Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 18
18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Svona erum við
Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu
þjóðanna mun íbúafjöldi jarðarinnar vaxa
um 2,6 milljarða fram til ársins 2050, úr 6,5
milljörðum nú í 9,1 milljarð þá. Nær öll þessi
fólksfjölgun mun eiga sér stað í þróunar-
löndum. Íbúafjöldi þeirra er nú um 5,3 millj-
arðar en hann mun vaxa í um 7,8 milljarða
um miðja öldina. Hins vegar er útlit fyrir að
íbúafjöldi þróaðasta hluta heimsins standi í
stað, en þar búa um 1,2 milljarðar manna.
Hvar verður fjölgunin mest?
Í 50 minnst þróuðu löndum heims er gert
ráð fyrir að íbúafjöldinn meira en tvöfaldist
á þessu tímabili, úr 800 milljónum í um 1,7
milljarða. Fjölgunin í öðrum þróunarlönd-
um er líka talin verða mikil, en þó ekki eins
hröð. Í þessum löndum muni fólki fjölga úr
4,5 milljörðum í 6,1 milljarð árið 2050.
En minnst?
Í 51 landi, sem nær öll
teljast til þeirra þró-
uðustu, er því spáð að
íbúafjöldi verði minni
árið 2050 en hann
var árið 2005. Þannig
er gert ráð fyrir að í
þeim 27 Evrópulönd-
um, sem munu fylla
raðir ESB frá næstu
áramótum, muni fólki
fækka úr 482 millj-
ónum í 454 milljónir. Mest verði fækkunin
í Rússlandi, Japan, Þýskalandi, á Ítalíu og
Spáni. Í mörgum þessara landa er fæðing-
artíðni nú orðin lægri en nokkru sinni áður
í mannkynssögunni, eða undir 1,3 börnum
á hverja konu. Hlutfallið þarf að vera nærri
2,1 til að jafnmargir
fæðist og deyja.
Hvar er fæðingar-
tíðnin hæst?
Á tímabilinu 2000-
2005 var fæðingar-
tíðni í 35 löndum
yfir 5 börn á konu. Af
þessum löndum eru
30 þau allra vanþró-
uðustu í heiminum.
Flest eru þau í Afríku
sunnan Sahara. Það hefur hægar dregið
úr fæðingartíðni í þessum löndum en
mannfjöldafræðingar áttu von á, en þeir
gera þó ráð fyrir að hún muni lækka um
nærri helming í þessum löndum á næstu 45
árum, niður í um 2,57 börn á konu.
FBL-GREINING: MANNFJÖLDAÞRÓUN Í HEIMINUM
Fjölgunin nær öll í þróunarlöndum
Nýlega var undirrituð
viljayfirlýsing um aukið
samstarf milli Rannsóknar-
miðstöðvar Íslands (Rannís)
og bandarísku vísinda-
stofnunarinnar (NSF). Með
viljayfirlýsingunni verður
bandarískum og íslenskum
vísindamönnum auðveldað
að stofna til sameiginlegra
rannsókna. Ekki er útilokað
að uppgötvanir íslenskra
vísindamanna verði nýttar
í þágu styrkingar varna
Bandaríkjanna.
Samstarf Rannsóknarmiðstöðvar
Íslands og Bandarísku vísinda-
stofnunarinnar hófst árið 1996 og
var komið nokkuð á skrið þegar
Madeline Albright, þáverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
kom til landsins árið 2000. Þá und-
irritaði hún minnisblað, ásamt
þeim Birni Bjarnasyni og Halldóri
Ásgrímssyni, um samstarf á sviði
vísinda. Viljayfirlýsingin sem var
undirrituð nú á dögunum er beint
framhald af minnisblaðinu og er
lýst sem rammasamningi til að
dýpka samstarfið enn fremur.
Margaret Leinen, aðstoðarfor-
stjóri jarðvísindadeildar NSF kom
til Íslands á dögunum til að undir-
rita yfirlýsinguna. Í samtali við
Fréttablaðið rómaði hún íslenskt
vísindasamfélag og sagði það
aðlaðandi kost fyrir Bandaríkja-
menn, til dæmis á sviði fornleifa-
fræða. „Ísland er mun eldra land
en Bandaríkin. Hér geta nemend-
urnir skoðað eldri menningu og
minjar. Þetta er frábært tækifæri
fyrir bandaríska nemendur til að
kynnast nokkrum hinna dásam-
legu uppgraftarstaða íslenskra
fornleifa,“ segir Leinen.
