Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 52
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006
Ú T T E K T
ingssviðs hjá Sjóvá. „Við vorum að breyta
húsnæðinu okkar til betri vegar þar sem allt
er í anda leiðarljósanna. Okkur þótti eðlilegt
að endurskoða í leiðinni hvernig myndlist
við viljum hafa í kringum okkur. Í nýja hús-
næðinu er mikið um opin rými, létt er yfir
öllu og einfaldleikinn ríkir. Myndlist sendir
mjög sterk skilaboð og okkur fannst þau
klassísku verk sem við áttum ekki eiga við þá
ímynd sem við vorum að skapa.“ Þannig var
ákvörðun tekin um að stofna menningarsjóð
sem hefur það að markmiði að fjárfesta í
nýjum verkum sem styðja við einkunnarorð
fyrirtækisins. Það fjármagn sem bundið er í
eldri myndlist er notað til að fjármagna kaup
á verkum eftir núlifandi listamenn og meiri
fjármunir lagðir í verkefnið aukalega.
Böðvar segir að með þessu móti sé einfald-
lega verið að koma þessari eldri klassísku
myndlist til þeirra sem hafa áhuga á henni.
„Allt er þetta gert með fullri virðingu fyrir
klassískri list. Þetta er bara spurningin um
hvaða skilaboð við viljum senda. Við erum
að skerpa frekar á léttleika og einfaldleika.
Fyrir vörumerki skiptir svona lagað mjög
miklu máli.“
TÍU MILLJÓNIR Í LISTAVERK Á ÁRINU
Nú í ár hefur Sjóvá þegar fjárfest, bæði í
formi þess að kaupa verk og styrkja verk-
efni, fyrir um tíu milljónir króna í gegnum
menningarsjóð sinn. Sjóvá hefur ekki bara
verið að kaupa verk fyrir veggi eigin rýmis
heldur var meðal annars einn af styrktarað-
ilum sýningarinnar Eilands í Gróttu í sumar.
„Okkur þótti þetta áhugaverð hugmynd enda
varð þetta ein mest sótta sýning á landinu í
sumar. Samningur okkar gekk út á að styðja
verkefnið en í framhaldi af því höfum við
verið að kaupa verk af listamönnunum sem
tóku þátt í því.“ Böðvar segir félagið rétt að
byrja og það stefni að því að styðja áfram við
samtímalist.
Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali
og uppboðshaldari hjá Gallerí Fold, segist
þekkja þess dæmi frá útlöndum að fyrirtæki
stundi það að kaupa verk eftir unga listamenn
og selja þau aftur þegar þeir verða þekktari
og verðmæti verkanna eykst.
Þetta segir hann óskandi að
myndi gerast hér enda myndi
það hafa afar hvetjandi áhrif á
kaup og sölu listaverka. Hann
telur aðgerðir Sjóvár að sama
skapi jákvæðar, ekki síst ef
fleiri fyrirtæki tækju sér þetta
til fyrirmyndar. Hann telur
þó ólíklegt að eigendur stórra
safna listaverka á borð við
bankana hafi nokkuð þessu líkt
á prjónunum. Þeir hafi, að því
er hann best veit, heldur áhuga
á að efla safn sitt jafnt af yngri
sem eldri verkum.
SALA HEYRIR TIL UNDANTEKN-
INGA
Listaverkasafn Landsbankans
er hið stærsta í eigu og
umsjón einkafyrirtækis á
Íslandi. Upplýsingar þaðan
styðja þessi orð Tryggva.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmað-
ur Björgólfs Guðmundssonar,
stjórnarformanns Landsbank-
ans, segir það heyra til algerra
undantekninga að bankinn selji
verk í sinni eigu. „Það er skýr
stefna Landsbankans að við-
halda listaverkasafni sínu. Það
þýðir hvort tveggja að keypt
eru ný verk í safnið og eldri
verkum haldið við. Með lista-
verkasafni sínu vill bankinn
halda til haga listasögu þjóðar-
innar frá stofnun bankans.“
Landsbankinn á um 1.500
listaverk frá hinum ýmsu tíma-
bilum. Ásgeir segir erfitt að
leggja mat á verðmæti þeirra
þar sem markaðsverð einstakra
listaverka er breytilegt. Þá sé
ekki talin ástæða til að meta og
endurmeta einstaka listaverk
frá ári til árs.
