Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 24
19. október 2006 FIMMTUDAGUR24
hagur heimilanna
ÁV
EX
TI
R
35.231
KR.
„Þegar ég byrjaði
að halda heimili var
hægt að hringja í
ráðleggingamiðstöð
húsmæðrafélagins
og fá góð ráð. Ég
hef lítið notað mér
þetta á undanförnum
árum, kannski vegna þess að ég er
orðin reyndari húsmóðir.“ Álfheiður
segist reyna að laga hlutina ef þeir
fara úrskeiðis í stað þess að henda
þeim. „Ég bý svo vel að hafa góðar
handavinnukonur í kringum mig
sem gera við teppi og mottur þegar
þess er þörf. Það getur vel verið að
ég sé ekki að spara á þessu en ég
vil nýta hlutina eins og hægt er.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
LAGA HLUTINA SJÁLF
■ Álfheiður Ingadóttir, varaþingmað-
ur VG, reynir að laga hlutina sjálf.„Verstu kaup sem ég hef gert voru kaup á amer-
ískum, sjö manna bíl sem ég keypti með það
í huga að rúma alla fjölskylduna. Bíllinn entist
okkur í fimm mánuði en þá byrjaði hann að
bila.“ Helga Vala segir að eftir 6-7 mánaða bilerí
hafi fjölskyldan gefist upp og losað sig við
bílinn. „Ég man ekki hvað bíllinn kostaði
en það var allavega allt of mikið miðað
við hvað hann entist okkur illa. Við skipt-
um síðan bílnum út fyrir þann sem við
eigum nú sem er lítill og sparneytinn.“
Helga Vala minnist einnig slæmra
kaupa í skáp sem hún keypti. „Skápurinn
var sérpantaður en kom í einingum sem
þurfti að setja saman. Það liðu sex mánuðir
þar til ég setti skápinn saman og hann
varð aldrei góður til síns brúks. Skápur-
inn er nú í notkun en það kemur fyrir
að hillur detta úr honum og hurðirn-
ar duttu fljótt af. Mig hafði alltaf dreymt um að
gera eitthvað sjálf en ég verð að viðurkenna að
þessi frumraun mín við smíði heppnaðist ekki
sem skyldi.
Ætli bestu kaupin sem ég hef gert séu
ekki íbúðir okkar hjóna á Meistara-
völlum og á Vesturvallagötunni. Við
eigum enn íbúðina á Vesturvalla-
götu þó við búum ekki í henni sem
stendur.“
Helga Vala viðurkennir að hún
kaupi stundum án þess að hugsa en
segir að það hafi til þessa verið hennar
bestu kaup. „Dagsdaglega bruðla ég
ekki enda krefst það hagsýni að reka
stóra fjölskyldu.“ Helga Vala fluttist
nýlega búferlum í Bolungar-
vík þar sem maður hennar er
bæjarstjóri.
NEYTANDINN: HELGA VALA HELGADÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA OG LAGANEMI
Hurðarlaus skápur með lausum hillum
Verðlag á Íslandi er í mörgum tilfellum mjög hátt. Þetta veit
landinn og sættir sig að því er virðist við. Það er þó alltaf
jafn átakanlegt þegar kúnninn er minntur á þetta úti í búð,
t.d. þegar erlend verð eru prentuð á umbúðir vara sem eru
í boði hér. Þá sést verðmunurinn svart á hvítu. Nýverið var
aftur byrjað að selja klassískt tyggjó frá Wrigley‘s og að auki
bættist við tegundin Big Red. Á pakkana er verðið prentað,
30 sent, eða 20 kall miðað við gengið í dag. Hér kostar
pakkinn 80 kr í Nóatúni, eða fjórum sinnum meira en í
Bandaríkjunum. Er þetta eðlileg verðhækkun eða er verið
að taka okkur í bakaríið?
■ Verðlag
Fjórum sinnum dýrara tyggjó
Fyrir viku fjölluðum við um netframköllun á Íslandi. Þar kom fram að ódýr-
asta framköllun sem hér er í boði er kr. 25 á mynd. Í framhaldi af þessu hafði
lesandi samband og benti á að mun ódýrara væri að kaupa þessa þjónustu að
utan, enda alveg jafn auðvelt að senda myndir í gegn-
um netið til útlanda og innanlands. Lesandinn
sendi dæmi um framköllun í gegnum fyrirtækið
Bonusprint (www.bonusprint.com/us). Hann lét
framkalla 223 myndir. Hver mynd kostar 11 sent
eða kr. 7,5. Með 10% tolli, 24,5% VSK, kr. 206
póstburðargjaldi til Íslands og tollmeðferðargjaldi
kr. 350 var heildarverðið 2826 kr eða 12,67 fyrir hverja mynd hjá Bonusprint,
tvöfalt minna en myndin kostar hjá ódýrasta íslenska framköllunarfyrirtækinu.
■ Netframköllun:
Helmingi ódýrara ef keypt að utan
Ódýrustu skrautfiskarnir sem hægt er að kaupa hér-
lendis eru neontetrur hjá 101 Gæludýrum í Hafnar-
stræti og gullfiskar hjá Dýraríkinu, Grensásvegi. Báðir
kosta 350 kr. stykkið. Dýrasti skrautfiskur landsins er
hins vegar saltvatnsfiskur af tegundinni Flame angel
og kostar 32.000 kr hjá Dýraríkinu. Það má því fá 914
og hálfa neontetru og/eða gullfisk fyrir einn Flame
angel. Sé áhugi fyrir hendi má svo auðveldlega fá
miklu dýrari fiska, t.d. forláta koi fisk af sérstöku litar-
afbrigði með stóru ættartré. Koi fiskar hafa selst á allt að 70 milljónir króna, en
slíkir dýrgripir eru stundum svamlandi í görðum japanskra milljónamæringa.
