Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 12

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 12
12 19. október 2006 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellda líkamsárás. Hann veittist að morgni laugardags í desember að öðrum manni og sló hann hnefahögg í höfuðið með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi féll við og höfuð hans lenti á götunni. Við það hlaut fórnar- lambið sprungu í höfuðkúpu og blæðingu á heila sem leiddi meðal annars til minnis- og taltruflana. Árásarmaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu ríflega hálfrar milljónar í sakarkostnað og málsvarnarlaun. -jss Maður á þrítugsaldri: Dæmdur fyrir líkamsárás RÚSSLAND, AP Lögregla gerði á þriðjudag rassíu á útimarkaði í Moskvu og handtók tugi bakara, smákaupmanna og aðra sem flutt hafa frá fátækum fyrrverandi Sovétlýðveldum til rússnesku höfuðborgarinnar til að finna vinnu. Rassían er liður í herferð rússneskra yfirvalda gegn ólög- legum innflytjendum, en til henn- ar var efnt eftir að Rússar hófu að vísa úr landi Georgíumönnum. sem störfuðu í Rússlandi án til- skilinna pappíra og leyfa. Þessar aðgerðir gegn Georgíu- mönnum í Rússlandi voru liður í viðbrögðum rússneskra stjórnvalda við því að georgísk yfirvöld héldu föngnum til skamms tíma fjórum Rússum sem sakaðir voru um njósn- ir í Georgíu. Í þessum aðgerðum hafa hundruð Georgíumanna verið fluttir nauðugir úr landi og búðum þeirra og veitingahúsum lokað. Vladimír Pútín gaf í byrjun október út þau fyrirmæli, að tekið skyldi til „hertra aðgerða til að bæta viðskipti á heildsölu- og smá- sölumarkaði, í því skyni að vernda hagsmuni rússneskra framleið- enda og almennings, hins inn- fædda almennings.“ Talsmenn mannréttindasam- taka gagnrýndu þessi ummæli for- setans og sögðu þau bera vott um útlendingahatur. Auk þess myndi það ekki leysa neinn vanda að vísa þessum útlendingum úr landi. Nær væri að skera upp herör gegn spilltri lögreglu, sem tæki „vernd- argjöld“ af útlendingum sem ynnu í landinu án tilskilinna leyfa. - aa PAPPÍRARNIR ATHUGAÐIR Lögreglu- maður skoðar skilríki manna á Kijevsky- markaðnum í suðvesturhluta Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Herferð gegn ólöglegum innflytjendum í Rússlandi: Fjöldahandtökur í Moskvu Dögg Pálsdóttir 4.í sætiðwww.dogg.isPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Dögg hefur víðtæka reynslu og þekkingu á málafl okkum sem snerta daglegt líf fjölskyldna og barna, aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Tryggjum Dögg örugga kosningu í 4. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október nk. KOSNINGASKRIFSTOFA Laugavegi 170, 2. hæð Opið virka daga kl. 16-22 og um helgar frá kl. 12-18 dogg@dogg.is sími 517-8388 Nýtt tilboð til allra áskrifenda í Og1 BUBBI 06.06.06 Afmælistónleikar Bubba Morthens á DVD. Upplifðu þessa mögnuðu tónleika, aftur og aftur. Viðskiptavinir í Og1 fá þennan frábæra tónleikadisk með rúmlega 40% afslætti eða á aðeins 1.690 kr. í stað 2.990 kr. Þetta er aðeins einn af mörgum ávinningum þess að skrá sig í Og1. Verið velkomin í næstu verslun. Vodafone gríptu augnablikið og lifðu núna F í t o n / S Í A F I 0 1 9 0 2 0 UMFERÐARMÁL Lönguhlíðin hefur verið þrengd til að bæta öryggi barna í hverfinu. Akreinum hefur verið fækkað í eina hvoru megin í Lönguhlíðinni og hjólreiðastígar gerðir. Hjólreiðastígarnir eru nýjung í borgarkerfinu og gerðir að hug- mynd stjórnmálamanna. Stígarnir ná frá hringtorginu við Hamrahlíð að gatnamótunum á Miklubraut. Hinum megin við gatnamótin eiga hjólreiðamennirnir svo að fara upp á gangstígana og hjóla þar. Höskuldur Tryggvason, deild- arstjóri á framkvæmdasviði borg- arinnar, segir að þess misskiln- ings hafi gætt að á svæðinu milli gangstígs og akreinar séu bíla- stæði en það sé rangt. „Það hafa verið brögð að því að menn leggi á þessu svæði en þetta eru ekki bílastæði. Það eru inn- keyrslur úr götunni inn á lóðirnar frá götunni og þess vegna var ekki hægt að loka hjólreiðastígana meira af. Við eigum eftir að setja upp reiðhjólamerkingar.“ Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar í götunni nema rúmum 40 milljónum króna. - ghs Reiðhjólamenn fá sérstakan hjólastíg fyrir sig í Lönguhlíðinni: Þetta eru ekki bílastæði HJÓLREIÐASTÍGAR Hjólreiðastígar, ekki bílastæði, hafa verið lagðir sitt hvorum megin í Lönguhlíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.