Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 19.10.2006, Qupperneq 68
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR44 Leikkonan Edda Björg- vinsdóttir mun taka sér örstutt skólaleyfi til þess að sýna nokkrar sýningar á verkinu Alveg brilljant skilnaði í Borgarleikhúsinu enda kveðst hún komin með ástríðu fyrir Ástríði. Þetta er þriðja leikárið sem Edda sýnir einleik Geraldine Aron um hina ólánssömu Ástríði. „Þetta er mögulega harmrænasti skilnaður mannkynssögunnar, þetta ætlar engan enda að taka,“ útskýrir Edda hlæjandi, „það fundust tveir, þrír Íslendingar sem eiga eftir að sjá verkið aftur – fólk kemur trekk í trekk svo okkur þótti vert að bjóða upp á nokkrar sýningar enn.“ Edda kveðst aldrei hafa lent í öðru eins ef frá er talið sýning- arævintýrið í kringum leikritið Sex í sveit sem gekk fyrir fullu húsi um langa hríð. „Þá vorum við líka öll búin að láta sauma á okkur nýja búninga því fólk hafði ýmist fitnað eða horast. Sem betur fer er ég samt alveg eins núna og þegar ég byrjaði svo búningurinn passar enn,“ segir hún. Edda er ein á sviðinu en aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Rebekka A. Ingimundardóttir sem sér um leikmynd og búninga. Um þýðingu og staðfærslu verks- ins sá Gísli Rúnar Jónsson. Alveg brilljant skilnaður fjallar um skiln- aðarferli konu sem teljast má tals- verður spekingur þó seintekin sé. Ástríður þessi, eða Ásta, veitir áhorfendum einlægan og opinská- an aðgang að sínum innstu hugar- fylgsnum skömmu eftir að elsku- legur eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. „Aumingja Ásta – hún ætlar hreinlega aldrei að jafna sig á þessu,“ útskýrir Edda og bætir því við að sögutími leik- ritsins sé þrjú ár líkt og leikárin sem hún hefur verið á sviðinu í gervi þessarar grátbroslegu konu. „Þetta er orðin sannkölluð ástríða, það er einstaklega gaman að leika Ástríði því þetta er svo mannlegt verk með dásamlega fyndnum og hallærislegum uppákomum.“ Þessa dagana stundar Edda nám í Háskólanum á Bifröst. „Ég er að stúdera stjórnun mennta- og menn- ingarfyrirtækja – svo maður geti tekið við þessum leikhúsum, skil- urðu,“ segir hún og kímir. „Það er hryllilega langt síðan ég var á skólabekk og ég hef þurft að byrja að læra alveg upp á nýtt. En þetta er ofboðslega gaman,“ segir hún. „En ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fengið svona kvíðaköst yfir leiklistinni eins og þessum verkefnum á Bifröst,“ hvíslar hún, en bætir því við kokhraust að hún muni samt einörð halda áfram. - khh EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR LEIKKONA Tekur sér örstutt frí frá skólabókunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Með ástríðu fyrir Ástríði Hitt húsið tekur virkan þátt í tón- listarhátíðinni Iceland Airwaves og rokkar stíft með Fimmtudags- forleik í dag. Ung og upprennandi bönd eiga athvarf sitt í Póst- hússtrætinu og þar ríða á vaðið sveitirnar Furstaskyttan, The Ministry of Foreign Affairs og Sudden Weather Change. Tónleik- arnir hefjast kl. 20, það er algjör- lega ókeypis inn en 16 ára aldurs- takmark. Aðrir tónleikar verða haldnir á laugardagskvöldið en þá mæta Jamie´s Star, Nögl, ÚT*Exit og sveitin Sudden Weath- er Change á sviðið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.hitthusid.is. Fimmtudagsforleikur ÞAÐ ER DÆMALAUST HRESSANDI AÐ FARA Á GÓÐA TÓNLEIKA Líklegt má teljast að það verði heilmikið fjör í Pósthússtrætinu í kvöld þegar ungliðarnir rokka þakið af Hinu húsinu. GÍSLI SÚRSSON Í MÖGULEIKHÚSINU Lau. 21 . okt k l . 20 . - Sun. 22 . okt k l . 20 - Fim. 26 . okt k l . 20 UPPSELT Aðeins þessar þr jár sýningar! GÍSLI SÚRSSON Í HVERAGERÐI Fös . 20 . okt . k l . 20 :30 GÍSLI SÚRSSON Á AKRANESI Mið. 25 . okt . k l . 20 Miðapantanir í s íma: 5622669 & komedia@komedia . i s 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.