Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 78
54 19. október 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Pálmi Haraldsson er leikjahæsti leikmaður í sögu ÍA og hefur
leikið hátt í 500 leiki fyrir félagið. Pálmi hefur nú tekið þá
ákvörðun að leggja skóna á hilluna en hann kom við sögu í
17 leikjum með ÍA í Landsbankadeildinni í sumar og tveimur
bikarleikjum. Fréttablaðið náði tali af Pálma í gær og ræddi
við hann um þessa tímamótaákvörðun.
„Það er bara mikið að gera og ég er bara orðinn saddur.
Ég er kominn með stóra fjölskyldu og það er nóg að gera í
vinnunni. Svo er líka alltaf spurning hvað maður er lengi
til í að vinna frá átta til átta. Þetta er frekar langur
vinnudagur og það er mikið lagt á þá sem eru
í kringum mann. Fótboltinn hefur þannig séð
alltaf gengið fyrir hjá manni, maður hefur alltaf
mætt á þessum tíma á þessum degi og allt
annað hefur verið lagt til hliðar,“ sagði Pálmi
sem er þriggja barna faðir.
Þrátt fyrir marga leiki með Skagamönnum þá
hafa mörkin eitthvað látið á sér standa á ferli
Pálma. „Þau hafa ekki verið mörg en eigum við
ekki að segja að þau hafi verið þeim mun fallegri,“ sagði Pálmi
og hló en hann hefur unnið fjóra Íslandsmeistaratitla með ÍA.
Hvað ætli Pálma finnist eftirminnilegast á sínum ferli?
„Eftirminnilegasta tímabilið held ég að sé sumarið 2001. Félag-
ið var nánast á hausnum, allt var á suðupunkti og enginn bjóst
við neinu af liðinu. Við unnum þá fjóra leiki í fyrri umferð en sjö
í síðari umferðinni og unnum deildina. Svona eftir á að hyggja
þá var það sennilega sætasti titillinn, miðað við lætin sem voru í
kringum klúbbinn á þeim tíma,“ sagði Pálmi en bætti því við
að lið Skagamanna árin 1994 og 1995 hefði verið bestu
liðin sem hann hefði spilað með á ferlinum.
„Nú ætla ég bara að taka mér frí en það verður erfitt
að slíta sig frá þessu. Ég er búinn að æfa með ÍA frá
því að ég man eftir mér og maður þarf nú eitthvað
aðeins að svala fíkninni. En þegar mikið er að gera
og árangurinn er ekki alveg eins og hann á að vera
þá spyr maður sjálfan sig af hverju maður er í þessu,“
sagði Pálmi sem mun ekki snúa sér að þjálfun á
næstunni.
PÁLMI HARALDSSON: HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ LEGGJA SKÓNA Á HILLUNA EFTIR LANGAN OG FARSÆLAN FERIL:
Það er kominn tími á mig og ég er saddur
> Við furðum okkur á ...
... metnaðarleysi íslenskra handboltafélaga sem sum hver
virðast hafa takmarkaðan áhuga á að bæta umgjörðina í
kringum félag sitt og þetta metnaðarleysi kristallast inni á
heimasíðunni dhl-deildin.is. Sá vefur var settur upp af HSÍ
fyrir félögin svo þau gætu komið fréttum og upplýsingum á
framfæri til fjölmiðla og áhugamanna. Í dag er eina félagið
sem stendur sig með vefinn Fram. Upplýsingar um tölfræði
eru allar frá síðasta tímabili og vefurinn því í raun ónýtur. Væri
nær að hreinlega loka honum. Þetta er miður þar sem nú er
sóknarfæri fyrir íslenskan handbolta til að gera betur. Áhugi á
deildinni, og handbolta yfir höfuð, mun aftur á móti standa í
stað, eða minnka, hafi félögin ekki metnað til að gera betur.
HSÍ á einnig sök á máli því réttast væri að gefa félögum ekki
keppnisleyfi, líkt og tíðkast hjá KSÍ, ef þau geta ekki uppfyllt
ákveðnar lágmarkskröfur varðandi umgjörð.
FÓTBOLTI Eggert Magnússon er nú
staddur í London en hann er að
undirbúa tilboð í enska úrvals-
deildarfélagið West Ham. Dag-
blaðið Guardian sagði frá því í
gær að stjórn West Ham ætlaði að
ræða við tvo hópa, annars vegar
þann sem Eggert fer fyrir og hins
vegar við Ísraelann Eli Papou-
chado.
Eggert var fyrr í vikunni sagð-
ur hafa hækkað tilboð sitt í West
Ham úr 65 milljónum punda í 75
en sjálfur segir Eggert ekkert
hæft í þeim efnum.
„Þetta er enn allt á þreifinga-
stigi. Ég get því miður ekkert
meira sagt á þessu stigi,“ sagði
Eggert við Fréttablaðið í gær. „En
fréttir af tilboðum mínum eru ekki
réttar. Ég hef ekki hugmynd um af
hverju þessu er slegið fram, það
er hver vitleysan sem rekur aðra
og ekkert nema getgátur í gangi.
Svona er breska pressan bara.“
Hann vill lítið fyrir frétt Guar-
dian gefa og sagði þetta ferli háð
reglum kauphallarinnar í Lundún-
um. „En það mun sjálfsagt koma
að því að viðræður við þá aðila
sem mestu ráða í West Ham eigi
sér stað,“ sagði Eggert Magnús-
son, formaður KSÍ.
