Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 70
MIÐVIKUDAGUR 18. október 2006 21 UMRÆÐAN Hleranir Í grein í Fréttablaðinu í fyrradag segir Össur Skarphéðinsson: ,,Í þriðja lagi staðhæfir Þór Whitehead að bæði fyrir – og eftir! að kalda stríðinu lauk hafi íslensk- ir öryggisþjónustumenn í sam- starfi við þýska kollega rannsakað fortíð róttækra Íslendinga sem voru í námi austantjalds. Spurt er: Hver var tilgangurinn með þess- ari rannsókn, hver fyrirskipaði hana og á hvaða lagaheimildum byggðist hún . . . Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og fleiri úr röðum námsmanna austan- tjalds voru árum saman erfiðustu og hörðustu andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins. Nærtækast er að forystumenn íhaldsins hafi fyrir- skipað rannsóknina til að finna höggstað á þeim í stjórnmálabar- áttu. Þór Whitehead segir hreint út að tilgangur rannsóknarinnar hafi beinlínis verið að grafast fyrir um hvort einhver úr hópnum hafi gerst njósnari fyrir austur- þýsku leyniþjónustunnar STASI. Menn geta ímyndað sér hvernig skrímsladeild Sjálfstæðisflokks- ins hefði notað slíkar upplýsingar, ef svo hefði verið. Heimildarmaður minn um könnun vestur-þýsku öryggisþjón- ustunnar á STASI-tengslum Íslendinga er Róbert Trausti Árna- son, sem var vara-fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalag- inu í Brussel undir lok kalda stríðsins. Samkvæmt frásögnum, sem hann segir styðjast við dag- bækur sínar, voru það tveir ráð- herrar í ríkisstjórn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, sem mæltust til þess í desember 1989 að hann rannsakaði, hvort einhverjir Íslendingar hefðu verið í þjónustu austur-þýsku leynilögreglunnar. Ráðherrarnir hafi verið þeir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra og yfirmaður hans í utan- ríkisþjónustunni, og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. ,,Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI,“ eins og segir í skriflegri frásögn Róberts Trausta. Svavar var þá menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Róbert Trausti kveðst hafa verið ,,mjög tregur til verksins, því að hvorki Steingrímur né Jón Baldvin gátu eða vildu fyrri hluta árs 1990 gefa . . . viðunandi svör um það, hvernig þeir eða íslensk stjórnvöld myndu nota hugsanleg- ar upplýsingar um mögulega íslenska erindreka STASI“. Ráð- herrarnir hafi ekki getað gefið sér nein ,,fyrirmæli“ um verkið og ekki viljað ,,opinbera þessa eftirgrennslan sína innan íslenska stjórnkerfisins“. Ráð- herrarnir hafi tekið sér- staklega fram við sig, að ekkert mætti fréttast um þetta til Árna Sigur- jónssonar, forstöðu- manns Útlendingaeftir- litsins, sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Eftirgrennslan á vegum ráðherra Róbert Trausti segir að eftir ítrek- uð tilmæli frá Jóni Baldvin hafi hann snúið sér til vestur-þýskra öryggisþjónustumanna í janúar 1990, en fengið ,,kuldalegar við- tökur“. Svör hafi verið á þessa leið: 1. Bandaríkjamenn hafi öll mikil- vægustu STASI-skjöl, sem ekki hurfu til Moskvu undir höndum. Það tæki mörg ár að finna svona upplýsingar. 2. Þýsk stjórnvöld verða að virða ákvæði laga um persónuvernd og um friðhelgi einkalífins. 3. Hvernig hyggjast íslensk stjórnvöld nota upplýsingarn- ar, ef þær eru til og ef þær verða þá látnar af hendi? 4. Verður höfðað opinbert mál á hendur meintum íslenskum STASI-erindrekum og þá sam- kvæmt hvaða íslenskum lögum? 5. Af framantöldu mætti öllum vera ljóst . . . að vilji íslensk stjórnvöld fá upplýsingar um íslenska ríkisborgara verður óhægt um vik að láta þær upp- lýsingar af hendi ef ekki ómögulegt. Róbert Trausti segist við svo búið hafa leitað til bandarískra leyni- þjónustumanna í Þýskalandi. Þeir hafi í fyrstu tekið erindi sínu vel ,,og töldu ekki óeðlilegt að Ísland, rétt eins og önnur bandalagsríki sýndi þessum STASI-skjölum áhuga vegna síns eigin öryggis. Hin Norðurlöndin væru að biðja um svipaða fyrirgreiðslu. En stuttu síðar hefðu Bandaríkja- mennirnir skyndilega orðið ,,blátt áfram fjandsamlegir“. Honum hefði verið ljóst, að kippt hefði verið ,,í spotta í Washington DC og sagt að þessa óhefðbundnu íslensku eftirgrennslan yrði að stöðva og það yrði að gera á afger- andi hátt“. Róbert Trausti segir að þetta hafi síðan verið staðfest á fundi með bandarískum leyniþjónustu- mönnum í Þýskalandi í febrúar 1990, en þar hefði and- rúmsloftið verið fjand- samlegt: ,,hollast væri fyrir mig að láta af allri eftirgrennslan. Engin skjöl yrðu látin af hendi en það eitt staðfest að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónust- an mætavel.“ Róbert Trausti segir að nokkru síðar eða snemma árs 1990 hafi hann síðan fengið ítar- legri svör frá Þjóðverjum við eft- irgrennslan sinni: 1. STASI njósnaði um alla Vest- urlandamenn sem komu til þýska alþýðulýðveldisins og Íslendingar voru þar ekki und- anskildir. 2. Þá varð STASI ekkert ágengt í því að ráða sér íslenska erind- reka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra. 3. Tengslin á milli þess hluta íslenskrar vinstrihreyfingar, sem var höll undir austan- tjaldsríkin, lágu ekki um . . . hendur leyniþjónustumanna, heldur um hendur æðstu for- ystumanna kommúnistaflokk- anna í þessum ríkjum. Róbert Trausti segir, að hann hafi skýrt Jóni Baldvin Hannibalssyni frá þessum niðurstöðum af eftir- grennslan sinni, þegar þeir hittust mánudaginn 12. febrúar 1990. Afskiptum hans af þessum málum hafi annars lokið á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í London 5.- 6. júlí 1990, þar sem hann hefði hitt Steingrím og Jón Baldvin. Þá hefðu þeir sagt sér að þeir hefðu misst áhuga á málinu, enda hefði hann þá verið búinn að gera þeim fulla grein fyrir því að hann kæm- ist ekki lengra í eftirgrennslan sinni. Árið 1993 hefði hann loks sagt Jóni Baldvin, að væri enn áhuga á þessu máli, þá bæri að leita til sérlegs umboðsmanns þýsku ríkisstjórnarinnar, sem varðveitti skjöl STASI. Spurningum svarað Össur Skarphéðinsson komst m.a. svo að orði í Fréttablaðinu í fyrra- dag: ,,Þór gefur tvennar heimildir fyrir pólitískum rannsóknum sem fram fóru eftir lok kalda stríðsins. Önnur var hægri hönd einstaklings sem Þór upplýsir að hafi stjórnað hinni ,,strangleynilegu öryggis- þjónustu“. Hinn [þ.e. Róbert Trausti Árnason] var skrifstofu- stjóri varnarmáladeildar undir lok kalda stríðsins, og síðar ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu. Þetta eru trúverðugar heimildir.“ Eins og hér hefur komið fram, var fullyrðing mín um könnun þýsku öryggisþjónustunnar á STASI-tengslum Íslendinga reist á frásögn Róberts Trausta. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að íslenskir öryggisþjónustumenn hafi átt frumkvæði að neinni slíkri könnun. Heimildarmaður minn úr örygg- isþjónustunni íslensku staðfesti einungis að niðurstaðan (eins og ég lýsti henni fyrir honum eftir Róberti Trausta), hefði verið á þá leið, sem öryggisþjónustan sjálf hefði talið líklegasta undir lok kalda stríðsins, þ.e. að STASI væri ekki með neina erindreka á Íslandi á sínum vegum. Þessi niðurstaða hefði m.a. byggst á upplýsingum utanlands frá. Slíkar upplýsingar voru, eins og Róbert Trausti taldi sig komast að í eftirgrennslan sinni, sendar af þar til bærum aðil- um í Þýskalandi til öryggisþjónust- uyfirvalda í Atlantshafsbandalags- ríkjum og hlutlausum Evrópuríkjum, enda höfðu menn þá enn ástæðu til að ætla að sov- éska (og síðar rússneska) leyni- þjónustan kynni að nota skrár, sem hún hafði fengið um erindreka STASI, til að ráða þá eða þvinga í þjónustu sína. Nú hef ég svarað eftir bestu getu þeim spurningum, sem Össur Skarphéðinsson varpaði