Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 34

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 34
[ ] Ný ljós, nýtt rafmagn og nýjar flíkur. Verslunin Spaksmannsspjarir var fyrst opnuð árið 1993, þá í litlu hús- næði við Skólavörðustíg en í dag stendur hún við Bankastræti 11 og hefur gert það síðan 2001. Á síðustu vikum hafa eigendur verslunarinn- ar staðið í því að breyta búðinni töluvert og í dag njóta flíkurnar sín þar inni líkt og prinsessur á skínandi dansgólfi. Laugardaginn síðasta var svo slegið upp lítilli veislu í tilefni breytinganna og þangað komu helstu viðskiptavinir, vinir og vandamenn. Spaksmannsspjarir fá andlitslyftingu Kampavín, kaffi, ólífur og ostar voru meðal þess sem var á boðstólnum þegar Spaksmannsspjarir opnuðu dyrnar og sýndu nýjar innréttingar. Harpa Guðmundsdóttir, Kristín Eyjólfs- dóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir og Kristín Jónsdóttir voru kátar í Spaksmanns- spjörum. Hönnuðirnir Björg Ingadóttir og Vala Torfadóttir hafa rekið verslunina Spaksmanns- spjarir síðan árið 1993. Hlýr klæðnaður Ekki vera það ofurseld tískunni að klæða ykk- ur ekki eftir veðri. Það er kalt úti og alveg hægt að vera töff um leið og maður er vel klæddur. Húfa, trefill og föðurland er alveg málið. Vesti hafa verið vinsæl undanfarið og eiga eflaust eftir að verða enn vinsælli þegar líða tekur á veturinn. Hettutrefillinn er ótrú- lega smart. Gamaldags, rómantískur og á sama tíma praktískur þar sem hann hentar bæði við hversdagsleg og sparileg tilefni. Krossinn er fram- leiddur af Spaksmanns- spjörum. Jarðlitirnir hér í fyrirrúmi, grænt og brúnt. Takið eftir leggings buxunum, en í Spaksmannsspjörum verð- ur gott úrval af þröngum buxum í vetur. Drapplitað, brúnt og svart – sígildir litir. Takið eftir því hvernig jakkinn hneppist saman. Smart pils með klemmum og rennilásum og rómant- ísk blússa. Grátt verður áber- andi litur í hönnun Spaksmannsspjara í vetur. Skólavörðustíg 18 Lokaútkall Lagersölunni lýkur á sunnudag 3 fyrir 2 (ódýrasta parið frítt) Aðeins 4 verð: 500, 1500, 3000 og 5000 Flatahraun 5a, Hafnarfi rði (á móti Iðnskólanum) Opið: 13-18 fi mmtud. – föstud. og 13-17 laugard. – sunnud. s. 555 4420

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.