Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 80

Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 80
56 19. október 2006 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Ólafur Stefánsson mun ekki spila með íslenska landslið- inu gegn Ungverjum í tveimur vináttuleikjum í lok mánaðarins. Meiðsli í öxl eru enn að plaga Ólaf en hann hefur átt í vandræðum með öxlina í marga mánuði og gengur illa að finna út hvað nákvæmlega er að honum. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari valdi hornamanninn Einar Örn Jónsson í hópinn í stað Ólafs og svo bætti hann við þriðja markverðinum sem er Ólafur Gíslason, mark- vörður Vals. Ólafur kemur til Íslands í dag og hittir Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, en Brynjólfur mun taka myndir af Ólafi á föstudag og nýta síðan helgina í að skoða hann betur en Ólafur fer aftur til Spán- ar á mánudag. Í gær fór Ólafur í myndatöku hjá virtum spænskum lækni í Madrid sem hefur höndlað knattspyrnumenn frá Madridar- liðunum en ekkert kom út úr þeirri heimsókn. „Það ætti að koma betur í ljós í tökunni hjá Brynjólfi hvað er að plaga mig,“ sagði Ólafur skömmu eftir fundinn með spænska lækn- inum. Hann er í fínu líkamlegu formi en hefur lítið sem ekkert spilað með Ciudad Real í vetur vegna meiðslanna. „Ég er í hörkuformi en get ekk- ert lyft hendinni. Ég get tekið und- irskot á æfingum en allt fyrir ofan það ræð ég ekkert við og ástandið hefur verið mjög slæmt síðustu fjórar vikur. Ég hef verið að taka bólgueyðandi sem hefur engu skil- að. Ég hef þá prófað að kasta en daginn eftir get ég ekki einu sinni slökkt á vekjaraklukkunni. Öxlin er búin að angra mig í ansi langan tíma og það er ágætt að fara alla leið með málið núna og fá bót meina sinna. Ég fer kannski í sprautumeðferð en það er ekki talið líklegt í dag að ég þurfi að fara í aðgerð.“ Í byrjun næsta árs fer fram stærsta handboltamót sögunnar, HM í Þýskalandi, og Ólafur hefur beðið lengi spenntur eftir því móti. Hann segist ekki vera farinn að hafa áhyggjur af því að hann missi af mótinu. „Ég er alveg rólegur núna en ég mun fara að hafa áhyggjur ef ekk- ert kemur út úr þessu næstu fimm daga. Þá get ég byrjað að hafa áhyggjur,“ sagði Ólafur alvarleg- ur. henry@frettabladid.is Ég er ekki byrjaður að hafa áhyggjur af þessu Ólafur Stefánsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem mætir Ungverj- um ytra í lok mánaðarins. Þrálát axlarmeiðsli halda honum utan vallar og hann kemur til landsins í dag þar sem læknir landsliðsins tekur á móti honum. ÁKVEÐINN Ólafur Stefánsson er ákveðinn í því að fá bót meina sinna og fara með landsliðinu á HM í janúar. Hann sést hér fagna marki í úrslitaleik meistaradeildarinnar gegn Portland San Antonio fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Jerzy Dudek, varamark- vörður Liverpool, gæti fengið fimm leikja bann í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik með varaliði Liverpool gegn Everton í síðustu viku. Dudek var rekinn af velli eftir að hafa lent saman við Victor Anichebe, sóknarmann Everton. Dudek átti fyrst að fá þriggja leikja bann en eftir að hafa skoðað atvikið nánar hefur enska knattspyrnusambandið ákveðið að leggja fram nýja ákæru sem segir til um að Dudek megi eiga vona á fimm leikja banni. Félögin hafa bæði fengið sekt út af þessum leik en það brutust út slagsmál í kjölfar rauða spjalds- ins sem Dudek fékk. - dsd Liverpool: Dudek í fimm leikja bann? JERZY DUDEK Átti stóran þátt í sigri Liverpool í meistaradeild Evrópu á sínum tíma. NORDIC PHOTOS/GETTY Almennir hlutar 1a, 1b og 1c Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 30. okt., en þar mun Jens Evald frá Danmörku, sem meðal annars er formaður fyrir Anti Doping Danmark, flytja erindi. Þátttakendur geta keypt hádegisverð hjá Café easy sem staðsett er í Íþróttmiðstöðinni í Laugardal en aðgangur að fundinum sjálfum er ókeypis. Fundurinn er öllum opinn. Frekari upplýsingar um hádegisverðarfundi ÍSÍ má finna á www.isisport.is Þ já lf ar an ám sk ei ð ÍS Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is ÍSÍ heldur þrjú þjálfaranámskeið á fyrsta stigi í Reykjavík á næstunni. Lágmarksaldur þátttakenda á þessi námskeið er 16 ár. Hvert námskeið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Námskeiðin hefjast á föstudegi kl. 17:00 og áætluð lok eru á sunnudegi kl. 15:00. Kennt verður í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dags. Námskeið Verð kr. Skráning í síðasta lagi 27.