Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 86

Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 86
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR62 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 hæð 6 kringum 8 sam- stæða 9 nudda 11 gylta 12 gnýr 14 stó 16 rás 17 skýra frá 18 niður 20 til 21 nabbi. LÓÐRÉTT 1 skarð 3 gat 4 ítalskur ofn- réttur 5 traust 7 ríkur 10 for 13 lúsaegg 15 komust 16 espa 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 holt, 6 um, 8 par, 9 núa, 11 sú, 12 druna, 14 arinn, 16 æð, 17 tjá, 18 suð, 20 að, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 sund, 3 op, 4 lasanja, 5 trú, 7 múraður, 10 aur, 13 nit, 15 náðu, 16 æsa, 19 ðð. Herra Ísland 2006, Jón Gunnlaug- ur Viggósson, er einn þátttak- enda í þættinum Gegndrepa sem frumsýndur verður á Skjá einum í kvöld. Tökur standa enn yfir og því ekki ljóst hver ber sigur úr býtum í vatnsstríðinu mikla. Mikil leynd hefur hvílt yfir hverjir taka þátt í ævintýrinu, og eins yfir hinum dularfulla herra X. Jón Gunnlaugur tók við titli fallegasta manns Íslands eftir að Ólafur Geir Jóns- son var sviptur honum, en aðalástæða sviptingar- innar er talin vera framganga Ólafs Geirs í sjónvarpsþættinum Splash TV. Aðstandendur Gegndrepa sögðust ekki geta tjáð sig um afstaðnar eða mögulegar titilsvipt- ingar, en sáu ekki ástæðu til annars en að ætla að Jón Gunnlaugur yrði sjálfum sér og öðrum til sóma í þættinum. Andrés Sigurvinsson leikstjóri með meiru (bróðir Ásgeirs) hefur undanfarin ár verið búsettur á æskuslóðum úti í Eyjum þar sem hann hefur gert sig gildandi í bæjarmál- um og menningarlífi er nú fluttur í bæinn. Eflaust munu þess sjást merki í leikhúslífi borgarinnar en áður en Andrés lætur til sín taka á þeim vett- vangi ætlar hann að beina kröft- um sínum fyrst og fremst að því að koma Lúðvíki Bergvinssyni á öruggan stað á lista Samfylkingar á Suðurlandi fyrir næstu alþingis- kosningar. Þeir félagar, Friðrik Indriðason blaðamaður á DV (bróðir Arn- aldar) og Tómas Tómasson bassasnillingur hafa tekið höndum saman á ný. Þeir sendu frá sér bók um síðustu jól „Kofa Tómasar frænda“ sem byggði á sögum úr bransanum. Áður höfðu nokkrar þeirra birst í DV og nú mun sá greinaflokkur vakinn til lífsins í DV með magnaðri sögu af verkefni sem sveipað er dulúð. Andrew er fyrirbæri í íslenskri tónlistarsögu sem skipar nánast sama sess og plata Icecross meðal safnara. Andri Örn Clausen heitinn, leikari og söngvari, lagði til fyrri part nafnsins en –ew á að vera Júlli eða Júlíus Agn- arsson tónlist- ar- og hljóð- maður. -sun/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur Brynja Gunnarsdóttir, markaðs- og þjónustustjóri hjá útgáfufélaginu Eddu, verið ráðin til starfa hjá Landsbankanum en þau hafa verið hæg heimatökin hjá Björgólfi Guðmundssyni, stjórnar- formanni bankaráðs bankans, að fá Brynju yfir því hann er sem kunn- ugt er einn aðaleigandi útgáfunnar. Ekki er enn ljóst hvert hlutverk hennar hjá bankanum verður en Brynja og Samson-hópurinn höfðu skrifstofur hlið við hlið um tíma. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins lét Brynja af störfum hjá Eddu á föstudaginn við mikinn söknuð starfsmanna en Björgólfur mun hafa hrifist svo af störfum Brynju hjá útgáfunni að hann vildi ólmur fá hana til liðs við sig. Björgólfur hefur verið áberandi í menn- ingar- lífi landsmanna og lagt margvíslegum menningarmálum lið auk þess sem Landsbankinn hefur stutt dyggilega við menningaratburði og heldur meðal annars alltaf tónleika á menn- ingarnótt Reykjavíkurborgar við útibú sitt í Austurstræti og munu starfskraftar Brynju án nokkurs vafa nýtast á þeim vettvangi. Ekki náðist í Brynju vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -fgg Brynja til liðs við Björgólf eldri Leikstjórinn aldni, Clint