Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 48
■■■■ { líf og heilsa} ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Actavis er eitt þeirra íslensku fyrir-
tækja sem hvað mesta athygli hafa
vakið í útlöndum, enda hefur það
vaxið hratt síðustu ár og er með
fremstu samheitalyfjafyrirtækjum
í heimi, en félagið sérhæfir sig í
þróun, framleiðslu og sölu á slíkum
lyfjum. Höfuðstöðvarnar eru hér á
landi, en starfsemin í um 30 lönd-
um í fimm heimsálfum. Starfsmenn
Actavis eru um tíu þúsund talsins.
Fyrirtækið á sér hins vegar 50 ára
sögu, en hún er rakin til þess tíma
þegar forveri félagsins, Pharmaco
var stofnað. Í upphafi var Pharmaco
innkaupasamband en þegar árið
1960 var hafin framleiðsla á lyfjum
hjá fyrirtækinu.
Árið 1999 störfuðu hjá Pharm-
aco um hundrað manns og þá
eingöngu hér á landi á sviði inn-
flutnings og dreifingar lyfja. Þá
hafði undirbúningur að útrás Delta
hf. staðið í nokkur ár sem flutti út
fyrstu lyfin árið 1988 á Bretlands-
markað. Höfðu menn þá áttað sig
á að þar sem einkaleyfaumhverfið
væri hagstætt hér á landi mætti
vinna að þróun lyfja, þótt þau væru
vernduð af einkaleyfum í flestum
Evrópulöndum. Þannig sáu menn
svo fram á að geta verið tilbúnir til
að markaðssetja lyfin um leið og
einkaleyfin féllu úr gildi erlendis.
Pharmaco stofnaði lyfjafyrirtækið
Delta árið 1981 ásamt hópi lyfja-
fræðinga. Delta var svo að stærst-
um hluta í eigu Pharmaco til ársins
1992 þegar Pharmaco seldi sinn
hlut í fyrirtækinu.
Delta var sameinað Pharmaco
aftur árið 2002 og í maí 2004 var
svo nýja nafnið, Actavis, kynnt.
Nafnið er samsett úr „acta“ og „vis“
sem útleggjast á máli gullaldar-
Rómverja „framkvæmd“ og „styrk-
ur“. Á þeim tíma sagði Róbert Wess-
mann, forstjóri fyrirtækisins, nýja
nafnið lið í uppbyggingu félagsins
á alþjóðlegum samheitalyfjamark-
aði. Verður að teljast að uppbygg-
ingin hafi gengið vel.
Actavis framleiðir og selur lyf og
lyfjahugvit bæði innanlands sem
utan og markmið félagsins að vera
með þeim fyrstu á markaðinn með
samheitalyf þegar einkaleyfi renna
út.
Sáu sóknarfæri hér á landi
Sérstakar aðstæður hér gerðu kleift að hægt var að hefja lyfjaþróun í samheitalyfja-
geira fyrr en í öðrum Evrópulöndum. Á þessu byggir veldi Actavis sem nú er meðal
fremstu samheitalyfjafyrirtækja í heimi. Vöxtur fyrirtækisins hefur vakið slíka athygli
fjárfesta að stórir bankar leita eftir aðild að Kauphöll Íslands til að geta miðlað bréfum
þess.
Róbert Wessman í pontu á kynningarfundi
Actavis fyrr á þessu ári.
Actavis er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem hvað mesta athygli hafa vakið fyrir útrás sína á erlenda markaði. Áhuginn er svo mikill að stórir erlendir bankar hafa sóst eftir aðild að Kauphöll Íslands til að geta miðlað bréfum Actavis til
viðskiptavina sinna.
Paratabs er dæmi um samheitalyf sem Act-
avis framleiðir en virka efnið í þeim töflum
er verkjalyfið parasetamól.