Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 38

Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 38
MARKAÐURINN 18. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Áhugi á íslenskri list, bæði hér heima og heiman, virðist vera að aukast. Undanfarin misseri hafa íslensk lista- verk selst sem aldrei fyrr og svo virðist sem mikill kraftur sé í fram- boði og eftirspurn. Áhugi Íslendinga á svokölluð- um listaverkalánum, sem var samstarfsverk- efni Reykjavíkurborgar, Kauþings, gallería á höfuðborgarsvæðinu og listamanna, er til merk- is um þetta. Svo mikil var eftirspurnin eftir þeim lánum að pening- arnir sem lagðir voru í verkefnið voru uppurnir þegar árið var rétt hálfn- að. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa í gegn- um tíðina sankað að sér miklu magni listaverka. Nokkur dæmi eru um það að fyrirtæki vilji nú fríska upp á umhverfi sitt og geri það meðal annars með því að skipta verkum gömlu meistar- anna út fyrir nýrri og ferskari list. EINFALDLEIKI OG FOR- YSTA AÐ LEIÐARLJÓSI Sjóvá er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa um þónokkurt skeið átt veglegt safn af klassískri myndlist. Samanstendur eignasafn félagsins af hátt í hundr- að verkum íslenskra listamanna frá ýmsum tímabilum. Undanfarið hefur fyrirtækið verið að vinna í því að skilgreina fyrir hvað það stendur. Liður í því er að endurskoða stefnuna í listaverkasafni félagsins. „Við höfum ákveðið leiðarljós í fyrirtækinu – einfaldleika og forystu,“ segir Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri einstakl- Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamála- sviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Þetta er afrakstur samstarfs sem hófst árið 2004 með Reykjavíkurborg, Kaupþingi, helstu galleríum borgarinnar og listamönnum í þeim til- gangi að virkja áhuga fólks á listaverkum eftir samtíma- listamenn. Var myndlistar- unnendum gert kleift að kaupa myndverk frá gallerí- um með vaxtalausum lánum sem áttu að standa almenn- ingi til boða í þrjú ár. Þau skilyrði voru sett að einung- is mátti kaupa eftir lifandi listamenn, verkin máttu ekki vera eldri en sextíu ára við kaup og um frumsölu þurfti að vera að ræða. Kaupþing og menning- armálanefnd niðurgreiddu vexti með föstu framlagi í sjóð sem var í vörslu KB banka. Á móti veittu gallerí og myndlistarmenn afslátt af þóknun sinni í sama skyni. KB banki og menningar- málanefnd skuldbundu sig til að leggja fram eina millj- ón króna á ári hvor í þrjú ár. Samkvæmt samningnum áttu hin vaxtalausu lán að standa almenningi til boða eins lengi og sjóðurinn sem greiddi afföllin af lánunum hefði bolmagn til. Svo mikil eftirspurn var eftir lánunum að sjóðurinn varð uppurinn í sumarbyrj- un og því hefur verið skrúf- að fyrir lánin að svo stöddu. Signý Pálsdóttir, skrifstofu- stjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamála- sviði Reykjavíkurborgar, segir að þurrkurinn muni þó vonandi ekki vara lengi. „Viðræður standa nú yfir um útfærsluna á framhaldinu en nýtt menningar- og ferða- málaráð hefur fullan hug á að halda verkefninu áfram. Það leikur enginn vafi á því að framtakið hefur haft góð og jákvæð áhrif á listamenn, gallerí og listunnendur.“ Kaupþing banki mun ekki taka þátt í samstarfinu áfram, þótt þar á bæ séu menn á sama máli um að vel hafi tekist til. „Þegar við fórum af stað með þetta höfðu áföll dunið á listaverkageiranum og þörf var á að koma sölunni aftur í gang. Nú er markað- urinn í góðum gír, hjól efna- hagslífsins á fullum snúningi og því við teljum að ekki sé lengur þörf á þessari aðstoð,“ segir Friðrik S. Halldórsson hjá Viðskiptabankasviði KB banka. „Seðlabankinn gefur þau skilaboð um að við eigum ekki að vera að lána peninga og við þurfum að bregðast við því.“ Önnuðu ekki eftirspurn Samtímalist krafsar í köku meistaranna Sjóvá hefur ákveðið að selja öll sín klassísku listaverk og kaupa og styðja frekar við samtímalist. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að eigendur stórra listaverkasafna hyggjast ekki feta sömu slóð, heldur gera nýrri og eldri list jafnhátt undir höfði. MYNDVERK EFTIR ÓLÖFU NORDAL MÁLVERK EFTIR TOLLA V E R K S A M T Í M A L I S T A M A N N A MÁLVERK EFTIR HELGA ÞORGILS FRIÐJÓNSSON SIGNÝ PÁLSDÓTTIR Skrifstofustjóri menningarmála á Menningar- og ferða- málasviði Reykjavíkurborgar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.