Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 37
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 5
Fyrir skemmstu opnaði ný
barna- og unglingafataverslun,
Gling-gló, í húsnæði Iðu við
Lækjargötu.
„Við sérhæfum okkur í fötum á
börn og unglinga, frá vörumerkinu
Lego,“ segir Bryndís Blöndal
framkvæmdastjóri og annar eig-
enda Gling-gló. „Barnafötin eru
ætluð börnum á aldrinum eins til
tíu ára. Þau eru gríðarlega vönduð.
Tölur og rennilásar eru ofnæmis-
prófaðir, velflest efni teygjanleg
svo auðvelt er að klæða börnin í og
úr og saumaskapur allur til fyrir-
myndar. Til staðfestingar um það
ganga fötin á milli barna án þess
að láta á sjá.“
Unglingafötin virðast ekki vera
síðri ef marka má Bryndísi, en
þau eru frá sama framleiðanda en
undir öðru vörumerki sem kallast
Grunt. „Það er sami gæðastaðall á
þeim og barnafötunum,“ útskýrir
hún. „Þau eru ætluð börnum alveg
frá átta ára aldri og upp úr. Fötin
eru gædd þeim kostum að vera
einföld, endingargóð og flott
útlits.“
Þetta er í fyrsta sinn sem Lego-
verslun opnar á Íslandi, en áður
hafa tilteknar vörur frá fyrirtæk-
inu fengist í verslunum hérlendis.
„Hérna fæst raunverulega þver-
skurðurinn af því sem fyrirtækið
framleiðir,“ útskýrir Bryndís.
„Vöruúrvalið á eftir að koma þeim
í opna skjöldu sem telja sig þekkja
vöruna úr íslenskum búðum.“
Að sögn Bryndísar er þetta
jafnframt fyrsta „shop in shop“
verslun frá Lego sem opnuð er á
Íslandi, en með því er átt við að allt
í búðinni sé frá einu og sama vöru-
merkinu, allt frá vörunum sjálfum
upp í innréttingar.
Gling-gló á í samstarfi við Heild-
verslun Halldórs Jónssonar um sölu
á Lego, en sú heildverslun hefur
flutt vöruna til landsins um árabil.
Bryndís áréttar að opnun nýju búð-
arinnar þýði ekki að Lego-vörur
muni hverfa úr hillum annarra
verslana, heldur muni þær fást
áfram í Róberti bangsa og Ólavíu og
Oliver svo dæmi séu tekin.
Opnuð hefur verið heimasíða-
þar sem hægt er að kynna sér nýju
verslunina og vöruúrvalið betur.
Vefslóðin er www.glinglo.is.
Vöruúrvalið er hreint ótrúlegt í búðinni
þannig að aðdáendur Lego hafa ærna
ástæðu til að kætast.
Gling-gló er fyrsta verslunin á Íslandi þar
sem eingöngu vörur frá Lego eru seldar.
Fyrsta Lego-verslunin
Barnafötin frá Lego eru vönduð í alla staða, ofnæmisprófuð, úr teygjanlegum efnum
og saumaskapur góður.
Gling-gló er að finna í kjallaranum í
húsnæði Iðu við Lækjargötu.
Bryndís Blöndal er framkvæmdastjóri
Gling-gló og annar eigenda.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Ekki aðeins föt fást í versluninni heldur
alls kyns fylgihlutir.
Barna
kuldagallar
Faxafeni 12, Reykjavík• Glerárgötu 32, Akureyri. Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga.
Kuldagalli, stærðir 2-8
13.440 kr.
6.500 kr.
66
°N
o
rð
u
r/
o
kt
06