– 29. okt. Þjálfari 1a – almennur hluti 12.000,- Miðvikudaginn 25. október 10.– 12. nóv. Þjálfari 1b – almennur hluti 8.000,- Miðvikudaginn 8. nóvember 24.– 26. nóv. Þjálfari 1c – almennur hluti 8.000,- Miðvikudaginn 22. nóvember Frekari upplýsingar um þessi námskeið og þjálfaramenntun ÍSÍ má finna á heimasíðu ÍSÍ. Skráning sendist á namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. ÍÞF102 í framhaldsskólum jafngildir Þjálfara 1 – almennum hluta hjá ÍSÍ. Þ.e. almennum hluta 1a, 1b og 1c. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar og skráning er á www.isisport.is Hádegisverðarfundir FÓTBOLTI Thierry Henry, sóknar- maður Arsenal, er allt annað en sáttur við dómarann í leik CSKA Moskva og Arsenal á þriðjudaginn en dómarinn dæmdi mark af sem virtist vera fullkomlega löglegt. Dómarinn taldi að Henry hafi lagt boltann fyrir sig með hendinni og gaf leikmanninum spjald fyrir vikið. Arsenal tapaði leiknum, 1-0. „Þetta var fullkomlega löglegt mark og ótrúleg mistök dómarans. Leikmenn andstæðingana báðu ekki einu sinni um hendi, bara aðstoðardómarinn sem var langt í burtu. Ég spurði dómarann og aðstoðardómarann hvað þeir hefðu séð athugavert við markið og þeir gátu ekkert sagt. Ég vona bara að heppnin verði með okkur næst,“ sagði Henry sem getur ekki áfrýj- að spjaldinu sem hann fékk. „Leikmenn mega ekki tala við dómara. Þegar leikmenn nálgast þá og spurja þá vilja þeir ekki ræða við mann. Ég er ekki að tala um að ráðast á þá, heldur bara að spyrja þá hvað þeir séu að dæma og það er ekki leyfilegt í fótbolta. Þegar leikmaður jafnar á lokamín- útu leiksins og markið er dæmt af þá á maður að geta spurt dómar- ann hvers vegna hann hafi dæmt,“ sagði Henry bitur. Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal. kenndi líka vellinm um tapið á þriðjudaginn. „Við reyndum eins og við gátum að jafna leikinn en CSKA Moskva lék vel og völlurinn var líka erfiður,“ sagði Wenger, en þess má geta að völlurinn var væntalega jafn erf- iður fyrir bæði liðin. - dsd Henry er sótillur eftir að mark hans var dæmt af: Ótrúleg mistök Á HVAÐ VARSTU AÐ DÆMA? Henry ræðir hér málin við aðstoðardómarann sem dæmdi markið af. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það var sannkallaður Íslendingaslagur á Bröndby- vellinum í gær þegar Bröndby tók á móti Silkeborg. Allir þeir Íslendingar sem eru á mála hjá liðunum byrjuðu inn á í leiknum. Hannes Þ. Sigurðsson var á sínum stað í sókn Bröndby og þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson voru allir í byrjunarliði Silkeborgar. Leikur- inn byrjaði fjörlega og eftir sjö mínútna leik var staðan 1-1, þar sem heimamenn höfðu náð forystunni. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og lokatölur því 1-1. Hólmari Erni var skipt út af á síðustu mínútu leiksins en aðrir Íslendingar léku allan leikinn. - dsd Bröndby-Silkeborg: Jafnt í Íslend- ingaslagnum HÖRÐUR SVEINSSON Lék allan leikinn í liði Silkeborgar en komst ekki á blað. FRÉTTABLAÐIÐ/MITDJYLLANDS AVIS FORMÚLA 1 Alþjóða bílasambandið hefur samþykkt mótaskrá fyrir næsta tímabil í Formúlu 1. San Marínó-kappaksturinn á Imola hefur verið tekinn af dagskrá en Spa-kappaksturinn í Belgíu kemur aftur inn í mótaröðina. Sautján mót verða á dagskrá árið 2007. Einnig voru samþykktar nokkrar reglubreytingar. Meðal þeirra breytinga sem taka gildi á næsta ári er að einungis einn dekkjaframleiðandi verður í keppnunum, en það er Bridgestone. Hver ökumaður fær 56 keppnisdekk til umráða fyrir þurra braut, en það eru helmingi fleiri dekk en í ár. Keppnisliðin munu öll nota sams konar dekk. - dsd Formúla 1: Ekki keppt í San Marínó FÓTBOLTI Brasilíski sóknarmaður- inn Giovane Elber hefur tilkynnt að hann muni leggja skóna á hilluna í desember. Elber, sem er 34 ára gamall, leikur þessa dagana með Cruzeiro í heima- landi sínu en tímabilið þar endar í desember. Ástæðuna segir Elber vera að hann finni stöðugt til í ökklanum, en hann fótbrotnaði árið 2004 þegar hann lék með Lyon. Enginn útlendingur hefur skorað fleiri mörk í þýsku úrvalsdeildinni en Elber en hann skoraði 131 mark í 260 leikjum með Stuttgart, Bayern München og Mönchengladbach í öllum keppnum. - dsd Goðsögn hættir: Elber leggur skóna á hilluna GIOVANE ELBER Sést hér í kveðjuleik sínum með Bayern. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.