Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 12
12 20. október 2006 FÖSTUDAGUR
SPIL Í STAÐ REYKS Gestir á kaffihúsi í
bænum Ville d‘Avray utan við París að
spila fótboltaspil. Yfirvöld í Frakklandi
ætla að koma til móts við öldurhúsa-
rekendur með því að lækka skatt á
spil á öldurhúsum samhliða hertu
reykingabanni sem tekur gildi í árs-
byrjun 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins kynnti á
miðvikudag áform um stofnun
evrópsks rannsóknaháskóla sem
standa ætti bandaríska skólan-
um Massachusetts Institute of
Technology (MIT) á sporði.
Samkvæmt áætlun fram-
kvæmdastjórnarinnar er gert ráð
fyrir að 2,4 milljörðum evra, and-
virði um 210 milljarða króna,
verði á tímabilinu 2008-2013 varið
til rannsóknamiðstöðvar sem
kölluð yrði Tæknistofnun Evrópu
(á ensku European Institute of
Technology). Mótun rannsókna-
stefnu og fjármálastjórn yrði á
hendi umfangslítillar stjórnsýslu-
einingar, en rannsóknirnar yrðu
stundaðar í svokölluðum þekk-
ingarmiðstöðvum, sem yrðu
dreifðar um aðildarríki sam-
bandsins.
Framkvæmdastjórnin segist
þegar hafa tryggt 300 milljónir
evra, rúmlega 2,6 milljarða króna,
til að koma stofnuninni á laggirnar,
en henni er ekki síst ætlað að
skapa betri forsendur í Evrópu
fyrir því að vinna upp samkeppnis-
forskot Bandaríkjanna á sviði
rannsókna og þróunar.
Ráðherraráð og þing ESB
þurfa að samþykkja áformin ef
þau eiga að verða að veruleika.
- aa
ÁFORMIN KYNNT Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB (í miðju) og
mennta- og rannsóknastjórarnir Jan Fígel (t.v.) og Janez Potocnik kynna áformin á
blaðamannafundi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir áform um Tæknistofnun Evrópu:
Markmið Evrópumanna er að skáka MIT
PRÓFKJÖR Ágúst Ólafur Ágústsson
varaformaður Samfylkingarinnar,
sækist eftir 4.
sætinu í próf-
kjöri Samfylk-
ingarinnar í
Reykjavík.
Ágúst Ólafur
var kjörinn á
þing í alþingis-
kosningunum
2003 og var
kosinn varafor-
maður Samfylk-
ingarinnar árið 2005.
Ágúst Ólafur er með háskóla-
próf í lögfræði og hagfræði frá
Háskóla Íslands. Hann hefur
gegnt mörgum trúnaðarstörfum
fyrir Samfylkinguna, var í stjórn
þingflokksins og er nú í stjórn
Samtaka jafnaðarmanna í
atvinnurekstri. - hs
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Ágúst sækist
eftir 4. sætinu
ÁGÚST ÓLAFUR
ÁGÚSTSSON
FERÐAÞJÓNUSTA Hver erlendur
gestur á Iceland Airwaves hátíð-
inni eyðir rúmum hundrað þús-
und krónum að jafnaði meðan á
dvöl hans stendur. Þetta er niður-
staða könnunar sem Reykjavíkur-
borg, ásamt nítján öðrum borgum
á norðurslóðum, lét gera í fyrra
um ýmsa atburði sem draga að
ferðamenn. Borgaryfirvöld í
Kaupmannahöfn íhuga nú að
koma á svipaðri árlegri hátíð.
Samkvæmt könnuninni komu
um fjörutíu prósent gestanna í
fyrra erlendis frá eða utan af
landi, tæplega tvö þúsund manns.
Hver þeirra gisti í fjórar til fimm
nætur á gistiheimili eða hóteli.
Samanreiknuð eyðsla þessara
ferðamanna var um tvö hundruð
milljónir króna, fyrir utan flug-
miða. Eyðslan var fjölbreytileg,
enda gestirnir í yngri kantinum;
flestir á aldr-
inum 18-34
ára. Það sem
skiptir mestu
í þessu sam-
hengi, að sögn
Svanhildar
Konráðsdóttur
hjá Höfuð-
borgarstofu,
er að hátíðin
er utan háannatíma og því hrein
viðbót við ferðamannastrauminn
hingað. Samkvæmt upplýsingum
frá Samtökum ferðaþjónustunnar
eru flest hótelherbergi í Reykja-
vík bókuð um helgina, þótt fleira
spili inn í en Airwaves hátíðin.
Í ár gæti velta hátíðarinnar
numið allt að þrjátíu milljónum
króna, miðað við selda miða og
styrkveitingar. Svanhildur og
Eldar Ástþórsson hjá Iceland Air-
waves eru sammála um að þenn-
an árangur megi þakka markaðs-
starfi þeirra sem að hátíðinni
standa, en ekki skipti minnstu að
gott orðspor fari af hátíðinni.
Áhersla hafi verið lögð á gæði og
frumleika, fremur en að bjóða
upp á dýra og þekkta tónlistar-
menn.
Frá fyrstu tíð var lögð áhersla
á að bjóða erlendum blaðamönn-
um hingað og voru þeir strax um
fimmtíu talsins árið 1999 þegar
hátíðin var fyrst haldin í flugskýli
á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru
blaðamennirnir um þrjú hundruð
og margir að koma í annað, þriðja,
jafnvel fjórða sinn. - kóþ
Erlendir gestir á Iceland Airwaves eyða að meðaltali hundrað þúsund krónum meðan á dvöl þeirra stendur:
Tvö hundruð milljóna tekjur af Airwaves
ELDAR ÁSTÞÓRSSON
TÓNLEIKAR Fjöldi fólks var á Nasa á
miðvikudaginn þar sem hljómsveitin
Fræ tróð meðal annars upp.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Það er okkur sönn ánægja að geta nú boðið hina frábæru
C-Class bíla á einstaklega góðum kjörum. Með hverjum
bíl fylgir vandað golfsett frá PING af gerðinni G5 sem
verður sérstaklega mælt og sniðið að notandanum. PING
er líkt og Mercedes-Benz þekkt fyrir framúrskarandi
gæði. Þetta er einstakt tækifæri og gildir aðeins um
mjög takmarkaðan fjölda af bílum sem við eigum
tilbúna til sýnis og afhendingar strax. Það er því ekki
eftir neinu að bíða, komdu og skoðaðu Mercedes-Benz
C-Class og nýttu þér þetta frábæra tilboð.
C-Class á einstöku verði
og PING golfsett í kaupbæti
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Verð frá 3.750.000 kr.
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi.