Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. október 2006 3
Vetur konungur er á næsta leiti. Ert þú tilbúin(n)? FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Töluverð aukning hefur átt
sér stað á notkun etanbíla í
Svíþjóð að undanförnu. Fjöldi
slíkra bíla í eigu ríkisins hefur
stóraukist.
Umhverfisverndarsinnar horfa nú
björtum augum til Svíþjóðar, þar
sem etanól er talið vera metanól
21. aldarinnar. En hverjir eru kost-
ir þess?
Yfirleitt eru tvenns konar rök
almennt höfð fyrir því að nota
metan- eða etanbíla fram yfir
bensín- eða díselbíla. Í fyrsta lagi
vilja ríki spara sér kostnaðinn við
innflutning á bensíni eða dísel með
því að taka upp notkun metanóls
og etanóls, sem er innlent elds-
neyti.
Í örðu lagi eru metan- og etan-
bílar ekki nærri því eins mengandi
og bensín- eða díselbílar, en sam-
kvæmt tölum á heimasíðu Sorpu,
www.sorpa.is, þarf til að mynda 38
bíla til að menga jafn mikið og
aðeins einn bensínbíll.
Etanól er hins vegar talið hafa
ýmsa kosti fram yfir metanól, sem
gæti aftur útskýrt vinsældir etan-
bíla í Svíþjóð. Samkvæmt saman-
burðarrannsóknum á þessu tvennu
er metónal álitið eitraðra og orka
þess rýrnar frekar við flutning og
geymslu.
Á móti kemur að metanól er
talið vera hentugra til framleiðslu
en etanól, miðað við þau tæki og
tól sem við búum yfir í dag. Það er
af sömu ástæðum talið vera ódýr-
ara í framleiðslu heldur en etanól.
Með hliðsjón af ofangreindum
ástæðum er því erfitt að skera úr
um hvort efnið er hentugra í notk-
un. Auk þess er enn margt ólært
um notkun etanóls sem bílaelds-
neytis þrátt fyrir vinsældir í Sví-
þjóð og víðar, en vonandi munu
frekari rannsóknir leiða í ljós að
þar er framtíðareldsneyti á ferð.
-rve
Etanbílar eftirsóttir hjá Svíum
Frumgerð Saab Aero-X sem gengur fyrir etanóli var sýndur á bílasýningu í Sviss fyrr á
þessu ári.
Vetrarfærðin
undirbúin
Ár eftir ár kemur veturinn
okkur á óvart. Í þetta
skipti er ekki óvitlaust
að vera viðbúinn.
Fyrsta vetrardag ber upp
á næsta laugardag. Frétt-
ir af hálku eru farnar að
berast ofan af heiðum og
það er ískyggilega kalt á
morgnana þegar við leggj-
um af stað til vinnu. Hér eru
nokkrir hlutir sem gott er að
hafa á hreinu og í bílnum svo
veturinn komi ekki aftan að
manni.
Skafa
Skafa er öryggistæki. Ekki
bíða með að finna hana aftur eftir
sumarið. Það er mjög lítið spenn-
andi að þurfa að leita, skafa og
blóta því maður er allt of seinn í
vinnuna á þriðjudagsmorgni.
Vertu ekki of nísk(ur) þegar
kemur að því að velja sköfu því þú
ert svo miklu fljótari að skafa með
réttum verkfærum og mun auð-
veldara er að gera það vel.
Rúðuþurrkur
Drullan sem fylgir slabbinu og
slitið sem fylgir frostinu fer ekki
vel með rúðuþurrkur. Þær þarf að
skipta um reglulega því rétt eins
og með sköfuna er um öryggis-
tæki að ræða. Strjúktu reglulega
yfir þær með tjöruhreinsi, það
lengir líftíma þeirra, og ekki hika
við að skipta um séu þær lélegar.
Dekk
Tími sumardekkjanna
er liðinn. Kominn er
tími á naglana eða gróf-
korna dekk til að hlífa
malbikinu. Tjara og
önnur drulla vilja setj-
ast á dekkin yfir vetrar-
mánuðina svo ágætt er að
hreinsa þau með tjöru-
hreinsi reglulega.
Fyrir stærri bíla og þá
sem fara um varhugaverða
vegi eru keðjurnar enn lang-
besta lausnin.
Frostlögur
Hann þarf að þola
26 gráðu frost og
það þarf að vera
nóg af honum.
Hann á til að
gufa upp á nokkrum
árum svo það þarf að
bæta reglulega á
hann.
Ekki gleyma frost-
leginum í rúðupissinu
heldur.
Lásar
Ef lás er frosinn er best að sprauta
þar til gerðum lásaúða á hann.
Þessir úðar fást á bensínstöðum
og ekki er vitlaust að eiga eina
slíka dós í þvottahúsinu.
Endir engum kringumstæðum
skaltu sprauta WD40 í lásinn. Sú
smurning sem fyrir er skemmist
og lásinn getur fest og skiptir hita-
stigið þá engu máli.
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Pitstop – góð vara, frábært verð og framúrskarandi þjónusta
Toppvara á frábæru verði
Vörumerki sem framleidd eru af Michelin – þekktasta og virtasta dekkjaframleiðanda í heimi
Hjallahrauni 4 Hfj. 565 2121☎Dugguvogi 10 568 2020☎
Gæðakaffi ,
nettengd tölva,
tímarit og blöð ...
... fyrir þig á meðan þú bíður
Mikið úrval af heilsárs- og vetrardekkjum
undir allar tegundir bifreiða
... þjónusta í fyrirrúmi
Við geru
m þér
TILBOÐ
SÚPE
R