Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 10

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 10
10 19. október 2006 FIMMTUDAGUR HREKKJAVÖKUHÚS Jorge Romero hjálpar til við byggingu graskerahúss tengdaföður síns, Ric Griffith, í Kenova í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Griffith smíðar hús úr graskerum árlega fyrir hrekkjavökuna, aðfaranótt 1. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum ���������������������� ��� ������������ ��� ��������������� ������� ����� ��� ��������� ����������� ����� ������ ������������ ���� �������� �� ���������� ��� �������� ����� ����������� ��� �������� ������ �������������������������������� ������ ������������ ������� ������� ��� ������ ������������ Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS ����� ���������� ������� ���������� ����� ������������ ����������� ���������������� �������������� ������������ ���������� ��������������� ��������������� ������������ ���������� ���������������� MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður � �� �� �� � � �� �� �� �� �� Hlutabréfasjóðir 50% Skuldabréfasjóðir 50% Sparnaður eftir þínum nótum Hefðbundna safnið –19,14% ávöxtun Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.01. 2006 til 01.10. 2006. PARÍS, AP Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem for- setaframbjóðandi franska Sósíal- istaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræð- um. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru,“ sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráð- herra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma“ og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman.“ Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forseta- frambjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstrang- legastur. gudsteinn@frettabladid.is SEGOLENE ROYAL, DOMINIQUE STRAUSS-KAHN OG LAURENT FABIUS Gættu þess að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þrír sósíalistar sækjast eftir forsetaframboði: Forðuðust deilur í sjónvarpinu NAGLADEKK Dregið hefur úr notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu á undanförunum árum og eru nú 52 prósent farartækja með nagladekk. Til samanburðar má geta þess að 64 prósent voru með nagladekk árið 2001. Þetta kemur fram í viðhorfs- könnun á notkun vetrardekkja sem gerð var í maí 2006. Jón Halldór Jónasson, upp- lýsingastjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir helstu breytingarnar þær að þeir sem eru á fjórhjóladrifnum bílum séu ólík- legri til að vera á nagladekkjum en þeir sem aka bílum með drifi á einum öxli. Fjórhjóladrifnum bílum hafi fjölgað og þar með dragi úr notkun á nagladekkjum. „Þannig voru 62 prósent bíla með drifi á einum öxli á nagladekkjum á móti 36 prósentum bíla með fjórhjóla- drifi.“ Jón Halldór segir gleðilegt að nagladekkjum sé að fækka og greinilegt að fólk telji sig öruggt án þeirra. „Það er mikill hagur í því að sleppa nöglunum því þeir eru stór þáttur í svifryksmengun borgarinnar og eyðingu slitlags. Á síðasta ári spændust 10 þúsund tonn upp af slitlagi í Reykjavík vegna nagladekkja og nemur kostn- aður við lagfæringu þess 150 millj- ónum.“ Í könnuninni kemur í ljós að ríf- lega 42 prósent þeirra sem sögðust myndu kaupa nagladekk telja að önnur dekk kæmu til greina ef aukið yrði við mokstur og söltun. Jón Halldór segir að nú sé í bígerð að auka söltun og mokstur á vegum borgarinnar frá í fyrra. - hs Nagladekkjanotkun hefur dregist saman um 12 prósent á síðustu fimm árum: Söltun og mokstur aukinn í borginni JÓN HALLDÓR JÓNASSON Þeir sem aka fjórhjóladrifnum bílum eru ólík- legri til að vera á nagladekkjum en þeir sem aka bílum með drifi á einum öxli. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Hafnar- firði, sem gerði 170 kannabis- plöntur upptækar við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á sunnudag, er langt komin með rannsókn málsins. Tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna málsins, var sleppt að loknum yfirheyrsl- um. Að sögn Kristjáns Ó. Guðna- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, telst málið að mestu upplýst. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær voru tæki og tól í iðnaðarhúsnæðinu sem dugðu til þess að rækta upp kannabis- plöntur sem náðu næstum tveggja metra hæð. - mh Kannabisræktun í Hafnarfirði: Málið enn til rannsóknar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.