Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 6

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 6
6 19. október 2006 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra sagði við utan- dagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mót- mælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjöl- far þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórn- völd fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræði- legar forsendur til að hefja hval- veiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumk- unarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneyt- isins áttu í gær fund með sendi- herrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkj- anna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hval- veiðarnar. Málið var fyrirferðar- mikið á fréttavef breska ríkisút- varpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Frétta- stofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Græn- friðunga og annarra umhverfis- verndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Mynd- skeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Wash- ington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndar- samtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar. svavar@frettabladid.is KJÖRKASSINN Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Guðfinna S. Bjarnadóttir Valfrelsi og skapandi umhverfi www.gudfi nna.is Hádegisverðarfundur fi mmtudaginn 19. október kl. 12.00–13.00. Guðfi nna S. Bjarnadóttir kynnir stefnumál sín og situr fyrir svörum. Staður: Kosningaskrifstofan í Landsímahúsinu við Austurvöll. Verið velkomin, stuðningsfólk Guðfi nnu S. Bjarnadóttur. Framtíðin okkar KOSNINGASKRIFSTOFA GUÐFINNU S. BJARNADÓTTUR LANDSÍMAHÚSINU VIÐ AUSTURVÖLL Sími 591 1100 gudfinna@gudfinna.is Opið virka daga kl. 10:00–20:00 Helgar kl. 10:00–18:00 Hvalveiðar vekja at- hygli um allan heim Fjölmiðlar víða um heim greina frá hvalveiðum Íslendinga hver í kapp við ann- an. Stjórnvöld fjölmargra ríkja hafa komið skoðunum sínum á framfæri. Mót- mæli eru ekki talin eins harkaleg og búast hefði mátt við fyrirfram. HVALUR 9 Hvalveiðiskipið sigldi til hvalveiða í fyrsta skipti í mörg ár á þriðjudag. Veiðarnar hafa vakið mikla athygli en ekki eins hörð viðbrögð og margir bjuggust við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Aðspurður segir hann mótmæli Bandaríkj- anna ekki koma sér á óvart en að þau séu mótsagnakennd. „Mér finnst það afskaplega skrítið og ég hef talið að við værum í góðra vina hópi þegar við færum að veiða hval í atvinnuskyni. Við fylgjum í fótspor Bandaríkja- manna að þessu leyti. Við erum hér að veiða hvali óralangt innan þeirra marka sem vísindamenn telja óhætt og þó að mótmæli bandarískra stjórnvalda komi mér ekki beint á óvart þá finnst mér þau mjög mótsagnakennd, þó ekki sé nú meira sagt. Ég veit að þeir eru að veiða mun meira en heimildin sem ég gaf út kveð- ur á um og mun stærra hlutfall úr veiðistofninum en við erum að gera.“ Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið Einari á óvart á neinn hátt. „Ég hef heyrt við- brögðin frá breskum stjórn- völdum og ég veit að Nýsjálend- ingar hafa látið í sér heyra. Ég bjóst við því þar sem þetta eru þjóðir sem eru þekktar fyrir andstöðu gegn hvalveiðum. Ég hefði verið undrandi ef þessar þjóðir hefðu ekki ítrekað sjón- armið sín.“ Gísli Víkingsson, hvalasér- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir Bandaríkjamenn veiða Grænlandssléttbak við Alaska undir formerkjum frum- byggjaveiða. Árið 2004 veiddu Japanar mest allra þjóða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í tonn- um talið en Bandaríkjamenn og Rússar fylgdu þar í næstu sætum með veiði í kringum 2.000 tonn. - shá Ráðherra um mótmæli bandarískra stjórnvalda: Telur andstöðuna vera mótsagnakennda EINAR K. GUÐFINNSSON Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið sjávar- útvegsráðherra á óvart. Treystir þú ríkissaksóknara til að stjórna hlerunarrannsókn? Já 39,3% Nei 60,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga skólamáltíðir að vera fríar? Segðu skoðun þína á visir.is SJÁVARÚTVEGUR Helgi Ágústsson, sendiherra Íslendinga í Banda- ríkjunum, kom fram í beinni útsendingu fréttastöðvarinnar CNN í gær þar sem hann svaraði spurningum um hvalveiðar. Helgi dró fram helstu rök stjórnvalda fyrir veiðum; rétt þjóðarinnar til að stunda sjálf- bærar hvalveiðar sem byggðu á vísindaveiðum. Í útsendingunni kom einnig fram talsmaður Grænfriðunga sem taldi helst ámælisvert að veiða hval fyrir þær sakir að markaðsmál væru í óvissu og þetta myndi skemma fyrir hvalaskoðunarfyrirtækjum og annarri ferðaþjónustu. - shá Helgi Ágústsson sendiherra: Hvalveiðar ræddar á CNN SRÍ LANKA, AP Fimmtán menn sem grunaðir eru um að hafa tilheyrt Tamílatígrunum dulbjuggust sem fiskimenn í gær og sprengdu sjálfa sig og tvo báta í loft upp í flotastöð Galle-borgar á Srí Lanka með þeim afleiðingum að minnst einn fórst og 26 særðust. Allir uppreisnarmennirnir fórust einn- ig og þrjú herskip skemmdust í árásinni. Lögregla setti útgöngu- bann á og öryggisgæsla var gífur- leg í Galle-borg eftir árásina. Nokkrum tímum síðar réð st stjórnarherinn á Tamílatígrana í Batticaloa og tilkynnti talsmaður Tamílatígranna að einn óbreyttur borgari hefði farist í árásinni og tveir særst. Óttast er að sjálfs- morðsárásin ógni ferðamanna- iðnaðinum á Srí Lanka, en Galle er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna í landinu. Galle er 110 kílómetrum sunnan við höfuðborgina, Kólombó. Jafnframt töldu fréttaskýrend- ur að árásin myndi hafa slæm áhrif á friðarviðræður Tamíla- tígranna og ríkisstjórnar Srí Lanka, sem hefjast eiga í Sviss í lok þessa mánaðar. - smk Sjálfsmorðsárás í ferðamannaborg á Srí Lanka: Tamílatígrar sprengja herskip LAGANNA VERÐIR Lögreglan herti öryggisgæslu í Galle-borg á Srí Lanka til muna eftir sjálfsmorðsárás Tamíla- tígranna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.