Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 30
30 19. október 2006 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll
Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér
rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Eg las nýlega í erlendu riti um Íslendinga, að engin þjóð í
heimi mundi vera svo grandvör
og löghlýðin. Fangelsin stæði tóm
og hegningardómarnir væri
óvenjulega fáir í hlutfalli við
mannfjölda. Þá datt mér í hug
samtal, sem eg átti í fyrra við
einn af helztu lögfræðingum
vorum. Hann var að segja mér
frá meðferð einnar íslenzkrar
peningastofnunar, sem nýlega var
komin í fjárþröng. Sögurnar voru
svo hroðalegar, að hárin risu á
höfði mér. ,,En er þetta ekki
hegningarvert?“ spurði eg. ,,Það
mundi það vera alls staðar nema
á Íslandi,“ svaraði hann rólega.
En er það ekki svo, að hér sé
framinn grúi lagabrota, sem eru á
almanna vitorði, en enginn
hróflar við? Er ekki spillingin í
þjóðfélagi voru orðin almennt
umtalsefni, án þess að rönd verði
við henni reist? Almenningsálitið
er magnlaust, af því að lífsskoðun
almennings stefnir öll að vor-
kunnsemi. Yfir allt er breidd
blæja, þar sem kærleikur kann að
vera uppistaðan, en kæruleysi er
áreiðanlega ívafið.“
Orðin hér að framan eru tekin
úr ritgerð, sem Sigurður Nordal
prófessor birti í Skírni 1925.
Síðan eru liðin rösk áttatíu ár, en
orð Sigurðar eiga samt enn vel
við. Af ýmsu er að taka. Morgun-
blaðið birti 14. október sl. grein
eftir Sverri Hermannsson,
fyrrverandi Landsbankastjóra
Sjálfstæðisflokksins, undir
yfirskriftinni ,,Bankaræningjar“.
Grein Sverris fjallar um fyrrver-
andi framkvæmdastjóra sama
flokks og fáeina félaga hans, sem
byrjuðu með tvær hendur tómar.
Sverrir hafði tíu dögum fyrr birt
aðra grein um sömu menn í sama
blaði og sagt þar: ,,Þegar öll kurl
hafa komið til grafar er spurning-
in ekki sú hvort hinir ábyrgu
verði dæmdir í rasphús heldur
hversu langa tukthúsvist.“ Ætla
mætti, að ríkislögreglustjóra eða
ríkissaksóknara þætti vert að
kanna, hvað hæft er í þessum
ásökunum bankastjórans
fyrrverandi, enda var hann árum
saman náinn samverkamaður
þeirra manna, sem hann ber nú
svo þungum sökum, og er öllum
hnútum kunnugur innan flokks
sem utan. En ríkislögreglustjór-
inn hreyfir hvorki legg né lið,
ekki frekar en hann gerði til
dæmis þegar sitjandi forsætis-
ráðherra sakaði formann
einkavæðingarnefndar til tíu ára
um að hafa haft milligöngu um
tilraun til að bera á sig 300
milljón króna mútur. Hvorki
forsætisráðherrann né formaður
einkavæðingarnefndar sá ástæðu
til að krefjast rannsóknar
mútumálsins og ekki heldur
stjórnarandstaðan að Frjálslynda
flokknum frátöldum. Lögreglan
lyfti ekki litla fingri. Hvers vegna
ekki?
Stjórnmálaflokkarnir misnot-
uðu allir aðstöðu sína í ríkisbönk-
unum, það segir sig sjálft. Þeir
skiptu bankastjórastólunum
bróðurlega á milli sín og áttu allir
fulltrúa í bankaráðum. Áratugum
saman heyrðu aðalbókarar
bankanna beint undir bankaráðin,
svo að bankaráðsmenn höfðu
húsbóndavald yfir bókurunum og
gátu því fylgzt með fjárreiðum
einstakra viðskiptavina bank-
anna. Sjálfstæðismenn gátu
fræðzt um framsóknarfyrirtækin
og öfugt, og Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið fengu að fljóta
með. Það er ekki mjög langt síðan
skipuritum bankanna var breytt á
þann veg, að bókarar heyrðu
beint undir bankastjóra, líkt og
tíðkast í öðrum fyrirtækjum.
Þessi gagnkvæma hugulsemi –
allir með! – er nærtækasta
skýringin á því, hvers vegna ýmis
vafasöm mál í bönkunum voru
ekki rannsökuð, heldur þögguð
niður. Bankabókin (1994) eftir
Örnólf Árnason vakti ekki mikla
athygli, þótt hún fengi hárin til að
rísa á höfðum grunlausra lesenda.
