Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �
���������
����������
Stærri helmingur heimsbyggð-arinnar dregst sífellt aftur úr,
vannærður með rifbeinin út í loft-
ið, en minni helmingurinn, og þar
á meðal við, verður að sama skapi
feitari. Helsta afþreying okkar er
að röfla um aðferðir til megrunar,
þótt löngu sé vitað að það eina sem
dugar er tvennt: Að éta minna og
hreyfa sig meira. Það kemur þó
ekki í veg fyrir að fjörutíu nýjar
gagnslausar megrunaraðferðir
komi á markað vikulega, maga-
minnkunarmaskínur hafa ekki
undan og það rýkur úr fitusug-
unni.
ÞAÐ sjá allir hvernig holdafarið
hefur breyst. Í 40 ára upprifjunar-
prógrammi RÚV á dögunum var
sláandi hvað allir voru slank og
fitt í gamla daga. Enda eru fitu-
bollur fortíðar ekkert feitar á
nútíma mælikvarða. Þetta sést ef
ljósmyndir eru skoðaðar. Elvis
ræfillinn átti að hafa verið
afmyndaður vegna fitu – sprik-
landi sveittur eins og soðin hangi-
ketsrúlla í hvíta gallanum – en
myndi teljast meðalmaður í dag.
Þegar Meatloaf kom á markaðinn
hafði annað eins fituhlass aldrei
áður sést. Maðurinn var hreinlega
ótrúlega feitur og krakkar hvísl-
uðu um það í frímínútum að hann
væri svo feitur að hann þyrfti að
fara í súrefnistjald baksviðs á
milli laga á tónleikum. Á tæplega
30 árum hefur hin ótrúlega fita
Meatloafs breyst í að teljast vel
ásættanleg – „þú mættir skreppa í
ræktina,“ myndi fólk segja í dag,
ekki „Guð minn almáttugur! Hvað
ertu eiginlega!?“ eins og það öskr-
aði upp yfir sig árið 1979.
ÞAÐ er ekkert skrítið að við fitn-
um. Matarskammtarnir stækka og
stækka, t.d. súkkulaðistangir, bæði
innlendar og innfluttar. Manni
dugðu alveg „venjulegar“ stærðir,
en í dag eru það smábitar við hlið-
ina á nýju risastóru stöngunum.
Gosskammtarnir stækka að sama
skapi, barnastærðin í dag er miklu
stærri en venjuleg stærð fortíðar,
svo ekki sé talað um skyndibita-
staðina sem eru alræmdir á þessu
sviði. Og það sem verst er: Alltaf
er miklu hagkvæmara, og oft bein-
línis ódýrara, að kaupa meira og
stærra en minna og heilsusam-
legra. Að auki er sælgæti alstaðar
stillt upp við kassana svo hinn
vinnupíndi þræll komist nú örugg-
lega ekki hjá því að grípa með sér
smá fitunarfæði á leiðinni út.
HVAÐ er í gangi eiginlega? Hver
hefur hagsmuni af því að fita
okkur endalaust? Ég spyr af því
þetta eru augljóslega samantekin
ráð. Eru frímúrarar á bakvið þetta
eða Sameinuðu þjóðirnar? Er
hugsunin sú að betra sér að láta
okkur þrælana hlýða ef við getum
ekki hreyft okkur fyrir spiki? Eða
erum við kannski bara Hans og
Gréta á leiðinni í sláturhús mann-
æta utan úr geimnum?
Hver vill fita
okkur?
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
...Í SPARNAÐI
– til að mæta óvæntum fjárútlátum,
t.d. ef bíllinn bilar eða húsnæðið
þarfnast viðgerðar. Og já, líka ef
börnin þurfa tannréttingar.
VARASPARNAÐUR
– til að safna fyrir öllu því sem
hugurinn girnist, t.d. húsgögnum,
heimilistækjum og utanlandsferðum.
Eða bara fyrir því sem þú vilt!
NEYSLUSPARNAÐUR
– til að byggja upp fjárhagslega
velgengni í framtíðinni, t.d. kaupa betra
húsnæði eða sumarhús, fara í heimsreisu
eða eiga fyrir menntun barnanna.
LANGTÍMASPARNAÐUR
Ný aðferð til að ná betri árangri í sparnaði.
Farðu á www.glitnir.is eða í næsta útibú Glitnis og kláraðu málið!
Þrískiptur sparnaður Glitnis
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI