Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 6
stjórnendur töluðu um kynslóða-
breytingu meðal kvenna þar sem
yngri konur hefðu allt önnur við-
horf en þær eldri. Mætti segja að
þær hefðu tileinkað sér karllægari
gildi og væru óhræddar við að gera
kröfur. Kom þetta fram hjá stjórn-
endum bæði opinberra stofnana og
einkafyrirtækja. sdg@frettabladid.is
JAFNRÉTTISMÁL Óútskýrður kynbund-
inn launamunur er nánast hinn sami
nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán
prósent, þegar tekið hefur verið til-
lit til starfsstéttar, aldurs, starfsald-
urs og vinnutíma. Þetta kemur fram
í niðurstöðum viðamikillar rann-
sóknar á launamyndun og kyn-
bundnum launamun á Íslandi sem
Capacent-rannsóknir gerðu fyrir
félagsmálaráðuneytið og kynnt var í
gær. Sambærileg rannsókn frá árinu
1994 var notuð til samanburðar.
Fram kemur að vinnutími karla
og kvenna í fullu starfi hefur styst,
konum í fullu starfi hefur fjölgað og
viðhorf þeirra til starfs hafa breyst
nokkuð. Hefði þetta að öllum líkind-
um átt að verða til þess að draga úr
launamun karla og kvenna sem
hefur þó ekki gerst.
Heildarlaun karla í fullu starfi
samkvæmt rannsókninni nú eru að
jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur
meðan konur voru með rúmar 325
þúsund krónur eða sem samsvarar
67,6 prósentum af launum karl-
anna.
Nú eru fleiri konur í hópi stjórn-
enda sem fá aukagreiðslur í formi
óunninnar yfirvinnu og/eða bíla-
styrks. Ástæðan er talin sú að karl-
menn eru nú mun frekar komnir
með fastlaunasamninga þar sem
þeir eru með ákveðna upphæð fyrir
sína vinnu, burtséð frá lengd vinnu-
tíma. Af þeim sem eru með fast-
launasamninga eru konur með nítj-
án prósent lægri laun heldur en
karlmenn. En þar sem ekki er um
slíka samninga að ræða er launa-
munurinn þrettán prósent. Það
gefur vísbendingu um að í fast-
launasamningum sé búið að festa
kynbundinn launamun. Um það bil
helmingur karlmanna er með fast-
launasamning en um átján prósent
kvenna.
Munur á viðhorfi stjórnenda
kom fram í niðurstöðum rannsóknar-
innar og kváðust konur nú finna
fyrir mun meiri hvatningu frá yfir-
mönnum sínum miðað við rann-
sóknina frá árinu 1994. Margir
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra segir þessar niðurstöður
valda sér miklum vonbrigðum. „Við
erum að sjá jákvæðar breytingar til
jafnréttis en það virðist ekki vera að
skila sér í launaumslagið.”
Magnús segir að þeir sem raun-
verulega hafi áhrif á launaákvarðanir
séu stjórnendur á einkamarkaði og
hjá hinu opinbera. „Og við spyrjum
hvort þeir geri sér grein fyrir að þeir
eru í raun og veru að brjóta rétt á
fólki með því að mismuna í launum
fólki sem vinnur sömu störf og
skilar sömu vinnu?” Magnús hyggst
óska eftir samtölum við vinnuveit-
endur á næstunni til að ræða leiðir
til að minnka launamun.
Þverpólitísk nefnd vinnur nú
að endurskoðun jafnréttislaganna
og mun Magnús óska eftir því að
hún taki til sérstakrar skoðunar þá
leið sem Finnar eru að fara. „Þar
hafa stjórnvöld gert samkomulag
við aðila vinnumarkaðarins um að
minnka kynbundinn launamun um
fimm prósent til ársins 2015. Mér
finnst einboðið að við nýtum okkur
það sem Finnar hafa fram að færa í
þessu.“ Magnús útilokar þó ekki að
hugsanlega verði gripið til lagasetn-
ingar til að sporna við launamun.
Niðurstöðurnar verða kynntar á
ríkisstjórnarfundi í dag. - sdg
6 20. október 2006 FÖSTUDAGUR
KJÖRKASSINN
Eiga skólamáltíðir að vera
fríar?
Já 73,7%
Nei 26,3&
SPURNING DAGSINS Í DAG
Munu hvalveiðar skaða ímynd
Íslands?