fram í grein sinni. Þegar ég skrifaði rit- gerð mína í Þjóðmálum hafði ég ekki hugsað mér að segja frá því, hvað hrinti af stað sérstakri könn- un þýsku öryggisþjónustunnar á þessu máli að sögn heimildar- manns míns, því að ég leit á það sem trúnaðarmál utan við efnis- rammann. Ég get þó aðeins bætt því við, að rannsókn mín á STASI- skjölum hjá umboðsmanni í Berlín hneig að svipaðri niðurstöðu og þeirri, sem Róbert Trausti skýrði mér frá áður, en ég greindi honum frá minni eigin: Ég hefði aðeins fundið eitt dæmi um að Íslending- ur í Austur-Þýskalandi hefði um skeið gerst hjálparmaður STASI. Hér hefði verið um að ræða ungan og eflaust áhrifagjarnan mann, sem Sósíalistaflokkurinn íslenski hefði falið að halda uppi tengslum við ,,bræðraflokk sinn“ austur- þýskan fyrir hönd íslenskra náms- manna, sem dvöldust eystra á vegum flokksins. Leynilögreglan hefði ætlað að nota þennan unga mann til að ráða sér fasta erind- reka á meðal Íslendinga í Þýska- landi, en það ekki tekist, þótt eftir því væri leitað. Umleitunum hefði samkvæmt skýrslu STASI m.a. verið hafnað, þar sem viðkomandi maður hefði reynst algjörlega ófús til njósna og m.a. vísað til þess að á Íslandi hefði nýlega verið flett ofan af tilraun sovétleyniþjónustunnar til að ráða sér erindreka. Þar var öryggisþjónustan íslenska einmitt að verki, eins og sagt er frá í Þjóð- málum. Höfundur er sagnfræðingur STASI og skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins ÞÓR WHITEHEAD UMRÆÐAN Heilsugæsla Í framhaldi af grein minni um bíl-slys og afleiðingar þeirra (birt í Fréttablaðinu 10.10.2006) ber að að nefna að í bráðalæknis- þjónustu hefur notkun hálskraga minnkað tals- vert sem stöðluð með- ferð eftir umferðarslys. Það kom fram í grein- inni að „flestir eru sam- mála um notkun háls- kraga“. Í raun eru flestir læknar og sjúkraþjálf- arar í dag sammála um það að nota ekki háls- kraga eftir umferðarslys (nema í þeim fáu alvarlegu tilfellum sem brot á hálslið er til staðar). Í mörgum rannsóknum hafa verið borinn saman árangur mis- munandi meðferða eftir umferðar- slys, en meðferðirnar eru annars vegar hefðbundin meðferð sem felst í notkun hálskraga í nokkra daga og hins vegar að nota engin ekki hálskraga ásamt sjúkraþjálf- un (léttar æfingar fyrir háls, herð- ar og bak). Árangurinn er mældur út frá því hversu lengi viðkomandi er að ná sér af verkjum og einnig hversu lengi viðkomandi er frá vinnu sökum einkenna eftir slysið (álagsbundinn verkur í aftanverðum hálsi og herðum og höfuðverk- ur). Niðurstöður benda til þess að notkun háls- kraga seinki lækninga- ferlinu talsvert og þar með batanum. Þannig er besta meðferðin virkar æfingar fyrir háls og herðar ásamt því að forðast of mikla hvíld (liggjandi eða sitjandi). Helstu rök fyrir þessu eru að hálsvöðvar eru virkjaðir og þannig tapast ekki vöðvastyrkur í djúpu hálsvöðvunum sem veita m.a. hálsliðum stöðugleika. Háls- kragi veitir ytri stöðugleika en með notkun hans slappast djúpu hálsvöðvanir og þegar hætt er að nota hálskragann versnar viðkom- andi gjarnan í kjölfarið. Höfundur er sjúkraliði Hálskragar eftir aftanákeyrslur? GUÐJÓN KARL TRAUSTASON ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum ���������������������� ��� ������������ ��� ��������������� ������� ����� ��� ��������� ����������� ����� ������ ������������ ���� �������� �� ���������� ��� �������� ����� ����������� ��� �������� ������ �������������������������������� ������ ������������ ������� ������� ��� ������ ������������ Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS ����� ���������� ������� ���������� ����� ������������ ����������� ���������������� �������������� ������������ ���������� ��������������� ��������������� ������������ ���������� ���������������� MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.