Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 17

Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 17
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 17 vaxtaauki! 10% Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is A RG U S / 06 -0 47 2 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI BANDARÍKIN Stjórnvöld í Bretlandi og Þýskalandi hafa á bak við tjöldin neitað að taka við föngum frá Guantanamo, sem bandarísk stjórnvöld hafa viljað senda aftur til síns heima, um leið og þau krefjast þess opinberlega að Bandaríkjamenn loki þessum illræmdu fangabúðum. Bandaríska dagblaðið Wash- ington Post skýrði frá þessu á þriðjudag. Þá segir blaðið nánast öll Evrópuríki hafa neitað kínversk- um föngum, sem eru í Guant- anamo, um hæli þrátt fyrir að ekki þyki óhætt að senda þessa fanga til Kína vegna þess hvernig búast má við að tekið yrði á móti þeim þar. - gb Stjórnvöld í Evrópuríkjum: Enga fanga frá Guantanamo FANGAR Í GUANTANAMO Evrópsk stjórn- völd eru sögð ekki vilja taka við þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tveir menn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Norður- lands eystra fyrir margvíslega þjófnaði úr tveimur verslunum á Akureyri. Mennirnir voru báðir starfandi í viðkomandi verslun- um. Annar þeirra dró sér fatnað úr Sportveri fyrir allverulegar fjárhæðir, auk 10 þúsund króna úr peningakassa verslunarinnar. Hinn tók ófrjálsri hendi tækja- búnað úr Siemens-versluninni fyrir hundruð þúsunda. Menn- irnir hlutu skilorðsbundna dóma, annar í þriggja mánaða fangelsi en hinn í fimm mánaða fangelsi, auk greiðslu sakar- kostnaðar. - jss Tveir dæmdir á Akureyri: Stálu fatnaði og tækjabúnaði Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt byggingu 460 fermetra einbýlishúss í stað 230 fermetra húss sem nú stendur við Árland í Fossvogi. SKIPULAGSMÁL Einbýli rifið fyrir stærra Umhverfisfulltrúanum í Borgarbyggð hefur verið falið að kanna jarðveginn fyrir svokallaða endurnýtingarverslun með fatnað og húsgögn í sveitarfélag- inu í því skyni að að minnka rusl og efla endurnýtingu. UMHVERFISMÁL Endurnýting í Borgarbyggð Nítján ára piltur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 45 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð, en sæta ella fangelsi í fjóra daga. DÓMSMÁL Sekt vegna amfetamíns Í tilefni þess að Nissan Note hefur verið tilnefndur bíll ársins í flokki stærri fólksbíla fyrir árið 2006 á Íslandi bjóðum við hann á sérstöku tilboðsverði á meðan birgðir endast. Láttu þetta einstaka tækifæri ekki renna þér úr greipum. Komdu og reynsluaktu þessum frábæra fjölskyldubíl sem er 110 hestöfl, með ESP og sérhannaður fyrir þá sem vilja lipran gæðabíl með öllum hugsanlegum þægindum. Nissan Note 1.6 Visia sjálfskiptur Verð aðeins 1.790.000 kr. Verð áður 1.950.000 kr. VERÐLÆKKUN! Geymsluhólf - kælir fyrir drykki - öryggispúðar - dótahólf - borð - rúmgott farangursrými Aðeins19.437 kr. á mánuði* VERÐLÆKKUN! Aðeins 19.437 kr. á mánuði* Kraftmikill fjölskyldubíll á frábæru tilboði! NISSAN NOTE Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 *miðað við 30% útborgun og bílasamning í 84 mán. E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 0 5 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.