Segðu skoðun þína á visir.is
MAGNÚS STEFÁNSSON FÉLAGS-
MÁLARÁÐHERRA Árið 1961 voru sett
fyrstu lögin um jöfn laun karla og
kvenna. Samkvæmt þeim lögum átti
að útrýma kynbundnum launamun
á næstu sjö árum eftir að lögin voru
sett. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MIKIL VONBRIGÐI
���������������������
���������������������������������������
������������
�
�������������
�
�������������
�����������
���������������
�
������������
�����������
�����������
������������
��������
��������
��������
��������
��������
�������
�
�������
��������
�������
������� �������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
���������������������
���������������������
Launamunur milli
kynjanna 16 prósent
Launamunur hefur nánast staðið í stað í 12 ár þrátt fyrir fjölgun kvenna í fullu
starfi og breytt viðhorf. Stjórnendur segja yngri konur hafa karllægari gildi.
Heildarlaun kvenna í fullu starfi eru tæp 70 prósent af heildarlaunum karla.
���������������������
���������������������������������������
������������
�
�������������
�
�������������
�����������
���������������
�
������������
�����������
�����������
������������
��������
��������
��������
��������
��������
�������
�
�������
��������
�������
������� �������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
�������
���������������������
���������������������
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EIÐ
A
KVENNAFRÍDAGURINN Í FYRRA
Rannsóknin er eitt af verkefnum
félagsmálaráðuneytisins sem
talað er um í þingsályktun ríkis-
stjórnarinnar um jafnréttismál
árin 2004 til 2008.
Nú fæst 10% s‡r›i rjóminn
frá MS í handhægum
sprautuflöskum
N‡ju umbú›irnar eru einstaklega
flægilegar. fiær fl‡ta fyrir matseldinni
og henta vel í fjölbreytta rétti
– en innihaldi› er a› sjálfsög›u
sami frískandi og hitaeiningasnau›i
s‡r›i rjóminn
Ger›u fla› gott
me› s‡r›um rjóma – frá MS.
N‡jun
g!
www.lyfja.is
- Lifið heil
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
Y
F
34
59
3
1
0/
20
06
Bólusetning
gegn inflúensu
– engin bið
Lyfja Lágmúla: alla daga kl. 15–20
Lyfja Smáralind: alla daga kl. 13–15
Lyfja Laugavegi: föstudaga kl. 13–17
DÓMSMÁL Hæstiréttur mildaði í
gær dóm héraðsdóms yfir fjórum
mönnum sem höfðu verið ákærðir
fyrir að standa ekki skil á virðis-
aukaskatti og staðgreiðslu opin-
berra gjalda og lækkaði sektar-
greiðslur þeirra um 74,25 milljónir
króna. Þrír mannanna, þeir Árni
Þór Vigfússon, Kristján Ragnar
Kristjánsson og Ragnar Orri
Benediktsson tengdust allir Lands-
símamálinu svokallaða þar sem
þeir voru meðal annars sakfelldir
fyrir fjárdrátt og peningaþvætti.
Auk þeirra var fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Japis dæmdur í
þessu máli.
Mennirnir fjórir höfðu verið
dæmdir í héraðsdómi fyrir van-
skil á 56 milljónum vegna virðis-
auka- og vörsluskatta Lífstíls ehf.
og fjögurra annarra fyrirtækja
sem undir það heyrðu. Þar voru
sektargreiðslur þeirra ákveðnar
96,6 milljónir króna og Kristjáni
Ragnari einum og sér gert að
greiða tæpar 66 milljónir. Þeir
áfrýjuðu allir úrskurðinum sem
og ríkissaksóknari sem krafðist
þess að Hæstiréttur staðfesti
úrskurð héraðsdóms.
Í Hæstarétti voru sektar-
greiðslurnar lækkaðar umtalsvert,
líkt og fyrr segir, og er þeim nú
gert að greiða rúmlega 22 milljónir
króna til ríkissjóðs. Brot Kristjáns
Ragnars var talið meiriháttar og
því hlaut hann hæstu sektina, eða
18,5 milljónir króna. - þsj
Hæstiréttur lækkaði sektir fjögurra manna vegna skattsvika um 74,25 milljónir:
Dómur Símamanna mildaður
LANDSSÍMAMENN Kristján Ragnar
Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon
voru dæmdir til að greiða samtals 21,3
milljónir króna.
ÖRYGGI Mikið af hættulegum
efnum er að finna í smíðastofum
í grunnskólum landsins, loftræst-
ing er oft léleg í stofunum og
aðstaðan ekki nógu góð. Þetta
segir Gunnar Kristinsson,
heilbrigðisfulltrúi á umhverfis-
sviði Reykjavíkurborgar, en
þetta kemur fram á vefsíðu
sviðsins.
Hann segir börn meðhöndla
hættuleg efni og að oft sé ekki til
áætlun um viðbrögð ef eitthvað
bregði út af. Þetta er meðal
niðurstaðna könnunar á varnaðar-
merktum efnavörum, sem náði
til sextíu og þriggja grunnskóla á
Íslandi. - sþs
Öryggi í smíðastofum landsins:
Hættuleg efni
algeng í stofum