Landsbankinn styður við
samtímalistamenn með því
annars vegar að kaupa verk
þeirra og hins vegar með
stuðningi við viðburði á þeirra
vegum. Styður bankinn meðal
annars við myndlistarhátíð-
ina Sequences sem haldin er í
Reykjavík um þessar mundir, listamannahús
SÍM og hefur átt aðild að myndlistarverðlaun-
um Myndstefs, auk margvíslegs stuðnings
við einstaka listamenn og verkefni á þeirra
vegum. Að sögn Ásgeirs hefur Landsbankinn
aukið verulega stuðning sinn við samtímalist
á síðustu árum og muni vafalaust auka hann
frekar á næstu árum.
Kaupþing á líka
stórt safn listaverka
eins og þekkt er. Þær
upplýsingar feng-
ust hjá Benedikt
Sigurðssyni, blaða-
fulltrúa Kaupþings,
að engar áætlanir séu
uppi um að selja eitt-
hvað af þeim fjölda
verka sem bankinn á.
Bankinn álíti það eitt
af hlutverkum sínum
að styðja við íslenska
menningu og undanfar-
in ár hafi hann heldur
verið að auka við kaup
af verkum samtíma-
listamanna. „Við eigum
mikið af verkum eftir
eldri listamenn en líka
töluvert eftir nýja. Hve
mikið liggur ekki fyrir
eða hvert verðmætið
er, annað en að þetta er
töluvert safn.“
MIKIÐ FRAMBOÐ OG
EFTIRSPURN
Af svörum bankanna
og áliti sérfræðinga að
dæma hefur Sjóvá ekki
komið nýrri bylgju af
stað með sínum breyt-
ingum. Flestum ber þó
saman um að áhugi á
íslenskri list hafi held-
ur aukist undanfarin
misseri. Tryggvi hjá
Gallerí Fold segir að
uppboðum hafi fjölg-
að að undanförnu. Þau
hafi verið fimm í ár en
á venjulegu ári séu þau
ekki nema fjögur. Segir
hann það bæði koma til
af því að í ár fékk gall-
eríið óvenjumikið af
góðum verkum inn til
sölu. Uppboðin hafi öll
gengið vel fyrir sig og
því hafi eftirspurnin líka
verið talsverð. Enginn vafi leikur því á að
myndlistaráhugi á Íslandi er feikilega mikill
og fer frekar vaxandi en minnkandi.
Tryggvi Páll Friðriksson,
listmunasali og uppboðs-
haldari hjá Gallerí Fold,
telur að íslenski myndlist-
armarkaðurinn velti um
einum milljarði króna á ári
hverju. „Þá tek ég inn í sölu
á uppboðum, á sýningum og
ekki síst hjá listamönnunum
persónulega,“ segir Tryggvi
sem hefur um nokkra hríð
reynt hið erfiða verk að meta
hversu stór íslenski markað-
urinn er í reynd.
Ef að líkum lætur munu
íslensk listaverk hafa skipt
um hendur, á uppboðum hér
heima og í útlöndum, fyrir
allt að 77 milljónir króna,
á sex vikna tímabili frá 15.
september til 31. október
næstkomandi. Gangi það eftir
mun þetta vera ein mesta
velta með íslensk verk á upp-
boðum á svo stuttu tímabili
sem elstu og reyndustu menn
muna. Það sem er „íslenskt“
getur þó verið teygjanlegt
hugtak. Sá fyrirvari skal
því hafður á að inni í þess-
um tölum er sala á verkum
Ólafs Elíassonar, sem bæði
Íslendingar og Danir vilja
eigna sér.