Einnig eru nokkur samstarfs-
verkefni í jarðvísindum og rann-
sóknum á sviði andrúmslofts og
sjávar. „Staða Íslands á Mið-Atl-
antshafshryggnum er einstök og
svæðið er því spennandi fyrir jarð-
vísindamenn,“ segir Leinen og
bætir við: „Vonandi eykst sam-
vinnan, því Íslendingar standa
framarlega á fjölmörgum sviðum
öðrum en jarðvísindalegum og í
fornleifafræði. Geta ykkar í erfða-
vísindum og líffræði er gríðarmik-
il og við erum áhugasöm um tæki-
færi til samstarfs þar. Einnig í
örtækni og frumhönnun efna, það
er hvernig megi búa til ný efni.“
Íslenskir vísindamenn í hergagna-
framleiðslu?
Aðspurð um hvort eitt meginmark-
mið NSF sé ekki að styrkja varnir
Bandaríkjanna, svarar Leinen því
til að varnarhlutverkið sé frekar
eitt af mörgum markmiðum stofn-
unarinnar og hún vilji heldur ræða
það hernaðarlega hlutverk sem
NSF gegni ekki: „Við hjá NSF
stundum engar leynilegar rann-
sóknir, til dæmis fyrir eldflauga-
varnarkerfi. Við komum ekki held-
ur nálægt rannsóknum sem eru
beinlínis fyrir vopnaframleiðslu,
né að framleiðslu á kafbátum eða
öðru í þeim dúr. Okkar framlag
hefur verið almennara eðlis. Núna
erum við til dæmis að vinna í
ýmissi internettækni, svo sem dul-
kóðun.“ Sem dæmi um framlag
NSF til hernaðarmála nefnir hún
ratsjártækni og leysigeisla. „Þetta
er tækni sem kemur fleirum til
góða en hernum.“
Leinen undirstrikar að vísinda-
mennirnir sjálfir ráði því hvort
uppgötvanir þeirra, sem gerðar
yrðu innan rammasamningsins,
verði áframseldar til hersins.
„Hvert land hefur sínar reglur um
hugverk, þannig að gerðu Íslend-
ingar uppgötvanir í t.d. örtækni,
væru þær uppgötvanir verndaðar
af lögum ykkar um hugverk. Það
yrði ávallt háð samþykki eiganda
hugverksins hvort hann deildi
þessari uppgötvun með Bandaríkj-
unum.“
Styrkveitingar NSF veikja ekki
þetta sjálfsákvörðunarvald
íslenskra vísindamanna, að sögn
Leinen, enda styrki stofnunin ein-
ungis Bandaríkjamennina, en
Rannís veiti fé til Íslendingana.
„Hvað gert verður við afurðir sam-
starfsins þarf að fastbinda í upp-
hafi þess.“
Samstarfið gæti gagnast hernum
MARGARET LEINEN Aðstoðarforstjóri jarðvísindadeildar NSF kom til landsins á dögunum og undirritaði viljayfirlýsingu um aukið
samstarf bandarískra og íslenskra vísindamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
NSF var sett á laggirnar árið 1950
og segir á heimasíðu stofnunar-
innar að tækninýjungarnar sem
stuðluðu að sigri Bandamanna í
seinni heimsstyrjöldinni, til dæmis
penisillín, nándarkveikjan (sjálf-
virkur sprengiþráður í eldflaugum)
atómsprengjan og fleira, hafi sýnt
fram á nauðsyn vísindarannsókna
fyrir velferð landsins. Því er NSF
alríkisstofnun sem heyrir beint
undir þingið. Henni eru úthlutaðir
380 milljarðar króna á ári til að
styrkja menntun og frumrann-
sóknir í vísindagreinum á háskóla-
stigi. Helstu markmið NSF eru „að
Bandaríkin viðhaldi forystuhlut-
verki sínu í uppgötvunum á sviði
vísinda og við þróun nýrrar tækni“,
og að stuðla að bættri heilsu og
almennri velferð Bandaríkjamanna
og að tryggja varnir þjóðarinnar.
NATIONAL
SCIENCE
FOUNDATION
Siðareglur íslenskra vísindamanna
taka ekki afstöðu til þess hvort
afrakstur rannsóknarstarfsins verði
notaður til hernaðar.
Páll Vilhjálmsson, upplýsingafull-
trúi Rannís, segir ekkert í núverandi
reglugerðum sem taki á því
hvort vísindamenn selji afrakstur
vinnunnar til hergagnaframleiðslu.
Það hafi ekki verið til umræðu
hvorki hjá Rannís né Vísinda- og
tækniráði.
Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson,
formaður Vísindasiðanefndar,
telur oftast vonlítið frá sjónarhorni
vísindamannsins að meta hvort
einhver þriðji aðili noti niðurstöður
rannsókna í vafasömum tilgangi. Eini
varnaglinn út frá sjónarhóli Vísinda-
siðanefndar sé sá að þeir sem stundi
rannsóknir á fólki þurfi að sækja um
til nefndarinnar og útilokað sé að
hún veiti leyfi til rannsókna sem hafa
það að markmiði að drepa aðra.
Magnús Diðrik Baldursson
heimspekingur segir sömuleiðis að
ekki sé kveðið á um það berum
orðum í siðareglum Háskóla Íslands
hvort vísindastarf innan skólans
megi nýta til hergagnaframleiðslu.
Reglurnar séu þó í endurskoðun og
hugsanlega verði slíkt ákvæði tekið
inn í þær. Málið sé snúið vegna hins
almenna eðlis siðareglna, sem orði
fremur prinsip heldur en bein boð
eða bönn.
Ekkert er heldur í siðareglum verk-
fræðinga um hernaðarmannvirki né
hernaðartól, að sögn Guðmundar
G. Þórarinssonar, en hann er
formaður siðanefndar verkfræðinga.
Þær reglur snúi meira að samskipt-
um verkfræðinga í milli og ýmsum
faglegum atriðum.
HANDAN SIÐAREGLNA
> Magn blandaðs heimilisúrgangs
FRÉTTAVIÐTAL
KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARS.
klemens@frettabladid.is
1995
10
2
80 7010
9
1998
í þúsundum tonna
2001
2004
Heimild: Hagstofa Íslands
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Heimilisryksugur
Frábær hönnun
4 lítra flíspoki
Snúningshringur
á legu snýst 360°
Snúra dregst inn
HEPA 12 sía
hreinsar 99,5%
óhreininda
VC 6100 / VC 6200
� Afl: 1800/2000 w
� HEPA 12 sía
� Hæðarstilling á röri
� Aukahlutir
A 2204 / A 2604
� Sýgur blautt og þurrt
� Einnig fyrir útblástu
� 18 / 25 ltr tankur
VC 5200 / VC5300
� Afl: 1800/2000 w
� Hepa 12 sía
� Sérlega nett
� Hæðarstilling
á röri
� 3,3 ltr poki
Aflmiklar og hljóðlátar
Fylgihlutir
geymast í vél
360°
Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra
tilkynnti á Alþingi í
gær að atvinnuveiðar
á hval yrðu hafnar
á ný. Ásbjörn
Björgvinsson er
formaður Hvalaskoð-
unarsamtakanna.
Hvernig leggst þetta
í þig? Að sjálfsögðu
leggst þetta illa í mig.
Ég skil ekki hvað
mönnum gengur til
með þessu.
Hvers vegna heldur þú að þetta
sé gert? Þetta virðist aðeins vera
til þess að storka öðrum þjóðum,
hnykla vöðvana og þykjast vera
eitthvað í augum þjóða sem eru
okkur mjög miklvægar í viðskiptum
og samskiptum. Það eru engar
efnahagslega forsendur fyrir þessu og
ég óttast mjög hvaða áhrif þetta kann
að hafa.
Hvers vegna ekki hval eins og önnur
dýr? Það að fara í stórhvalaveiðar er
allt annað en vísindaveiðar á hrefnu.
Fólk áttar sig ekki á því að hvalir eru
nýttir í dag með hvalaskoðun. Það er
sjálfbær nýting. Hvalveiðar hafa enga
burði til að keppa við hvalaskoðun út
frá efnahagslegu sjónarmiði. En þær
geta skemmt fyrir.
SPURT & SVARAÐ
HVALVEIÐAR HAFNAR Á NÝ
Vöðvar
hnyklaðir
ÁSBJÖRN
BJÖRGVINSSON
Formaður
Hvalaskoðunar-
samtakanna.