Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 20. október 2006 5 Eftirréttir ættu kannski að heita eftirvæntingarréttir enda er þeir kærkomnir eftir góða máltíð. Hér leyfði Nino sköpunargleð- inni aðeins að njóta sín enda er skemmtilegt að enda góða máltíð með glans. Uppistaðan er ferskir ávextir að eigin vali, ananas, rúsínur, perur, mangó eða hvað sem er. Ávextirnir eru látnir liggja í ávaxtalíkjör. Skerið niður eplaskífur. Setjið sítrónusafa í pensil og málið létt yfir eplasneiðarnar svo að þær verði ekki brúnar þegar á líður. Síðan er ávöxtunum raðað á milli skífanna og borið fram með ís að eigin vali. Fyrir þá sem vilja fara alla leið og hleypa ekta ítalskri stemmningu að matarborðinu ættu að handgera sitt eigið pasta. Vissulega er það ekki hrist fram úr erminni en það er vert að reyna. Mest um vert er að nota rétta hveitið í pastagerðina en Nino mælir með Semolino hveiti. Með hálfu kílói af hveiti og þremur eggjum fæst pasta-skammtur fyrir um sjö til átta manns. Hrærið hveitinu og eggjunum saman og bætið salti við. Stundum er þörf á að bæta vatni við en það sést fljótt þegar byrjað er að hræra. Þá er komið að erfiðisvinnunni en það er að fletja degið út. Þegar þið teljið deigið vera orðið nógu flatt, skuluð þið fletja um helmingi meir. Þá ætti deigið að vera tilbúið fyrir skurð. Hægt er að fá sérstaka skurðarhnífa til að meðhöndla pasta en gamla góða kleinujárnið eða pítsahnífur- inn dugar einnig vel. Lykilatriðið við skurðinn er nota nógu mikið af hveiti svo að deigið límist ekki við allt og alla. Þegar ferskt pasta er svo soðið fellur það til botns í pottinum þegar það er sett í hann. Þegar pastað flýtur aftur upp þá er það tilbúið en það tekur rétt um þrjár mínútur. Lauksúpa Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Ógrátandi get ég sagt frá þessari súpu því að ég kann trix við að skera laukinn sem virkar vel. Takið hýðið af lauknum og látið laukana svo liggja í köldu vatni í tíu mínútur áður en þeir eru skornir niður í þunnar sneiðar. Þó þessi lauksúpa sé ekki fljótleg, þá er hún mjög auðveld í matreiðslu og unaðslega ljúffeng. Hún minnir á níunda áratuginn, haustið og bestu daga ársins. 1 kg laukur (afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar) 5 msk ólífuolía 1 tsk ferskt blóðberg 3 dl rauðvín 2 msk balsam edik 1 líter kjúklingasoð (gjarnan úr kjúkl- ingakrafti) nýmalaður svartur pipar 2 hvítlauksgeirar 5-6 msk rifinn parmesan-ostur (eða annar bragðmikill ostur) 1 snittubrauð 1. Hitið 3 msk. af olíu í potti og steikið laukinn ásamt salti og blóðbergi við miðlungshita, hægt og rólega í um 45 mínútur. Hrærið í öðru hverju. 2. Á meðan laukurinn steikist, skerið snittubrauðið í um 3 sm þykkar sneiðar. Penslið sneiðarnar með ólífuolíu og ristið í ofni þar til þær verða gullnar og stökkar. Takið sneiðarnar út úr ofninum og nuddið þær því næst með hvítlauknum. 3. Þegar laukurinn hefur steikst í 45 mínútur setjið þá balsamedikið út í pottinn, hrærið í og steikið áfram í 15 mínútur. Setjið þá rauðvínið út í og svo kjúklingasoðið. Smakkið súpuna til, piprið hana vel og vandlega og haldið henni heitri. 4. Raðið helmingnum af snittubrauðsneiðunum í botninn á eldföstu móti. Veiðið lauk upp úr súpunni og setjið yfir sneiðarnar og stráið helmingnum af ostinum yfir. Setjið því næst önnur lög af brauði, lauk og osti ofan á og ausið nokkrum skeiðum af súpu yfir. Setjið brauðið í 170 gráðu heitan ofn og bakið í um 20 mínútur. Þegar brauðið er tilbúið ausið þá súpunni í súpuskálar, skiptið brauðinu á milli skálanna og berið fram. Mozzarella caprese. Ferskir tóm- atar á mozzarella osti. Nino lofaði íslenska Mozzarella ostinn í hástert. Ef halda á sannkallaða ítalska veislu er eins gott að vera með nógu mikið á borðum, og að sjálfsögðu, nógu mikinn hvítlauk. - leggur heiminn að vörum þér H 2 hö nn un Ástríðubaun Kaffitárs er merki um hina eilífu leit okkar að góðu úrvalskaffi - og í huga okkar er ástríðubaunin takmark okkar. Veröld Kaffitárs er þó eingöngu samansett úr ástríðubaunum - það er það sem gerir hana svo ljúfa í bolla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.