Morgunblaðið birti ólundarlega
umsögn um bókina eftir Björn
Bjarnason, nú dómsmálaráð-
herra.
Ríkissaksóknari hefur nú
fyrirskipað rannsókn á meintum
hlerunum. Hvað hefur gerzt?
Hvaða slys hefur borið að
höndum? Einn munurinn á
hlerunarmálinu og bankamálun-
um er sá, að í hlerunarmálinu er
hugulsemin ekki gagnkvæm. Einn
flokkur liggur undir grun um að
hafa hlerað aðra, og þeir knýja á
um opinbera rannsókn. Sama máli
gegnir um einkavæðingu
viðskiptabankanna. Þar skipuðust
bankamál landsins í fyrsta skipti
á þann veg, að ríkisstjórnarflokk-
arnir voru einir um hituna.
Stjórnarandstaðan var ekki höfð
með. Erindrekar stjórnarflokk-
anna sitja enn í einkabankaráðum
eins og tíminn standi í stað.
Stjórnarandstaðan mun væntan-
lega láta rannsaka einkavæðingu
bankanna og annarra ríkisfyrir-
tækja, nái hún að mynda nýja
ríkisstjórn eftir kosningar. Öðru
verður varla trúað.
Flokkspólitískt réttarfar?
ÞORVALDUR GYLFASON
Í DAG | Kærleikur eða kæru-
leysi
S
ú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar í
atvinnuskyni markar vissulega nokkur tímamót. Ákvörðunin
styðst við gild rök. En framhjá hinu verður ekki horft að hún
getur reynst umdeild.
Þetta mál hefur verið lengi á dagskrá. Það er snúið um
marga hluti. Þar hefur bæði komið til flókin þjóðréttarleg staða og heit-
ar tilfinningar án skyldleika við vísindaleg rök um sjálfbærar veiðar.
Kjarni málsins er fólginn í þeirri staðreynd að vísindamenn hafa
lengi mælt með ákveðnum takmörkuðum veiðum á einstökum hvala-
stofnum. Enginn vafi leikur því á að innan þeirra marka byggjast hval-
veiðar á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu.
Aukheldur hafa vísindamenn sýnt fram á að til lengri tíma er mikil-
vægt að jafnvægi sé í nýtingu helstu nytjastofna sjávar. Það er einfald-
lega innra samhengi í lífríkinu sem ekki er unnt að líta framhjá. Rökin
fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju byggja fyrst og fremst á þessum
sjónarmiðum. Önnur efnahagsleg rök hafa ekki þýðingu.
Þjóðréttarlegar hindranir hafa hins vegar verið í vegi nýtingar á
vísindalegum grundvelli. Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa þau ríki
haft undirtök sem virt hafa vísindaleg rök að vettugi. Þar hafa lönd
eins og Bretland og Bandaríkin verið í fararbroddi.
Þversögnin í afstöðu Bandaríkjanna hefur verið einstök. Þau hafa
beitt áhrifum sínum til þess að hindra veiðar annarra þjóða á vísinda-
legum grundvelli. En á sama tíma hafa þau sjálf leyft veiðar án þess að
uppfylla þau skilyrði.
Það voru mistök þegar Alþingi samþykkti með eins atkvæðis mun
að mótmæla ekki hvalveiðibanninu á sínum tíma. Alþjóðahvalveiði-
ráðið hefur ekki um langan tíma fengist til þess að fjalla um verndun
og nýtingu hvalastofna á grundvelli alþjóða hvalveiðisáttmálans. Í því
ljósi var úrsögnin úr ráðinu eðlileg og nauðsynleg með þeim skýring-
um sem þá voru gefnar og opnun á inngöngu að nýju með fyrirvara
gagnvart banni við veiðum.
Á daginn kom að innganga með slíkum fyrirvara var eina leiðin til
þess að koma okkur í sömu þjóðréttarlegu stöðu og Norðmenn hafa
haft. Það skref var því afar mikilvægt og var farsællega ráðið. Fyrir
þá sök er þjóðréttarleg staða okkar nú óumdeild.
Tilfinningaleg afstaða einstaklinga, samtaka og ríkisstjórna er á
hinn bóginn staðreynd sem taka verður alvarlega. Reynsla Norðmanna
er að vísu sú að hvalveiðar síðustu ára hafa ekki haft nein skaðleg áhrif.
Við verðum hins vegar að reikna með því að andstæðingar hvalveiða
séu upplitsdjarfari þegar minni þjóð á í hlut.
Andstaðan við hvalveiðar er þess konar að óráðlegt er að taka áhættu
í því efni nema fullgildar ástæður standi til þess. Þó að máli skipti að
sýna í verki fullveldisrétt okkar eru það ekki rök sem ein og sér duga
til þess að taka ákvörðun eins og þá sem nú hefur verið tekin.
