Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2006, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 19.10.2006, Qupperneq 56
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR24 ...að arnar-konan Jean Keen hefur alið um 300 skallaerni við heimili sitt í Alaska í yfir 20 ár. Ern- irnir lifa að öllu öðru leyti villtir? ...að skallaernir geta synt eins konar flugsund með vængjum sínum? ...að kondórar geta flogið um 100 kílómetra á 50 kílómetra hraða án þess að blaka vængjum sínum? ...að kólibrífuglar eru einu fugl- arnir sem geta flogið aftur á bak? ...að kólibrífuglar geta flogið í allar áttir en þeir geta hins vegar ekki gengið? ...að ef sumar tegundir kólibrí- fugla fá ekki að borða í tvo tíma þá deyja fuglarnir úr hungri? ...að strútar geta tekið 7,5 metra löng skref á hlaupum? ...að strútar geta drepið ljón með einu sparki? ...að grafuglur herma eftir hljóði skröltorma til að reka burt óboðna gesti? ...að í miðri San Francisco borg lifir villtur fuglahópur sem telur 50 suður-ameríska páfugla? ...að í yfirgefinni stálsmiðju í Bandaríkjunum fannst dúfna- hreiður sem var eingöngu úr járn-, kopar- og álræmum? ...að albatrosar geta sofið á flugi á 50 kílómetra hraða? ...að til er ein tegund eitraðra fugla? Tegundin lifir í Nýju-Gíneu en eitrið er bæði á fjöðrum fugl- anna og skinni. ...að golíat-bjöllur geta borið 250-falda eigin þyngd? Það er eins og að 80 kílóa maður bæri 20 tonn. ...að margar tegudir eyðimerk- urmaura bera látna einstaklinga eigin tegundar í sérstaka grafreiti? ...að frjósamasta skordýr á jörðu gæti á einu ári, ef allar aðstæður eru eins góðar og mögulegt er, framleitt afkvæmi með sameiginlegan lífmassa upp á 120 milljón tonn? Það er rúmlega þrisvar sinnum þyngd alls mannkyns. ...að eins undarlega og það hljómar þá geta mörg skordýr heimskautanna þolað 60°C hita? ...að bolabítsmaurar fara í bað hvern einasta dag? VISSIR ÞÚ... Macaulay Culkin (1980) hóf ungur leik að frumkvæði foreldra sinna. Hann var aðeins fjögurra ára þegar hann lék í uppfærslu New York balletsins á Hnetubrjótnum og átta ára steig hann sín fyrstu skref í kvikmyndaheimin- um. Níu ára gamall stal hann senunni frá leik- aranum John Candy í kvikmyndinni Uncle Buck (1989), sem varð til þess að leikstjórinn John Hughes bauð honum aðalhlutverkið í annarri kvikmynd, Home Alone (1990), sem gerði Cul- kin að stórstjörnu. Eftir því sem Culkin færðist nær unglingsaldri fór hins vegar að halla undan fæti, hlutverkum fækkaði og við tók óreglusamt líferni. Í seinni tíð hefur hann fengið ágætis dóma fyrir kvikmyndaleik þótt hlutverkin séu fá. Nýverið tók hann fyrir að þau yrðu fleiri. 1. My Girl (1991). Ung stúlka haldin þráhyggju yfir dauða móður sinnar, þarf að taka á honum stóra sínum þegar hún missir besta vin sinn. Vasaklútamynd í hæsta gæðaflokki með gamansömum undir- tóni. Culkin stelur aftur senunnni frá aðalleik- aranum, barnastjörnunni Önnu Chlumsky, sem er þó nokkuð góð. 2. Uncle Buck (1989). Það reynir heldur betur á þolrif letingjans Bucks þegar hann þarf að passa börn bróður síns og konu. Myndin vakti verulega athygli á Culkin, enda fær hann sérlega skemmtilegan texta til að moða úr. Þess má geta að þegar Candy og Culkin eiga í snörpum samræðum í eldhúsinu (einu frægasta atriði myndarinnar), hafði Candy fest texta Culkins á hatt sinn svo hann gæti farið nægilega hratt með hann. 3. Home Alone (1990). Átta ára drengur, sem er fyrir gáleysi skilinn einn eftir heima á meðan fjölskyldan fer í jólafrí, verður að verja heimilið fyrir inn- brotsþjófum. Myndin gerði Culkin að mestu barnastjörnu í heimi síðan Shirley Temple var upp á sitt besta. Gat af sér misgóðar framhalds- myndir. 4. Saved (2004). Þegar ung stúlka, sem gengur í baptistaskóla, verður barnshafandi snúast vinirnir gegn henni. Culkin sýnir að hann er ekki útbrunn- in barnastjarna í hlutverki unglingsdrengs í hjólastól, sem vingast við aðalsöguhetjuna. Vonandi hættir drengurinn bara við að hætta kvikmyndaleik. 5. The Good Son (1993). Ungur drengur, sem dvelst hjá frændfólki sínu, kemst að því að sonurinn á heimilinu er kaldrifjaður morðingi. Culkin fékk misjafna dóma fyrir hlutverk illmennisins, kannski af því að það samrýmdist ekki stjörnuímynd hans. Mótleikara hans, Elijah Wood, var hins vegar hrósað í hástert. TOPP 5: MACAULAY CULKIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.