Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 20. október 2006 31 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV R V 62 17 Höldum óhreinindum á mottunni Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður Á til boð i í ok tóbe r 20 06 Úti- og in nimo ttur af ým sum ger ðum og s tærð um …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið UMRÆÐAN Tengsl við leyniþjónustur Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðviku- daginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar, 1988- 1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjón- ustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsæt- isráðherrann Steingrímur Her- mannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftir- grennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins“ því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar“. Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI,“ segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherr- arnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annað- ist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrr- nefndum leyniþjón- ustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mæta- vel“. Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra“. Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þess- um staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjón- ustunni“ sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið“, sem „öryggis- þjónustan sjálf“ hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf“!! Hér er vísað til íslenskrar öryggis- þjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinn- ar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til inn- lendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörð- ungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því? Höfundur er þingmaður VG Þeir eiga að biðja Svavar Gestsson afsökunar ÖGMUNDUR JÓNASSON Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson form- lega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. STEINGRÍMUR HERMANNSSON JÓN BALDVIN HANNIBALSSON BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Fjarðará Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúru- vernd nota rakalaus ósannindi í meintri bar- áttu sinni fyrir náttúru- vernd. Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skraut- fjöður í stefnu Samfylkingarinn- ar“, að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósann- indum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skamm- ast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Fram- kvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemd- ir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur held- ur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynn- ingar. Það er einnig alrangt hjá Hjör- leifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samn- ingagerðina við Íslenska Orku- virkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrir- tækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýs- ingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með fram- kvæmdina í formlegt umhverfis- mat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverð- mætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómuna- tíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu vænt- anlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyð- firðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vand- ræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfga- fyllstu „náttúruverndarsinnar“ væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkj- anir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á for- sendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóð- ar eins og ætla mætti af málflutn- ingi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaða- ráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofn- unar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðu- neytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýt- ing vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfis- sjónarmið sem voru lögð til grund- vallar. Áin hefði forgang til vatns- ins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mæl- ingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafn- arfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sann- leikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd. Höfundur er fyrrverandi bæjar- stjóri á Seyðisfirði Hjörleifur fjaðralaus ósannindamaður TRYGGVI HARÐARSON Síminn Sigurður Ásmundsson fjallar um ADSL áskrift Símans. Vegna fréttar um hvernig Síminn mis- munaði landsmönnum eftir búsetu, á ADSL áskriftum, vil ég benda á eftirfarandi. Ég bjó úti á landi þar sem sérkjör voru á ADSL þjónustu Símans, á þann veg að gagnaflutningsgetan var takmörkuð og því ekki hægt að bjóða þær tilboðsleiðir sem íbúum suðvesturhornsinns bjóðast. Ég er búinn að vera áskrifandi að ADSL neti Símans í tæp tvö ár með fyrrgreind- um takmörkunum. Fyrir stuttu síðan flutti ég á höfuðborgarsvæðið og lét flytja með mér símann og alla þá þjónustu sem ég var áskrifandi að. Hins vegar hélt Síminn mér áfram á tveggja ára gamalli, úreltri oku- ráskriftarleið, sem ekki einu sinni er í boði fyrir það svæði sem ég nú bý á. Þegar ég svo uppgötvaði þetta fyrir nokkrum dögum síðan, fór niður í afgreiðslu Símans í Ármúla til að fá áskriftinni breytt, þá var það ekkert mál nema hvað nýja áskriftarleiðin tók ekki gildi fyrr en um næstu mán- aðarmót. Síminn ætlar semsagt að misnota mig í einn mánuð í viðbót. Takk fyrir. Höfundur er búsettur í Kópavogi. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggileg- an vegna þess að hann sé að sunnan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.