Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.35 13.12 17.48 Akureyri 8.26 12.57 17.26 Á sunnudögum geta borgarbúar brugðið sér á Hótel Sögu og fengið „brunch“ eða dögurð, eins og þessi máltíð var kölluð þar um árið. Sigurður Rúnar Ásgeirsson er kokkurinn sem hefur yfir- umsjón með dögurðinum á Skrúði, en undanfarin misseri hefur það færst mjög í aukana að Íslendingar hittist í hádeg- inu um helgar til að gæða sér á eggjum, beikoni og öllu sem til heyrir. „Við endurvöktum dögurðinn síðasta vor, en það var hótelstjórinn sem fékk þessa hugmynd,“ segir Sigurð- ur. Á Sögu hefst máltíðin með rjómalagaðri sjávarréttasúpu en svo tekur við hlaðborð sem gestir geta notið að vild. „Við bjóðum upp á sirka tíu kalda rétti, ýmiss konar álegg og svo heitan mat á borð við egg, beikon, steikta tómata, sveppi og fleira,“ segir Sigurður og bætir því við að sætindi séu í boði eftir matinn fyrir þau sem það vilja. Máltíðin kostar 2.000 krónur fyrir fullorðna en er ókeyp- is fyrir börn yngri en sex ára. Tólf ára og yngri fá dögurð- inn á hálfvirði. Sigurður segir að þeim sem komi í dögurð fari sífellt fjölgandi „Maður er líka alltaf að sjá sömu and- litin sem segir mér að fólk kann augljóslega að meta þetta.“ Sigurður segist sjálfur halda mest upp á egg Benedikt, sem er útfærsla á matreiðslu á eggjum sem Íslendingar hafa lítið fengið að kynnast. „Þegar maður fer í „brunch“ þá langar mann oftast í eitthvað sveitt og gott og þannig eru egg Benedikt. Eggja- hræran er líka alltaf góð, svo lengi sem hún er matreidd rétt,“ segir Sigurður og tekur það fram að eggjahræra eigi alltaf að vera svolítið blaut og laus við krydd svo að eggja- bragðið fái að njóta sín. Dögurður er framreiddur á Hótel Sögu, Radison SAS, alla sunnudaga frá 11.30-14.00 en uppskriftir Sigurðar að góðum dögurði er að finna á síðu 3. mhg@frettabladid.is Dögurður endurvakinn Sigurður Rúnar Ásgeirsson, kokkur á Skrúði, með dögurð að hætti hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pönnsur í pökkum ÖMMUBAKSTUR HEFUR SETT TILBÚNAR PÖNNUKÖKUR Á MARKAÐINN. Pönnukökur frá Ömmu- bakstri eru kærkomin viðbót við það brauðmeti sem fyrir er. Þær eru seldar tólf saman í pakka og þurfa að geymast í kæli. Gott er að ylja þær upp fyrir notkun annaðhvort á pönnu eða í örbylgjuofni, það er að segja ef ekki á að bera þær fram með rjóma eins og alþekkt er sem meðlæti með kaffi eða ábætisréttur. Pönnukökur hafa löngum verið vinsælar hér á landi, ýmist upprúll- aðar með sykri eða með sultu og rjóma. Einnig er hægt að bera þær fram með ósætum sósum og ýmiss konar salati. Auðvelt er að gera sér dagamun með pönnukökur frá Ömmubakstri á borðum. Gotta mysingur er nýjung á markaðnum en flest börn þekkja Gotta ost og Gotta smurost. Gotta mysingur er með kara- mellubragði og góður á brauðið hjá börnunum. Zik Zak tískuhús var að fá nýja sendingu af gallabuxum og verð- ur með tuttugu prósenta afslátt á þeim út vikuna. Haustútsala stendur yfir í Debenhams. Á útsölunni má fá allt að fimmtíu prósenta afslátt af völdum vörum. Yggdrasill er með fjölbreytt úrval af lífrænt ræktuðum Rapunzel vörum. Meðal þess sem er í boði eru þurrkaðir ávextir, morgun- korn og múslí, matarolíur og ljóst og dökkt pasta. Kjúklingaveisla verður í Spar um helgina og er þrjátíu prósenta afsláttur af kjúklingum frá Ísfugli. ALLT HITT [ MATUR TILBOÐ ] GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 20. október, 293. dagur ársins 2006. ÍTALSKT ELDHÚS FYRIR ÍSLENSKA BRAGÐLAUKA Ítalski kokkurinn Antonio Neri umturnar eldhúsi Galileó MATUR 4 Á VINDSÆNG Í SEX MÁNUÐI Bestu kaup Kol- beins Arnbjörnssonar TILBOÐ 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.