Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 4
4 20. október 2006 FÖSTUDAGUR GENGIÐ 19.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,1458 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,97 68,29 127,00 127,62 85,36 85,84 11,449 11,515 10,065 10,125 9,224 9,278 0,5723 0,5757 99,91 100,51 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS ISUZU TROOPER 3.0 33” Nýskr. 01.99 - Beinskiptur - Ekinn 165 þús. - Allt að 100% lán. Verð 1.120 .000. - SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra gerði hvalveiðar, hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum í úthöfunum og ákvörðun um hámarksafla að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi Landsambands íslenskra útvegs- manna sem hófst á Hótel Nordica í gær. Einar hóf mál sitt með því að fjalla um ákvörðun um atvinnu- hvalveiðar en gerði svo hugsan- legt bann við veiðum með botn- vörpu í úthöfunum að umræðuefni. Slíkt bann var fyrir skemmstu til umfjöllunar í fyrri lotu viðræðna um fiskveiðiályktun allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna. Einar varaði við öllum hugmyndum sem geta leitt til yfirþjóðlegrar stjórn- ar fiskveiða í heiminum. Taka verði þessa umræðu alvarlega og berjast af öllum mætti gegn því að slíku banni verði komið á. Einar ræddi ákvörðun sína síð- astliðið sumar að breyta aflareglu þorskstofnsins en halda veiðihlut- falli óbreyttu. Ráðherra segir að eftir þessa breytingu þurfi að velja uppbyggingarleið til framtíðar. Til að vísa veginn hafi Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands verið fengin til að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og skoða áhrif af mismunandi veiði- hlutfalli á þorski. „Það er von mín að þessi vinna skili okkur fram á veginn til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg.“ - shá Aðalfundur Landsambands íslenskra útvegsmanna: Verjast þarf botnvörpubanni FRÁ AÐALFUNDI Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hélt ávarp í upp- hafi aðalfundarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MJÓLKURVÖRUR Vöruúrval í versl- unum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreyt- inga sem hafa átt sér stað. Mjólk- ursamlagið í Búðardal mun ein- beita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur- Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heil- um og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæj- arfélag. Þetta kemur sér sér- staklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyf- ing er á,“ segir Gestrún Sveins- dóttir, verslun- arstjóri í Jaðar- kaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráð- ost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en ostur- inn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyr- irkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunn- unni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og mark- aðsmálum sem mest frá Reykja- vík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann. ghs@frettabladid.is GUÐBRANDUR SIGURÐSSON Úrvalið af mjólkur- vörum stórminnkar Úrvalið í matvöruverslunum minnkar verulega á starfssvæði Mjólkursamlags- ins í Búðardal á næstunni þar sem ekki er lengur hægt að panta mjólkurvörur frá Búðardal heldur verður að panta heilar og hálfar pakkningar frá Reykjavík. MJÓLKURVÖRUR FRÁ BÚÐARDAL Hætta er á því að úrvalið af mjólkurvörum minnki í verslunum á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal á næstunni. PAKISTAN, AP Breskur ríkisborgari, sem taka átti af lífi í Pakistan meðan á opinberri heimsókn Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles eiginkonu hans stæði, verður ekki líflátinn fyrr en í lok ársins. Aftökunni var frestað eftir að stjórnvöld í Bretlandi hófu afskipti af málinu, og var haft eftir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að það væri „mjög alvarlegt“ ef Mirza Tahir Hussain yrði tekinn af lífi meðan á heimsókninni stæði. Hussain, 36 ára, var fundinn sekur um að myrða leigubílstjóra árið 1988 og hefur setið í fangelsi í Pakistan síðan. - smk Dauðadæmdur Breti: Aftöku seinkað um 60 daga CAMILLA OG KARL BRETAPRINS Breskur ríkisborgari verður ekki tekinn af lífi í Pakistan meðan á heimsókn hjónanna stendur þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LAHTI, AP Evrópa á miklar hamfarir á hættu af völdum gróðurhúsa- áhrifanna nema þjóðir álfunnar grípi til róttækra ráðstafana til að draga úr loftmengun af brennslu hefðbundins eldsneytis eins og olíu og kola. Þessa brýningu sendu forsætisráðherrar Bret- lands og Hollands, Tony Blair og Jan Peter Balkenende, kollegum sínum í leiðtogaráði Evrópusam- bandsins, en það kemur saman í Lahti í Finnlandi í dag. Orku- og umhverfismál verða ofarlega á dagskrá fundarins, en á hann mætir líka Vladimír Pútín Rússlandsforseti. - aa Leiðtogar ESB hittast í Lahti: Vilja átak gegn loftmengun TONY BLAIR BRETLAND Breskur netnotandi hefur verið fundinn sekur í máli sem kallað hefur verið fyrsta netbræðismálið þar ytra. Eftir að hafa hnakkrifist við annan mann á spjallsíðu leitaði sakborningurinn, Paul Gibbons, uppi heimilisfang viðmælanda síns, keyrði yfir hundrað kílómetra heim til hans og barði hann með axarskafti. Þetta kemur fram á vefsíðu frétta- stofu BBC. Gibbons játaði sekt sína fyrir dómi og á yfir höfði sér fangelsis- vist. Rifrildið örlagaríka átti sér stað á spjallsvæði sem tileinkað er umræðum um Íslam. - sþs Netbræði í Bretlandi: Barði mann eftir netrifrildi Lúðvík Bergvinsson alþingismaður hefur sagt sig úr bæjarstjórn Vest- mannaeyja. Lúðvík hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi og hættir til að geta einbeitt sér að komandi kosningabaráttu. SVEITARSTJÓRNARMÁL Lúðvík hættir í bæjarstjórn HVALVEIÐAR Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hefur leitað að langreyði á miðunum vestur af landinu en enga fundið. Skipið var að leit hundrað mílur út af Breiðafirði þegar síðast spurðist. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði Sigurður Njálsson og áhöfn hans aðeins orðið var við smáhveli á miðunum en mórallinn um borð er samt góður. „Þeir skemmta sér alveg konunglega um borð enda fagnaðarfundir hjá mörgum þeirra.“ Ástæðan fyrir því að engin langreyður hefur fundist stafar af stuttum leitartíma, Hvalur 9 er einskipa og langreyðurin er mikið til farin í heitari sjó á þessum tíma. - shá Hvalveiðar: Ekki fundið langreyði ennþá ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������� ������������� �������������� �������������� ������������� ����������� ����������� ����������� ����������� ����������� ��������������� ��������������� ������������ ��������������� ��������������� ���������� ���� �������������������� ������������������� �� ��������� ������ ����� ���������� ��� ������ ������������������� ������������������������ ���� ���������� ��� ��������������������� ����� ������ ��� � ������������� ������ �� ����������������������� ���� ����������������� ��������� ������������� ������� �������������� ������������� ���������� ������������ � �� ����������� �� ���� ����� �� ��������������� ��� �������� ��������������� � ���� ������������������������������������� ��������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � � � � � � � � � �� � � � � � � � � � �� � � � � �� � �� �� � �� � �� � �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.