Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 32
„Ég vil búa inni í risastórri pítsu.“ Auðunn Blöndal um draumahús- ið sitt í Fréttablaðinu „Allir í fjölskyld- unni vissu að síminn væri hleraður því það heyrðust sífellt smellir þegar talað var í hann.“ Bryndís Schram í Fréttablaðinu „Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana.“ Bubbi Morthens um risasamninginn í Fréttablaðinu ÖNNUR SERÍAN AF SIRKUS RVK MEÐ ÁSGEIRI KOLBEINS ER FARIN Í LOFTIÐ Ætlum líka að skoða skuggahliðar lífsins „Fyrsta serían var sýnd samfleytt í átta mánuði. Svo tókum við tveggja mánaða pásu og erum byrjaðir aftur,“ segir Ásgeir Kolbeinsson um þættina sína Sirkus Rvk sem eru farnir í loftið. Hann segir einnig tíma hafa verið kominn á að stokka aðeins upp og fékk í lið með sér fimm fagrar stúlkur sem munu taka þátt í þættinum. „Við vildum frekar stelpur en stráka vegna þess að þær hafa kannski ekki verið eins mikið í fjölmiðlum. Ég held að það sé nú bara vegna þess að konur eru feimnari við að koma sér á framfæri. En þetta er fínn hópur þó flestar séu þær byrjendur í sjónvarpi,“ segir Ásgeir og bætir við að stelpurnar séu ólíkar sem gefur þessu ákveðna breidd. Fjalla um bílslys Sirkus Rvk er magasínþáttur en nú verður farið aðeins meira út í viðtöl við áhugavert fólk. „Við ætlum ekkert endilega að taka þetta fólk sem er í Séð og heyrt og Hér & nú en er að gera góða hluti án þess að vera að flagga því.“ Einnig verða skuggahliðar lífsins skoðaðar í nýju seríunni. „Pælingin er til dæmis að fara með lögreglunni og sjá svona þeirra umhverfi og við hvað þeir lifa. Núna hefur hraðakstur verið mikið í umræðunni og í næsta þætti verða viðtöl við aðila sem hafa lent í stærstu slysum ársins, eða misst einhvern nákominn.“ Verður Sirkus Rvk þá kannski meira eins og Kompás? „Nei ekki beint. Þetta verður svona blanda af þessum alvöru gefnu þáttum og skemmtilegu efni. En auðvitað í mun minna formi. Hvert innslag er ekki lengra en fimm mínútur. Svo ef þú fílar ekki einhvern þarftu ekki að bíða lengi eftir næsta atriði.“ Ekkert of merkilegt Þátturinn hans Ásgeirs er á dagskrá á miðviku- dögum klukkan hálftíu og hann hvetur fólk til þess að hafa samband með atburði og annað. „Það er ekkert of ómerkilegt og ekkert of merkilegt fyrir þáttinn, þannig að það er um að gera að hafa samband.“ Að fyrrum fréttamaðurinn og fasteignasjónvarpsmaðurinn Hlynur Sigurðsson sé kosningastjóri Illuga Gunnars- sonar í prófkjöri Sjálfstæðis- flokkins / Að Helgi Eysteinsson, fyrrum sjónvarpsstjarna af Skjá einum, Skotsilfri, sé kosningastjóri Bjarna Bene- diktssonar. Sjónvarpsstjörn- urnar greinilega vinsælar í plögginu / Að það hafi kostað 7 milljónir að flytja inn Gorbatsjov og Björgólfur Thor hafi ekki tekið krónu fyrir flugfarið / Að Halla Vilhjálmsdóttir fari á kostum í upptökum á nýja X-Factor þættinum / Að áhugamannaliðið Rauða Eistað ætli að spila við Chelsea í London á næstunni / Að Iborius, nýja verslun Hrafnhildar Hólmgeirsdóttur og Jóns Sæmundar, fari af stað með miklum látum og hafði erlendur blaðamaður á orði á dögunum að verslunin væri ein sú glæsilegasta í Evrópu á sínu sviði / Að Paddington- kápurnar séu að koma aftur í tísku / Að Keikó hafi snúið sér við í gröfinni í vikunni. Sumir tala um jarðhræringar en aðrir skella skuldinni á íslensk stjórnvöld / Að fyrsta tímarit Húsa og Híbýla, undir stjórn Tinna Sveinssonar, fari vel af stað og almenn ánægja sé með frumburð stráksins / Að Þorkell Máni á X-inu ætli að slá til og taka við þjálfun meistaraflokks kvenna í Grafarvoginum / Að landsliðs- maðurinn Vignir Svavarsson fái ekki starfsheitið Ninja í símaskránna. Hann hefur einnig prófað að vera hestahvíslari en án árangurs/ sirkusrvk@365.is minnsirkus.is/sirkusrvk RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, 32 ÁRA. Tekur fyrir mál sem eru ekki í umræðunni. Kynnir sér hluti sem hægt er að gera í Reykjavík. KAREN LIND TÓMASDÓTTIR, 23 ÁRA. Sér um uppákomur í skemmtanalífinu og öðrum hlutum sem teljast til skemmtana. MANÚELA ÓSK HARÐARDÓTTIR, 24 ÁRA. Sér um uppákomur í skemmtanalífinu og öðrum hlutum sem teljast til skemmtana. HELENA EUFEMÍA SNORRADÓTTIR, 23 ÁRA. Kvikmyndir, spennandi uppákomur, íþróttatengd málefni. EVA DÖGG SIGURGEIRSDÓTTIR, 36 ÁRA. Tekur fyrir tísku, tískutengda hluti og lífsstíl. 30% 3 Útsala20-40% afsláttur 20-30% afsláttur af rúmum Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14Nýtt kortatímabil Baðsloppar 20% afsláttur Handklæði 30% afsláttur Rúmteppasett 20-40% afsláttur Sængurfatnaður 20% afsláttur Ég var að heyra... Þetta heyrðist í vikunni ... 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.