■ Dýrast / ódýrast
Skrautfiskar
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins leitar nú að fólki til
að taka þátt í neytendakönnun á þorski. Könnunin fer
fram í dag og er fólki boðið að koma niður á Skúlagötu
4 til að smakka fisk og fylla út eyðublað í kjölfarið.
Frekari upplýsingar gefa Kolbrún, Ása og Guðrún í
símum 5308665 / 5308666 / 5308667.
■ Könnun:
Viltu smakka þorsk?
Líftími margra raftækja
er ekki langur, þetta vita
neytendur af eigin raun.
Hver á til dæmis tíu ára
gamlan farsíma eða tölvu?
Heldurðu að þú verðir enn-
þá að nota mp3-spilarann
þinn eftir fimm ár? Borgar
sig að fara með bilaðan hlut
í viðgerð eða er betra, og
kannski líka ódýrara, að fá
sér bara nýjan?
Ekki eru til neinar opinberar tölur
yfir líftíma raftækja og samkvæmt
starfsmönnum í verslunum hér er
þetta mjög mismunandi eftir tækj-
um. Þannig má búast við að góð
þvottavél endist í 12-15 ár og
þurrkari jafnvel lengur, en þegar
rafeindatæki eiga í hlut er allt
annað uppi á teningnum. Í Svíþjóð
er reynslan sú að mikill meirihluti
fólks endurnýjar farsímann sinn
innan tveggja ára. Varla erum við
eftirbátar Svía í þessum efnum
enda höfum við löngum talist
neysluglöð þjóð. Algengasta bilun-
arorsök á farsímum á Íslandi eru
rakaskemmdir í kjölfar illrar með-
ferðar, til dæmis ef sími er hafður
í kulda. Ef farsíminn gleymist úti í
bíl yfir nótt er til dæmis ekki von á
góðu. Annað vinsælt rafeindatæki
eru plasmaflatskjáirnir, en síðustu
jól voru sannkölluð flatskjáajól.
Framleiðendur segja líftíma
plasmaskjáa á bilinu 60-80.000
tímar, en lítil reynsla er komin á
tækin ennþá enda tæknin nýleg.
„Þessi bransi hefur breyst
mikið,“ segir Þór Ólafsson hjá við-
gerðaverkstæðinu Sóni. Hann ætti
að vita það enda með tuttugu ára
starfsreynslu.
„Sumt, eins og
magnarar, er í
sama gæðaflokki
og áður, en mek-
anísk tæki eins og
DVD- og CD-spil-
arar eru yfirleitt
orðin ódýrari
tæki. Þetta er ekki
sterk framleiðsla.
Allt úr plasti og
eiginlega einnota
dót því það virðist
vera stefna fyrir-
tækjanna að fram-
leiða ekki vara-
hluti í þetta. Einn
daginn þegar allir
ruslahaugar
heimsins verða
orðnir fullir af
ónýtum raftækj-
um fara menn kannski að hugsa
sinn gang.“
Tæki sem seld eru á Íslandi eru
langflest með tveggja ára ábyrgð
og Þór segir að fólk komi oftast
með tækin í viðgerð ef ábyrgðin er
ennþá á þeim. „Þá metum við hvort
það borgi sig að gera við. Það er
sáralítið um það að kúnninn leggi
sjálfur í viðgerðarkostnað.“ Þetta
er skiljanlegt enda er nú til dæmis
hægt að fá DVD-spilara á undir
4.000 kall, sem er álíka og viðgerð-
in kostar, ef ekki minna.
Raftæki sem hent er enda oft
hjá Góða hirðinum. Um tveir
gámar af dóti berast daglega. Þórir
Örn Sigvaldason er starfsmaður
Góða hirðisins. Hann segir magn-
að að sjá hverju fólk er að henda.
„Núna var til dæmis að koma inn
Whirlpool þvottavél sem er örugg-
lega ekki nema 2-3 ára gömul,“
segir hann. „Við fáum ótrúlega
heillegt dót, fólk er jafnvel bara að
losa sig við tæki eins og ísskápa
eða uppþvottavélar þegar það
skiptir um eldhúsinnréttingu og
gömlu tækin passa ekki við nýju
innréttinguna. Það er eins og fólk
nenni ekki lengur að setja smáaug-
lýsingar í blöðin og finnist bara
auðveldara að henda þessu. “
Þórir segist sárasjaldan fá far-
síma inn, þeim sé bara hent þegar
þeir bila. „Gamaldags“ tölvuskjáir
(ekki flatskjáir) standa hins vegar
í röðum á 300 kall stykkið. „Fólk
hefur verið að kaupa þetta hérna
hjá okkur til að fara með í búðirn-
ar þegar þær bjóða afslátt af
nýjum skjám ef þeim gamla er
skilað,“ segir Þórir og bætir við:
„Nú virðist vera vinsælast að
henda safapressum. Við höfum
allavega fengið svaka magn af
þeim upp á síðkastið. Svo fara flat-
skjáirnir örugglega að detta inn á
þessu ári eða næsta.“
gunnarh@frettabladid.is
FLATSKJÁR
Flatskjáir
fara að
detta inn
í Góða
hirðinn.
Raftæki fara úr búðinni
í ruslið á tveimur árum
ÞÓRIR ÖRN SIGVALDASON Í GÓÐA HIRÐINUM Magnað að sjá hverju fólk er að henda. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH
> Meðalneysla hjóna eða sambýlisfólks
með börn árið 2004
Útgjöldin
DVD SPILARI
Fást nú á undir
4.000 kr.
SY
KU
R,
S
Æ
LG
Æ
TI
O
.F
L.
Heimild: Hagstofa Íslands
77.397
KR.
www.somi.is
N†TT