- esá
Eggert segir fregnir af tilboðum í West Ham rangar:
Enn á þreifingastigi
FÓTBOLTI Hafþór Ægir Vilhjálms-
son, leikmaður ÍA í knattspyrnu,
hefur undanfarna daga verið til
reynslu hjá sænska 1. deildarlið-
inu Norrköping. Er þetta í annað
skiptið á skömmum tíma sem hann
fer til liðsins en í það fyrra meidd-
ist hann strax á fyrstu æfingu og
báðu því forráðamenn liðsins um
að hann kæmi aftur.
„Þetta er búið að ganga mjög
vel,“ sagði Hafþór við Fréttablað-
ið en hann heldur heim á leið í dag.
„Þeir hjá Norrköping eru ekki enn
búnir að gera tilboð í mig en þeir
ætla sér að gera það og hafa
samband við ÍA með það fyrir
augum.“
Hafþór er samningsbundinn ÍA
til 2008 en í síðasta mánuði skrif-
aði hann undir viðauka við samn-
ing sinn sem segir að hann sé laus
allra mála í lok þessa mánaðar ef
Guðjón Þórðarson tæki við þjálf-
un ÍA. Viðaukasamningurinn var
gerður skömmu áður en ný rekstr-
arstjórn meistaraflokks ÍA tók við
og réði svo Guðjón til starfa.
Núverandi stjórn, leidd af Gísla
Gíslasyni, telur þó að viðaukinn
standist ekki reglur og hefur
óskað eftir úrskurði samninga- og
félagaskiptanefndar KSÍ.
„Ég býst við því að við munum
nú sitjast niður, ég og faðir minn,
með rekstrarstjórn ÍA og reyna að
leysa þetta mál,“ sagði Hafþór en
faðir hans, Vilhjálmur Birgisson,
er umboðsmaður Hafþórs sem og
var hann meðlimur í stjórninni
sem hætti störfum í síðasta mán-
uði.
„Norrköping mun gera ÍA til-
boð að kaupa mig og ef það gengur
eftir kem ég aftur hingað í nóvem-
ber þegar undirbúningstímabilið
hefst. En þetta er allt á frumstigi
og erfitt að segja til um hvernig
þetta mál endar. En ég er þó mjög
svo vongóður.“
Þegar ein umferð er óleikin í
sænsku 1. deildinni er Norrköping
í fjórða sæti deildarinnar og á ekki
möguleika á að vinna sér sæti í
úrvalsdeildinni. Norrköping mætir
Qviding í lokaumferðinni en síðar-
nefnda liðið er þegar fallið í 2.
deild.
Með Norrköping leika Stefán
Þórðarson og Garðar Gunnlaugs-
son sem eru báðir uppaldir Skaga-
menn. Stefán gekk til liðs við
félagið veturinn 2005 og Garðar
fyrr í sumar. Þeir eru markahæstu
menn liðsins, Stefán með ellefu
mörk í 25 leikjum og Garðar með
sjö í þrettán leikjum.
„Það er mjög ánægjulegt að
þeir skuli vera fyrir hjá félaginu.
Það gerir þetta allt mun léttara
fyrir mig,“ sagði Hafþór Ægir.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að hann hafi verið klár með samn-
ing við Val ef hann færi ekki utan
og fengi sig lausan frá ÍA.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
HAFÞÓR ÆGIR VILHJÁLMSSON Á leið til Norrköping í Svíþjóð ef allt gengur að
óskum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Tilboð væntanlegt frá
Norrköping í Hafþór Ægi
Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson er á leið til Norrköping í Svíþjóð ef
svo fer sem horfir. Hann segir tilboð væntanlegt frá sænska liðinu og stefnan sé
sett á að leysa það deilumál sem upp er komið um hans stöðu hjá ÍA.
FÓTBOLTI Ragnar Sigurðsson hefur
þessa vikuna verið í Gautaborg
þar sem hann og umboðsmaður
hans, Guðlaugur Tómasson, hafa
rætt við forráðamenn IFK Gauta-
borgar. Í síðustu viku samþykkti
Fylkir kauptilboð frá félaginu í
Ragnar en þessa vikuna hefur
verið fundað um kaup og kjör
Ragnars hjá félaginu.
„Það er ekkert komið á hreint
ennþá,“ sagði Guðlaugur við
Fréttablaðið í gær en þeir eru
væntanlegir heim til Íslands í dag.
„Ég býst við því að það verði
komin niðurstaða áður en við
förum heim. Það ber ekki mjög
mikið í milli aðila og þetta þokast
allt í rétta átt. En það er ekkert
öruggt fyrr en búið er að skrifa
undir og það er spurning hvort
samkomulag náist sem allir eru
sáttir við.“
Ragnar er tvítugur að aldri og
hefur verið fastamaður í meist-
araflokki Fylkis undanfarin tvö
tímabil. Hann hefur leikið 47 leiki
fyrir félagið í deild og bikar og
skorað í þeim tvö mörk. Hann
hefur einnig leikið fjölda leikja í
yngri landsliðum Íslands og þykir
með efnilegustu varnarmönnum
landsins. - esá
Ragnar Sigurðsson er staddur í Svíþjóð:
Þokast í átt að sam-
komulagi við IFK
RAGNAR SIGURÐSSON Staddur í Svíþjóð
þar sem hann á í samningaviðræðum
við IFK Gautaborg.
Þjálfarastyrkir ÍSÍ
Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar
styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja sér menntun eða kynna sér þjálfun erlendis.
Veittir verða 16 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000.-
Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns
hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur
eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Styrkhæfar teljast umsóknir vegna
ferða/námskeiða á tímabilinu 1. júlí 2006 til 31. desember 2006.
Tekið er við umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem skal skilað til
skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir miðvikudaginn 1. nóvember nk.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal og á
heimasíðu ÍSÍ – www.isisport.is
Haust 2006
�������� �� ��������
���������������
�������������������������������������
����������������������������������
������������������������������������
�����������������������������������
��������������������������