Síðastliðinn sunnudag stóð
Gallerí Fold fyrir uppboði í
Súlnasal Hótel Sögu þar sem
128 verk voru í boði. Meðal
annars voru þarna verðmæt
verk eftir Jón Stefánsson,
Þorvald Skúlason, Svavar
Guðnason, Kjarval, Gunnlaug
Blöndal, Nínu Tryggvadóttur
og fleiri mæta listamenn.
Nánast öll verkin á uppboðinu
seldust og var heildarsöluand-
virði þeirra samtals rúmar
22 milljónir króna. Að sögn
Tryggva Páls Friðrikssonar,
listmunasala og uppboðshald-
ara hjá Gallerí Fold, var upp-
boðið fjörugt og fjölmennt. Í
boði var óvenjumikið magn
reglulega góðra mynda og
verðmæti þeirra þar af leið-
andi meira en á uppboðum
almennt hér á landi.
GÓÐ SALA VÍÐAR EN Á
ÍSLANDI
Íslensk verk hafa selst
vel víðar en hér á landi að
undanförnu. Á uppboði hjá
danska uppboðsfyrirtæk-
inu Bruun Rasmussen í
Kaupmannahöfn seldust
nýverið myndir eftir íslenska
listamenn fyrir á bilinu 12 til
13 milljónir íslenskra króna.
Þar á meðal voru átta mynd-
ir eftir Þorvald Skúlason og
mun metverð hafa fengist
fyrir verkin hans. Einnig
fóru myndir eftir Svavar
Guðnason, Ólaf Elíasson,
Eggert Guðmundsson, Erró,
Jón Helgason, auk annarra.
Eitt verk eftir Jón Stefánsson,
sem var selt í síðustu viku af
uppboðsfyrirtækinu Lauritz,
var slegið á fjórar milljónir
króna. Talið er að þetta sé
hæsta verð sem fengist hefur
fyrir verk eftir Jón.
Þann 31. október næst-
komandi verður svo breska
uppboðsfyrirtækið Christie’s
með uppboð með verkum eftir
norræna listamenn. Nokkuð
verður þar af verkum eftir
íslenska listamenn. Þar verða
til sölu nokkur verk eftir Ólaf
Elíasson, samtals metin á 133
til 197 þúsund pund, sem
jafngildir 16 til 25 milljónum
króna. Þar verður jafnframt
til sölu eitt olíumálverk eftir
Kjarval, verk eftir Louisu
Matthíasdóttur og eitt eftir
Nínu Tryggvadóttur. Gangi
það uppboð vel fyrir sig og
seljist öll verkin má samtals
gera ráð fyrir að þau verk
fari á bilinu 206 til 297 þús-
und punda eða sem nemur um
26 til 38 milljónum króna.
Upphæðirnar sem hér um
ræðir eru án allra höfund-
arréttargjalda og annarra
þóknana sem leggjast ofan á
söluverð listaverka. Þau gjöld
eru misjöfn eftir löndum en
gróflega má gera ráð fyrir að
með því að leggja 25 prósent
ofan á slegið virði sé talan
nær lagi. Þar að auki ganga
listaverk kaupum og sölum á
hverjum degi, meðal annars
á sýningum og á vinnustofum
listamannanna sjálfra.
Myndlist fyrir milljarð
Samtímalist krafsar í köku meistaranna
Sjóvá hefur ákveðið að selja öll sín klassísku listaverk og kaupa og styðja frekar við samtímalist. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst
að raun um að eigendur stórra listaverkasafna hyggjast ekki feta sömu slóð, heldur gera nýrri og eldri list jafnhátt undir höfði.
MÁLVERK EFTIR GUNNLAUG BLÖNDAL
MÁLVERK EFTIR LOUISU MATTHÍASDÓTTUR
MÁLVERK EFTIR JÓN STEFÁNSSON
V E R K E L D R I M E I S T A R A
TRYGGVI PÁLL FRIÐRIKSSON HJÁ GALLERÍ FOLD Hann telur að íslenski
myndlistarmarkaðurinn velti um milljarði á ári hverju.