar þrjár, sem vísindamönnun- um tókst að kalla fram í tilrauna- stofum sínum, voru aðeins til í eitt augnablik og varla það – eða nánar tiltekið í níu tíuþúsundustu hluta úr sekúndu. Niðurstöður vísindamannanna þarf þó að staðfesta betur áður en fullvissa fæst um tilvist þessa frumefnis. - gb Nýtt frumefni búið til: Frumefni 118 birtist andartak DÓMSMÁL Tæplega tvítugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og gripdeildir. Refsingin er skilorðs- bundin í tvö ár. Maðurinn braust inn í íbúðar- húsnæði síðastliðið sumar og stal tveimur stafrænum myndavélum og þremur úrum. Síðar braust hann inn í bíl og lét þar greipar sópa. Hann hafði áður hlotið dóm fyrir tilraun til þjófnaðar. Dómurinn leit meðal annars til ungs aldurs og þess að maðurinn játaði brot sín hreinskilnislega. Þá hefur hann tekist á við fíkniefnavanda sinn. - jss Þriggja mánaða fangelsi: Stal myndavél- um og úrum Fyrsta konan á þing Kona mun í fyrsta sinn taka sæti á þjóðþingi Bahrain. Þótt þingkosningar fari fyrst fram þann 25. nóvember er framboðsfrestur útrunninn og í einu kjördæminu er Lateefa al-Geood ein í kjöri og því sjálfkjörin. Alls keppa 221 frambjóðandi, þar af átján konur, um þingsætin fjörutíu. BAHRAIN Reiðhjólum stolið Reiðhjólaþjófar hafa verið á ferðinni í Reykjavík að undanförnu og var fimm hjólum stolið í borginni í fyrradag. Eigendur hjóla sem hefur verið stolið eru beðnir að snúa sér til lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR PENINGAÞVÆTTI Á fundi ríkis- stjórnar í gær var farið lauslega í skýrslu FATF, alþjóðlegrar ráðgjafastofnunar helstu iðnríkja gegn peningaþvætti. Samtökin gera úttektir á vörnum aðildar- ríkjanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í laga- og viðskiptaumhverfi þeirra. Niðurstaða skýrslunnar var sú að Ísland stendur ágætlega í þessu samhengi, þótt ávallt megi gera betur. Í júní tóku gildi ný lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, til að innleiða tilskipun Evrópusambandsins, sem byggir á tilmælum FATF. - kóþ Ný skýrsla um peningaþvætti: Íslenskt laga- umhverfi gott ���������������� ����� � ��������������� ����������������������������������� �������������������������������������������� �������������������������������� ������������������������������������ ������������������������������������ ����� ��� ������������������������������������ ���������������������������������������� ������������������������������ ������������� ������������������������������ �������������� ����������������������������������������������������� �������������������������������������������������� ������������������������������������������ ��� ���������������������������������� ������������ ��������������������� ���������������������������������� �������������������������������� ��������������������������������������������� ����������������� ���������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.