Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 30
20.10.062 FÖSTUDAGUR [5°] LAUGARDAGUR [4°] SUNNUDAGUR [2°] Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Andri Ólafsson, andri@minnsirkus.is, Breki Logason, breki@minnsirkus.is, Dröfn Ösp Snorradóttir, drofn@minnsirkus.is, Símon Birgisson, simon@minnsirkus.is, Helga Ólafsdóttir, helga@minnsirkus.is Sigríður Dögg Arnardóttir, siggadogg@minnsirkus.is Sirkusstjóri Árni Þór Vigfússon Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Auglýsingar Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is SIRKUS Ragnhildur Steinunn mælir með Bók „Ég var að klára að lesa reynslusögu ungrar konu sem lifði af helförina í Rúanda 1994. Hún faldi sig ásamt 7 öðrum stúlkum inni í baðherbergiskompu í 91 dag og lifði af þessi skelfilegu þjóðarmorð. Bókin heitir „Ein til frásagnar“ og er þetta hreint ótrúleg frásögn. Ég mæli líka með bókinni „Skuggi vindsins“, eftir Carlos Ruiz Zafón, sem er frábær skáldsaga, full af spennu og dramatík.“ Kvikmynd „Íslenska myndin „Börn“ er dæmi um kvikmyndadrama sem heppnast algjörlega. Ég mæli með henni og af eldri bíómyndum hvet ég alla til að sjá „The Shawshank Redemption“. Svo má ekki gleyma myndinni „Karla“ sem ég sá nú fyrir stuttu en hún er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá hrottalegu hátterni hjónanna Paul Bernardo og Körlu Homolku sem rændu, misnotuðu og myrtu ungar stúlkur á árunum 1990-1992.“ Tónlist „Hvað varðar tónlist þá er Norah Jones í miklu uppáhaldi hjá mér og mæli ég hiklaust með hinni sígildu geisla- plötu „Feels like home“.“ Stórleikarinn Harrison Ford er mikill vinur Íslands. Í vikunni sást hann í miðbæ Reykjavíkur og virtist kampakátur með lífið. Fyrst fréttist af honum á Austur-Indíafjelaginu þar sem hann snæddi indverskan mat með vini sínum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Fordarinn fer á veitingastaðinn því fræg er ferð þeirra Calistu Flockhart á Indíafjelagið fyrir nokkrum árum. Að sögn þeirra sem sáu leikarann virtist hann himinlifandi með matinn og hakkaði nanbrauðið í sig. Hann var ekki búinn að fá nóg af miðbænum eftir máltíðina og fór beinustu leið niður á Nasa. Þar var Airwaves í fullum gangi og fylgdist hann með íslensku hip-hop-i. Sá hann meðal annars hljómsveit- irnar Fræ og Forgotten Llores. Ungur tónleikagestur gaf sig á tal við stjörnuna sem virtist fíla íslensku músíkina, ekkert síður en indverska matinn. HARRISON FORD Á ÍSLANDI Fékk sér indverskan og sá íslenskt hip-hop Þegar Rotturnar breytast í Rokkstjörnur D ustið rykið af hermannaúlpunni og vefjið hekluðu treflunum um hálsinn. Hátíðin er hafin. Einn merkilegasti viðburður í heimi stendur yfir á lítilli eyju sem líkist lógóinu á Q- bar. Og aðeins í einu litlu póstnúmeri, á nokkrum skítugum börum. Á Iceland Airwaves- hátíðinni breytast nefnilega reykmettaðar, klístraðar búllur í vígvöll. Allar raðir í bænum virðast enda á Austurvelli. Hvort sem það er röðin á Nasa eða Þjóðleikhúskjallaranum, alltaf virðist þessi Jón Sigurðsson standa í röðinni. Það vilja nefnilega allir taka þátt í Airwaves. E n það skrýtna við þetta allt saman er að það er öllum sama. Og þykjast bara fíla stemminguna í röðinni. Manni verður nefnilega ekkert kalt í úlpunni, með trefilinn. Ég fíla þessa hátíð. Það er eitthvað svo skemmtilega broslegt við að borga mörg þúsund krónur til þess að sjá skólahljómsveitir úr MH. Það verða allir svo stoltir og flestir þekkja einn í hverju bandi. Útlendingarnir mæta svo með þumalinn á lofti, stama út úr sér „SKAÚÚL“ og hafa ekki hugmynd um hvað 600 kall er mikið í evrum. A ll flestir eru nefnilega mættir til þess að hlusta á músík. Þetta er ekkert eins og á Þjóðhátíð í Eyjum, þar sem menn mæta til þess að drekka brennivín. Eða á Hróarskeldu þar sem mesta sportið er að pissa á grindverk, renna sér í drullunni og borða Spaghetti Bolognese. Músíkin er númer eitt. Það er líka þetta óvænta sem er svo spennandi við Airwaves. Ég persónulega þekki ekkert af þessum erlendu böndum. En er rosa spenntur. Svo ætla ég örugglega að sjá Skakkamanage, af því að Svavar var einu sinni að vinna með mér. Það þekkja allir einhvern. D oldið fyndið líka hve margir ætla að meika´ða. Er Biggi í Maus ekki búinn að undirbúa sitt stöff í mörg ár. Og nú er komið að því. Djöfull er ég sammála þér með þennan Bigga í Maus. En það er líka bara allt í lagi. Airwaves er hátíð tækifæra, þar sem send er út sér fréttatilkynning vegna komu blaðamanns af Rolling Stones sem fílar geðveikt Jakobínarínu. Ég veit ekki með ykkur en ég ætla allavega að sjá miðbæjarrotturnar breytast í rokkstjörnur, þó ekki sé nema eina helgi. Ég er farinn heim að dusta, og kannski maður líti eftir þeim heklaða. -Breki Logason „Nei, nei, neei, maður er bara á AA-fundum og á fullu í ræktinni,“ segir Eyþór Arnalds aðspurður hvort hann sé byrjaður aftur að drekka. Þrálátur orðrómur hefur gengið um bæinn að sellóleikarinn góðkunni sé byrjaður að smakka´ða á ný. Eins og menn muna þá lýsti Eyþór því yfir með áhrifamiklum hætti fyrr á árinu að hann ætti við áfengisvandamál að stríða, eftir að hann keyrði á ljósastaur. En það er semsagt af og frá og segist Eyþór ánægður með lífið. Enda ekki annað hægt. Ný plata með Todmobile á leið í verslanir. „Ég get upplýst það hér og nú að platan heitir Opus 5. Þetta er fimmta stúdíóplata Todmobile og þess vegna er nafnið viðeigandi.“ Hljómsveitin dvaldi í Barcelona í tvær vikur og tók upp plötuna en á henni eru einungis frumsamin lög eftir þessa dáðu sveit. „Okkur líkaði dvölin í Barcelona vel og kemur jafnvel til greina að halda útgáfutón- leika þar í borg.“ Aðspurður um útgáfudag sagði Eyþór um mánuð í að platan kæmi út. Aðdáendur geta því beðið spenntir eftir sellóleik á heims- mælikvarða í bland við fagra rödd Andreu Gylfadóttur. EYÞÓR ARNALDS Á FULLU Í RÆKTINNI OG SÆKIR AA-FUNDI Opus 5 kemur eftir mánuð Todmobile Gefa út Opus 5 eftir mánuð. Eyþór Arnalds Spenntur fyrir nýju plötu Todmobile.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.