Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 83
34 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Í Fréttablaðinu í gær
var gagnrýnt að Roland Valur
Eradze væri sagður meiddur í
fréttatilkynningu HSÍ vegna vals
á landsliði á sama tíma og hann
spilaði alla leiki Stjörnunnar með
ágætum árangri. Til að mynda lék
hann með liðinu degi eftir að
hann var sagður meiddur í
fréttatilkynningu HSÍ.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, vildi koma
því á framfæri að staðreyndin
með Roland væri sú að hann æfði
ekkert með liðinu heldur spilaði
eingöngu. Þess utan væri hann
illa haldinn eftir leiki og þar af
leiðandi gæti hann ekki spilað tvo
leiki í röð sem hentar illa fyrir
landsliðið sem ávallt spilar þétt.
Einar játaði jafnframt að
tilkynningin hefði getað útskýrt
málið betur en hún gerði.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins eru litlar sem
engar líkur á því að Roland verði
með landsliðinu á HM í janúar
enda á hann langt í land með að
ná fullum bata. Hann mun
tæplega ná fullum bata fyrr en
hann fer í aðgerð sem hann hefur
ekki látið verða af.
- hbg
Roland Valur Eradze:
Spilar en getur
ekki æft
ROLAND ERADZE Er ekki í góðu standi
og spilar eingöngu en æfir ekkert.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
> Úrskurður væntanlegur í vikunni
Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ mun síðar
í vikunni úrskurða um stöðu Hafþórs Ægis
Vilhjálmssonar hjá ÍA. Hafþór er samningsbundinn
ÍA til 2008 en skrifaði í síðasta mánuði undir viðauka
við samning sinn sem sagði að hann yrði laus allra
mála í lok október ef Guðjón Þórðarson tæki við
þjálfun liðsins. Sú er raunin en ný rekstrarstjórn
meistaraflokks ÍA telur viðaukann ekki löglegan og var
því farið fram á úrskurð nefndarinnar
um stöðu leikmannsins. Hafþór
hefur verið til reynslu hjá sænska
1. deildarliðinu Norrköping
undanfarið en er sagður vera klár
með samning við Val fari hann
ekki utan.
FÓTBOLTI Íslenski landsliðsfyrirlið-
inn Eiður Smári Guðjohnsen er
búinn að bíða lengi eftir kvöldinu í
kvöld er hann mætir sínu gamla
félagi Chelsea í meistaradeildinni.
Eiður gerði garðinn frægan hjá
félaginu í sex ár en var seldur síð-
asta sumar til Barcelona fyrir
einn milljarð íslenskra króna.
Eiður og félagar í Barcelona
komu til London í gær og Frétta-
blaðið heyrði í Eiði rétt áður en
hann fór á æfingu með liðinu.
„Það verður skrítin tilfinning
að koma aftur á Stamford Bridge
og ég vona ég fari ekki í rangan
búningsklefa. Ég var náttúrulega
lengi hjá Chelsea og þekki nánast
alla í kringum félagið og það verð-
ur svolítið sérstakt að hitta allt
þetta fólk á nýjan leik,“ sagði
Eiður Smári en Chelsea hyggst
afhenda Eiði verðlaun fyrir leik-
inn sem þökk fyrir framlag hans í
garð Chelsea. „Ég var að frétta af
þessu rétt áðan og þetta er mikill
heiður fyrir mig og þeir sýna mér
mikla virðingu með þessari athöfn.
Fyrir það er ég þakklátur.“
Bresk og spænsk blöð hafa
verið uppfull af fréttum þess efnis
að Eiður Smári muni veita Frank
Rijkaard, þjálfara Barcelona, mik-
ilvægar upplýsingar um Chelsea-
liðið sem geti haft stór áhrif á
útkomu leiksins. Ekki hafa öll blöð
slegið þessu upp og því er spurn-
ingin hvort þetta sé satt?
Algjört kjaftæði í gulu pressunni
„Satt best að segja er þetta
algjört kjaftæði. Ég var spurður
að þessu fyrir löngu og svaraði þá
að ég myndi veita þá hjálp sem ég
yrði beðinn um. Gula pressan á
Englandi tók þetta mál síðan og
blés það upp því þeir vilja búa til
fyrirsagnir. Ég er þess fullviss að
þjálfarateymi okkar veit nóg um
Chelsea-liðið og þeir þurfa ekki
mína hjálp. Það hefur ekkert verið
leitað til mín ennþá en kannski
spyr Rijkaard að einhverju fyrir
leik,“ sagði Eiður sem er greini-
lega hættur að kippa sér upp við
misvísandi sögur í bresku press-
unni.
Leikir Chelsea og Barcelona
síðustu tvö ár í meistaradeildinni
hafa verið stórkostleg skemmtun
og skemmtilegur rígur hefur
myndast á milli liðanna. Ætli Jose
Mourinho, stjóri Chelsea, undir-
búi lið sitt öðruvísi fyrir leiki gegn
Barcelona?
„Nei, en undirbúningurinn
fyrir leiki í meistaradeildinni er
samt alltaf öðruvísi hjá Chelsea og
það er oftast gist á hóteli nóttina
fyrir leik en það er ekki gert fyrir
deildarleiki.“
Hætti að tala við Terry og Lampard
Eiður Smári eignaðist góða vini
á tíma sínum hjá Chelsea og hann
heldur enn góðu sambandi við
ensku landsliðsmennina John
Terry og Frank Lampard. Eiður
segist lítið hafa verið í sambandi
við þá fyrir leikinn.
„Ég hringdi í þá báða um dag-
inn og við ákváðum að vera ekkert
að tala aftur saman fyrr en eftir
leikinn,“ sagði Eiður Smári en
Terry mun væntanlega þurfa að
hafa gætur á félaga sínum í leikn-
um en óttast Eiður að Terry muni
taka hraustlega á honum. „Ég held
að John Terry og varnarmenn
Chelsea taki fast á öllum leik-
mönnum. Sama hvort það er ég
eða einhver annar. Þannig að ég
veit hvað er í vændum,“ sagði
Eiður en hann átti ekki von á því
að Terry myndi stríða sér með ein-
hverjum óþverrabrögðum.
Hef ekkert að sanna
„Ég er búinn að hugsa mikið
um þennan leik og hvernig það
verði að labba aftur inn á völlinn í
búningi andstæðingsins. Þetta
verður örugglega mjög skrítið en
svona er fótboltinn. Hlutirnir eru
fljótir að breytast og hverjum
hefði dottið í hug fyrir ári síðan að
ég myndi spila hér með Barcelona.
Þetta verður spennandi og ég
hlakka mikið til,“ sagði Eiður sem
telur sig ekki hafa neitt að sanna í
leiknum.
„Ég tel mig hafa sannað mig
nægilega á mínum árum hjá Chel-
sea og ég tel mig ekki þurfa að
gera neitt aukalega þó þetta sé
mitt gamla félag. Ég skildi við
Chelsea á góðum nótum og það er
allt í góðu á milli mín og Mourinhos.
Við berum mikla virðingu hvor
fyrir öðrum,“ sagði Eiður sem
hefur eðlilega mikið pælt í því
hvað hann gerir ef hann skorar.
„Ég hugsa að ég fagni bara létt ef
ég skora. Annars er erfitt að segja
og það veltur líka á því hvernig
leikurinn spilast.“
Það hefur verið mikið álag á
Eiði síðustu vikur og hann virkaði
þreyttur á köflum gegn Svíum í
Laugardal. „Það sat í manni smá
þreyta eftir þessa landsleiki sem
er eðlilegt þar sem ég hef ekki
spilað mikið á tímabilinu og þurfti
á þessum leikjum að halda til þess
að komast í betri leikæfingu,“
sagði Eiður sem veit ekki hvort
hann verði í byrjunarliðinu en
fastlega má gera ráð fyrir því þar
sem hann hefur verið í liðinu síðan
Eto´o meddist. Eiður á ekki von á
því að Barca leggist í vörn og
reyni að halda stigi.
„Það er bara einn stíll hjá
Barcelona og það er sækja til sig-
urs sama hvert við förum,“ sagði
Eiður Smári Guðjohnsen.
henry@frettabladid.is
Þetta verður örugglega skrítið
Eiður Smári Guðjohnsen snýr aftur á Stamford Bridge í kvöld með sínu nýja félagi Barcelona. Eiður Smári
segir í viðtali við Fréttablaðið að það verði eflaust skrítin tilfinning að labba inn á völlinn í búningi and-
stæðings Chelsea. Hann segir einnig að Barcelona muni leika til sigurs eins og alltaf.
Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Eiður hefur
lítið verið í sambandi við Terry og Lamp-
ard fyrir leikinn. Þeir verða aftur vinir
eftir leikinn. GETTY IMAGES
HLAKKAR MIKIÐ TIL Eiður Smári segist vera búinn að bíða spenntur eftir því að koma
á Stamford Bridge með Barcelona en góðvinur hans John Terry lendir væntanlega í
því að dekka Eið í leiknum FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
A-riðill:
CHELSEA - BARCELONA SÝN
WERDER BREMEN - LEVSKI SOFIA
B-riðill:
INTER - SPARTAK MOSKVA
S. LISBON - B. MUNCHEN SÝN EXTRA 2
C-riðill:
BORDEAUX - LIVERPOOL SÝN EXTRA
GALATASARAY - PSV EINDHOVEN
D-riðill:
OLYMPIAKOS - AS ROMA
VALENCIA - SHAKTAR DONETSK
LEIKIR KVÖLDSINS
Knattspyrnumaðurinn Jóhann Þórhallsson er á leið frá Grinda-
vík eftir að hafa verið hjá liðinu í eitt ár. Grindavík féll í haust
og það þrátt fyrir að Jóhann hafi verið meðal markahæstu
manna deildarinnar. Vitað er að mörg lið hafa áhuga á
Jóhanni og segir hann sjálfur við Fréttablaðið að hann sé í
viðræðum við 2-3 lið. Þó sé aðeins eitt sem komi til greina í
hans huga.
„Ég get þó ekki greint frá því á þessari stundu hvaða lið það
er sem um ræðir,“ sagði Jóhann. Samningur hans við
Grindavík segir að honum er frjálst að fara frá
Grindavík á lánssamningi í eitt ár og eftir það yrði
hann laus allra mála í Grindavík. Honum hefur
því verið leyft að ræða við önnur félög.
Jóhann staðfesti einnig að Grindavík hefði
hafnað tilboði frá Esbjerg, úrvalsdeildarliði í
Danmörku, sem kom í Jóhann fyrr í sumar. „Ég
veit reyndar ekki hvað tilboðið var hátt en mér
skilst að það hafi verið þokkalegt. Og mér þykir
svo sem ekki ólíklegt að þeir væru enn til í að fá
mig fyrst þeir voru reiðubúnir að gera tilboð í mig.“
Hann segir að atvinnumennskan heilli og sé umboðsmað-
ur hans, Arnór Guðjohnsen, að kanna hvaða möguleikar
standi honum til boða. „Ég hef þó ekki mikinn áhuga á
að fara til margra liða í reynslu. Ég vil frekar að lið taki
ákvörðun um að fá mig til liðsins þó að það sé vitanlega
alltaf hollt að skoða viðkomandi lið áður en maður skrifar
undir eitthvað.“
Jóhann hefur komið víða við á sínum meistaraflokksferli
sem hófst með Þór á Akureyri. Árið 1999 fór hann
til KR en náði sér aldrei á strik í Vesturbænum
og fór aftur í Þór tveimur árum síðar. Árið 2003
skipti hann yfir í KA en fór svo í Grindavík fyrir
tímabilið sem fyrr segir. Hann hefur á þessum
tíma þrívegis fallið úr efstu deild með jafn
mörgum liðum en hefur engu að síður verið
iðinn við markaskorun. Árið 2002 skoraði hann
tíu mörk með Þór í efstu deild, rétt eins og
hann gerði með Grindavík í sumar.
JÓHANN ÞÓRHALLSSON: Á Í VIÐRÆÐUM VIÐ 2-3 LIÐ Í LANDSBANKADEILD KARLA
Grindavík hafnaði tilboði frá Esbjerg