Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 14
18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNMÁL Ellert B. Schram hefur
lýst yfir að hann gefi kost á sér í
prófkjör Samfylkingarinnar í
Reykjavík sem fer fram þann 11.
nóvember
næstkomandi.
Ellert býður
sig fram án þess
að tiltaka
eitthvert
sérstakt númer
í röðinni.
Ellert er
formaður 60
plús sem eru
samtök eldri borgara innan
Samfylkingarinnar og fyrrverandi
formaður Íþróttasambands
Íslands. Ellert sat á þingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á áttunda og
níunda áratug seinustu aldar. - sdg
Ellert B. Schram:
Fram í prófkjör
Samfylkingar
ELLERT B. SCHRAMNYJUNG!með eplum og gulrótum – án viðbætts sykurs
Nú hefur ný Létt ab-mjólk
með eplum og gulrótum bæst
í hópinn. Prófaðu þær allar!
!
LETTU
������������������������������������������
���������������������� �����������������������������������������
��������������������������������������������������������
����������������������
�����������������������������������������������������
����������������������������������������������������������
������������
���������������������
�����������������������
�������
���������������������������������������������������
BANDARÍKIN George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, undirritaði í
gær lög um herdómstóla, sem eiga
að fjalla um mál grunaðra hryðju-
verkamanna sem hafðir eru í haldi
í Guantanamo á Kúbu. Jafnframt
er í lögunum heimild til þess að
harkalegum yfirheyrsluaðferðum,
sem jaðra við pyntingar, sé beitt á
þessa fanga.
„Frumvarpið sem ég undirrita í
dag hjálpar til við að gera þetta
land öruggara og sendir skýr
skilaboð: Þessi þjóð er þolinmóð
og siðprúð og sanngjörn og við
munum aldrei láta undan hótunum
gegn frelsi okkar,“ sagði Bush í
gær. „Við erum jafn einörð í dag
og við vorum að morgni 12. sept-
ember árið 2001.“
Lögin eru sett vegna þess að
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst
í júní að þeirri niðurstöðu að fyrri
dómstólar, sem skipaðir voru af
Bush forseta án sérstakrar heim-
ildar í lögum, og áttu að dæma í
málum fanganna, brytu í bága við
bæði bandarísk lög og alþjóðlega
mannréttindasamninga.
Með því að gefa dómstólunum
lagalega stoð vonast Bush til þess
að ekkert standi lengur í vegi fyrir
því að fangarnir, í það minnsta
sumir þeirra, verði dregnir fyrir
dómstóla.
Nýju lögin eru þó umdeild, ekki
síst vegna þess að dómstólunum
verður heimilt að nota vitnisburð
sem fenginn er með umdeildum
yfirheyrsluaðferðum. Einnig verð-
ur heimilt að nota upplýsingar,
sem fangarnir sjálfir fá ekki að
sjá, til þess að sakfella þá. - gb
BUSH UNDIRRITAR LÖGIN Forsetinn segir nýju hryðjuverkalögin hjálpa til við að gera
Bandaríkin öruggari. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Bush undirritar lög um sérstaka herdómstóla fyrir grunaða hryðjuverkamenn:
Leyfi til að beita harkalegum
aðferðum við yfirheyrslur
VESTMANNAEYJAR Skipalyfta við höfnina í Vestmanna-
eyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabát í slipp
um klukkan fjögur í gær. Báturinn, sem heitir Gandí
VE 171, var kominn langleiðina upp í slippinn þegar
hluti lyftunnar gaf sig og hrundi niður þannig að skip-
ið stóð uppi líkt og það hefði stungist í jörðina. Betur
fór en á horfðist og urðu aðeins lítilsháttar meiðsli á
fólki.
Orsakir slyssins eru ekki ljósar en rannsókn
málsins stendur yfir. Óttast er að tjón af völdum
slyssins nemi milljónum. Lyftan er í eigu fyrirtækisins
Skipalyftan ehf.
Að sögn Tryggva Kristins Ólafssonar, lögreglu-
fulltrúa í Vestmannaeyjum, voru sex manns staddir
undir skipinu þegar lyftan gaf sig og fóru þeir allir í
sjóinn. Einn þeirra slasaðist á baki og annar fékk
skurð á höfuð. Hinir sluppu tiltölulega ómeiddir en
allir voru kaldir eftir volkið. - sþs
Stórtjón varð þegar skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjahöfn í gær:
Skipið skagaði langt upp í loftið
RÓM, AP Kona á þrítugsaldri fórst
þegar jarðlest á fullri ferð ók
aftan á kyrrstæða lest á lestar-
stöð í miðborg Rómar í gær.
Meira en hundrað manns að auki
slösuðust, þar af tíu alvarlega.
Áreksturinn varð klukkan níu í
gærmorgun á neðanjarðarstöðinni
Piazza Vittorio Emanuele II, sem
er skammt frá aðallestarstöðinni í
Róm. Björgunarmenn settu upp
sjúkraskýli skammt frá lestarstöð-
inni til þess að hlynna að hinum
slösuðu. Sumir farþegar í lestinni,
sem ekið var á hina kyrrstæðu,
segja lestarstjórann hafa farið
yfir á rauðu ljósi skömmu áður en
áreksturinn varð. - gb
Lestarslys í miðborg Rómar:
Yfir hundrað
manns slasaðir
GANDÍ Orsakir slyssins eru ekki ljósar en rannsókn stendur yfir.
Óttast er að tjónið nemi milljónum króna. MYND/ÓSKAR