East- wood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frum- sýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykja- nesi og er ekki óalgengt að kvik- myndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst róa Sambíóin og kvik- myndafyrirtækið True North nú að því öllum árum að fá kvik- myndagoðsögnina hingað og sagði Sigurður Viktor Chelbat, mark- aðsstjóri hjá Sambíóunum, að þeir væru með alla putta krosslagða. „Við hlaupum og hoppum ef við getum gert eitthvað til að fá hann hingað,“ sagði hann en ljóst þykir að frumsýning Flags of our Fathers verður mjög stór hluti af jólahaldinu en Íslendingar fá hana að líta á annan í jólum. Möguleikarnir á að Clint komi hingað hafa aukist til muna því leikstjórinn hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hann vilji gjarnan koma hingað aftur þótt það verði ekkert bundið neitt sérstaklega við kvikmynd- ina. Samkvæmt Sigurði Viktori hefur Eastwood hins vegar ákveðið að sleppa öllum stór- um markaðssvæð- um í Evrópu vegna myndarinnar og ætlar eingöngu að ferðast til Jap- ans vegna henn- ar sem gæti minnkað líkur á heimsókn kapp- ans. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að fulltrúi Warner Bros. í London hringdi sérstaklega í Sambíóin og lýsti yfir mikilli ánægju með myndina og var hún sett í sama flokk og The Departed eftir Martin Scorsese og The Prestige eftir Christopher Nolan sem förðunarsérfræðingurinn Heba Þórisdóttir vann við. Hjá True North fengust þær upplýsingar að róið væri að því öllum árum að fá Clint hingað til lands en ekki væri kominn nein niðurstaða í málið. „Við erum í góðu samstarfi við okkar fólk þarna úti og það er verið að vinna í þessu,“ sagði Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. -fgg Clint Eastwood boðið til Íslands um jólin CLINT EASTWOOD Hinn aldni leik- stjóri ætlar ekki að ferðast mikið um heiminn með mynd sína, Flags of our Father, en gæti komið hingað. ...fær Ingvi Hrafn Jónsson fyrir að stofna eigin fjölmiðil á netinu og gera þannig aðdáendum sínum kleift að sjá sig hvenær og hvar sem er. www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Ó tr ú le g ve rð !! !! BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Hefur látið til sín taka í menningarmálum landans og verður hlutverk Brynju væntanlega að aðstoða hann við þau fjölbreyttu verkefni sem liggja fyrir. BRYNJA GUNNARSDÓTT- IR Hefur verið ráðin aðstoðarmann- eskja Björgólfs Guðmunds- sonar. Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scient- ists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörg- um hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV fal- aðist eftir viðtali við þá Scient- ists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegt sjónarhorn í tengslum við Airwa- ves á Íslandi. „Þetta verður bara ósköp venju- leg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar bak við Alþingis- húsið. Þar fáum við skila- boð frá álfum og huldu- fólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og vík- ingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur stað- fasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stór- virkjanaframkvæmdir hvað varð- ar fjárhag þjóðarbúsins. „Drauga- gangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafn- mikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 lönd- um. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Air- waves. sunna@frettabladid.is JÓNAS FREYDAL: LÓÐSAR FRÆGA ÚTLENDINGA UM BORGINA MTV og Airwaves-hljóm- sveit í draugagöngu MTV Í DRAUGAGÖNGU Liðsmenn rokkhljómsveitarinnar We Are Scientists fengu leiðsögn frá Jónasi Freydal í Draugagöngu um Reykjavík í gær og voru svo yfirheyrðir af MTV-sjónvarpsstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR JÓNAS FREYDAL Lóðsaði MTV og We Are Scient- ists um Reykjavík í gær. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.