Það eru skýr vísindaleg rök fyrir jafnvægi í lífríki sjávar sem hér
eru í húfi. Að þeim rökum virtum var það eðlileg ákvörðun og í sam-
ræmi við stefnumörkun Alþingis að stíga þetta skref.
Rétt er að Alþjóðahvalveiðiráðið taki nú til endurskoðunar innra
starf sitt. Í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað er í raun mikil-
vægt að ráðið taki virka forystu um raunverulega verndun og stjórn á
nýtingu hvalastofna. Það er einfaldlega betri kostur en að láta veiðar
þróast án alþjóðlegrar stjórnunar.
Íslensk stjórnvöld eiga sem fyrr að vera reiðubúin til virkrar þátt-
töku í slíku starfi.
Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný:
Eðlileg ákvörðun
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Hleranir
Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkis-
ráðherra hafi verið hleraður svo seint sem
á árunum 1991-93, mega heita undarleg.
Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb
ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið
um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að
ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins
samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verð-
ur ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundn-
ir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfs-
frama sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir
við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar
aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji
menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borð-
ið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki
lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd,
sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum
fortíðar.
Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead sagn-
fræðings. Hann hefur sem kunnugt er birt upplýsing-
ar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu sem var
falin í íslenska stjórnkerfinu en hafði að markmiði að
halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska
ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar
vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari
leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi
lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og
taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll
spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingur-
inn við með því að benda á Steingrím Her-
mannsson og undirritaðan og reyna að telja
lesendum sínum trú um að við höfum líka rekið
leyniþjónustu.
Þetta mega heita undarleg samanburðar-
fræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að
dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á
sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starf-
rækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórn-
kerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar
er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum
embættismanni hjá NATO að kanna það, við fall
Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI
hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í
þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá
NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að for-
sætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til
væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu sam-
starfi við vesturþýska kollega.
Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að
upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi,
svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar geng-
ið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyni-
þjónustu Bandaríkjanna?
Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95
Sagnfræðingur og stjörnuvitni
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
Einn, tveir og tíu
Eftir margra ára umræðu í borgar-
stjórn, um fjármál borgarinnar, sem
engan endi ætlar að taka mætti
halda að það taki langan tíma að ná
til botns í málum borgarinnar. Önnur
málefni eru þó skjótrædd á fundum
borgarstjórnar eins og sannaðist á
síðasta fundi. Þar þurfti að samþykkja
breytingu á fulltrúum Framsóknar-
flokks í menntaráði og leikskólaráði,
sem víxluðu sætum. Sú sem sat í
menntaráði er námsráðgjafi í grunn-
skóla, en sú sem sat í leikskólaráði er
leikskólastjóri í borginni. Leikskóla-
stjórinn stjórnaði því ekki aðeins
sínum skóla, heldur sat í ráði sem
stjórnaði öllum leikskólum í höfuð-
borginni, bæði faglega og fjárhags-
lega, en slíkt þykir ekki við hæfi.
Burt með manninn!
Hann var ómyrkur í máli, Kristján
Loftsson útgerðarmaður Hvals hf.,
í kvöldfréttum Sjónvarps í fyrradag.
Þar kallaði hann sendiherra Bretlands
á Íslandi dóna og vildi að íslensk
stjórnvöld myndu reka manninn úr
landi. Þeir sem ekki eru jafn heitir
í hvalveiðimálum voru væntanlega
ekki alveg með á nótunum
hvað breski sendiherrann
hafði gert til að móðga þjóð-
ina svo, þar sem hann hafði
í fyrr í fréttatímanum
mótmælt hvalveið-
unum á mjög
svo kurteisan
máta, líkt og
Bretum er
einum lagið.
Þolum minniháttar og
meiriháttar stríð
Aldrei hefur til þess komið að
erlendum sendiherra hafi verið
vísað héðan úr landi. Tveir sendi-
ráðsstarfsmenn Sovétríkjanna voru
sendir heim á 7. áratugnum, en
engir sendiherrar.Íslendingar sáu
ekki ástæðu til að senda þýska
ræðismanninn heim í heimsstyrjöld-
inni síðari og eftirlétu Bretum að
handtaka hann. Í þorskastríðunum
var heldur ekki neinn sendur heim,
en breska ríkisstjórnin fann það
upp hjá sjálfri sér að kalla sendiherr-
ann heim tímabundið. En nú virðist
Kristján líta svo á að hvalastríðið
sé skollið á sem sé all alvarlegra
en hin fyrrnefndu stríð.
svanborg@frettabladid.is