Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 79

Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 79
 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Tónlistarmaðurinn Toggi hélt útgáfuteiti á Hverfisbarnum um síðustu helgi í tilefni af útkomu sinnar fyrstu plötu, Puppy. Platan hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og hafa lögin Heart in Line og Turn Your Head Around hlotið mikla spilun í útvarpi. Lag Togga, Sexy Beast, hefur jafn- framt verið notað í auglýsingu Coca Cola Light að undanförnu sem margir hafa veitt athygli. Toggi tók að sjálfsögðu lagið í útgáfuteitinu og kunnu gestirnir vel að meta frammistöðu kappans. Ómþýðir tónar í útgáfuteiti TOGGI Tónlistarmaðurinn Toggi söng lög af plötunni á Hverfisbarnum við góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN FORELDRAR Foreldrar Togga, þau Anna Guðmundsdóttir og Haraldur Þorvaldsson, mættu í útgáfuteitið. FYLKISMENN Í STUÐI Fylkismennirnir Kristinn Tómasson, Gunnar Þór Pétursson, Finnur Kolbeinsson, Þórhallur Dan og Elmar Jóhannsson voru í hörkustuði. SJÓLIÐAR SKEMMTU SÉR Sjóliðarnir af herskipinu USS Wasp, þeir Michael Hicks, Juan Ramirez og Samson Burk, skemmtu sér vel. HLUSTUÐU MEÐ ATHYGLI Svanur Jónsson, Vigdís Jóhannsdóttir og Guðný Júlía Gústafsdóttir hlustu með athygli á ómþýða tóna Togga. Bandaríski rapparinn Fabolous var skotinn í lærið í bílakjallara á Manhattan á þriðjudagsmorgunn. Um eitt skot var að ræða og var rapparinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann er á batavegi. Fjórir menn hafa verið handteknir fyrir athæfið en lögreglan á enn eftir að komast að því hver þeirra skaut af byssunni. Fabolous, sem er m.a. þekktur fyrir lögin Breathe og Can´t Deny It, syngur jafnan um ástarlíf og ofbeldisfullt götulíf í textum sínum. Fabolous skotinn FABOLOUS Bandaríski rapparinn var skotinn í lærið og dvelur á sjúkrahúsi. Eins og kunnugt er var breska strákabandið Take That statt hér á landi í byrjun mánaðarins við upp- tökur á nýju myndbandi. Take That-menn eru nýkomnir í gang eftir langt hlé og hafa meðlimir hennar nú lýst reynslu sinni af Íslandi við breska dagblaðið Daily Star. Strákarnir héldu að Ísland yrði þakið snjó á þessum tíma árs en þeim fannst eins og þeir væru staddir á tunglinu. Einnig kemur fram að þegar sveitin var við upp- tökur á jarðhitasvæði, líklegast Geysissvæðinu eða hjá Krísuvík, voru aðdáendur í humátt á eftir þeim að fela sig bak við sjóðandi hveri. Strákarnir óttuðust því um líf aðdáenda sinna og ákváðu að gefa sig fram við þá og veita þeim eiginhandaráritanir. „Það kom á óvart að aðdáendur okkar á Íslandi gerðu sér sérstaka ferð upp í sveit til þess eins að berja okkur augun. Það fannst okkur aðdáunarvert framtak enda tökustaðir langt frá bæjum og borgum.“ Sveitin er skipuð strákunum Mark Owen, Gary Barlow, Jason Orange og Howard Donald en eins og fram hefur komið áður vildi söngvarinn Robbie Williams ekki ganga til liðs við gömlu félaga sína á ný. Eldheitir aðdáendur Take That á Íslandi ÓTTUÐUST UM AÐDÁENDUR SÍNA Strákabandið Take That var við upptökur hér á landi í byrjun mánaðarins og hefur lýst reynslu sinni af landinu við breska fjölmiðla. Sýningar á leiknum Gegndrepa hefjast næstkomandi fimmtudag á Skjá einum. Upptökur eru byrj- aðar og í fyrsta þættinum verða keppendur kynntir til leiks ásamt því að þrjár árásir verða sýndar. Karl Lúðvíksson, annar framleið- andi þáttanna, segir að tökur hafi gengið vonum framar. Leikurinn gengur út á það að 20 einstakling- ar heyja vatnsstríð á götum Reykjavíkur og sá sem stendur uppi sem sigurvegari fær hálfa milljón að launum. Keppendur verða að reyna að taka úr umferð hina keppendurna með vatns- blöðrum eða vatnsbyssum og því er mikið búið að ganga á í tökum þáttanna. „Okkur bárust yfir þúsund umsóknir og það var hinn dular- fulli Herra X sem valdi þessa ein- staklinga úr hópnum,“ segir Karl en það vekur athygli að ansi margar konur eru í hópi kepp- enda þó að kynjahlutfallið sé ekki ljóst. Einnig er aldursbilið breitt en yngsti keppandinn er 18 og elsti 43 ára. Herra X stjórnar þáttunum og ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hver þessi dularfulli maður sé. Hann heldur þó nafni sínu og útliti leyndu og verður spennandi að sjá hvort hann mun stíga fram í dagsljósið í þáttun- um. Leikstjóri þáttanna er Guð- jón Jónsson og framleiðsla þátt- ana er undir stjórn Spark Kvikmyndagerð. -áp Vatnsstríðið hafið VATNSSTRÍÐ Þættirnir Gegndrepa byrja á Fimmtudaginn á Skjá einum og munu áhorfendur þá geta fylgst með einstakling- um í vatnstríði á götum Reykjavíkurborgar. HERRA X Þessi dularfulli maður stjórnar þáttunum með harðri hendi og mun jafnvel líta dagsins ljós áður en þættirnir taka enda. Bindi Irwin, átta ára dóttir „krók- ódílafangarans“ Steves Irwin, sem lést í síðasta mánuði, mun feta í fótspor föður síns í nýjum dýra- þætti sem nefnist Bindi, The Jung- le Girl. Þátturinn verður frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Discovery Kids snemma á næsta ári. Faðir hennar lést eftir að stingskata stakk hann undan ströndum Ástralíu. Lét hann eftir sig eiginkonu, Bindi og soninn Bob sem er tveggja ára. Upphaflega áttu Bindi og faðir hennar að vera í aðalhlutverki í þættinum. Þrátt fyrir dauða Steves var ákveðið að fá Bindi til að halda áfram. Myndskeið með feðginunum sem voru tekin upp fyrir dauða Steves verða notuð í þættinum. „Sumir segja að ég eigi að vera hrædd en ég er aldrei hrædd við dýr,“ sagði Bindi. Í fótspor föðurins BINDI IRWIN Dóttir Steves Irwin er að byrja með nýjan sjónvarpsþátt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP������������������������� ����������������������������� ������������������������������ ������������������������ ������������������������ �������������������� ������������� � ������������� ������� ��������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.