Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 24
24 27. október 2006 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Erlendir valdsmenn, sem mótmæla hvalveiðum, hafa ekki verið spurðir mikilvægustu spurningarinnar: Hvers vegna eru þeir á móti þeim? Ef svarið er, að hvalir séu í útrýmingar- hættu, þá gildir það ekki um þá hvalastofna, sem veiddir eru á Íslandsmiðum. Nóg er af þeim, segja vísindamenn, og raunar meira en nóg, því að þeir eru skæðir keppinautar mannfólksins um fæðu úr sjó. Ef svarið er, að rangt sé siðferðilega að drepa hvali, þá má spyrja á móti, hvað valdsmönnunum finnist um það, að hvalir drepa fjölda sjávardýra sér til matar. Hvalamálið leiðir hins vegar hugann að öðru. Umhverfi okkar mannanna hefur batnað stórkost- lega síðustu áratugi, eins og Björn Lomborg bendir á í hinni fróðlegu bók „Hið sanna ástand heimsins“, sem kom út á íslensku árið 2000. Heimsendaspár hafa reynst rangar. Miklu færri dýrategundir eru til dæmis í útrýmingarhættu en haldið hefur verið fram. Einnig má nefna fólksfjölgun. Oft er sagt, að jörðin geti ekki brauðfætt þá milljarða manna, sem eiga eftir að bætast við á þessari öld. En mörg þéttbýlustu lönd heims eru í Norðurálfunni, til dæmis Holland. Það stendur íbúum þar ekki fyrir þrifum. Með „grænu byltingunni“ á sjöunda áratug síðustu aldar stórjókst matvælaframleiðsla. Vissulega er enn til hungur í heiminum, en það má rekja til ófriðar og slæms stjórnarfars, ekki hins, að jörðinni sé ofboðið. Fleiri lifa nú en áður og betra lífi. Meðalaldur hefur tvöfaldast síðustu hundrað ár. Mjög hefur dregið úr barna- dauða og margvíslegum smit- og hörgulsjúkdómum með aukinni velmegun og framförum í lækningum. Í þriðja lagi ber að benda á þróunarlöndin. Þótt þau séu mörg snauð, hefur dregið þar úr fátækt, sérstaklega þar sem atvinnufrelsi hefur verið leiðarljósið, eins og í Hong Kong og Singapore. Nú hefur meiri hluti íbúa þróunar- landanna aðgang að hreinu drykkjarvatni, sem er höfuðnauð- syn til að halda heilsu. Ólæsi æskufólks hefur minnkað úr 70 prósentum fyrir fjörutíu árum niður í 20 prósent. Margt er ógert, en stefnir í rétta átt. Margir hafa áhyggjur af sóun náttúruauðlinda og mengun. Í „Endimörkum vaxtarins“, sem kom út á íslensku 1974, var því spáð, að ýmis hráefni myndu fljótlega ganga til þurrðar. Þetta reyndist rangt. Hvort tveggja er, að fundist hefur meira af slíkum efnum og að með betri tækni hefur nýting þeirra batnað. Oft er einnig fullyrt, að svokallað súrt regn eyði skógum. En komið hefur í ljós, að áhrif þess á skóga eru lítil sem engin. Enn fremur er því iðulega haldið fram, að skógar séu af ýmsum öðrum ástæðum að eyðast. En skógar þekja jafnmikil svæði jarðar nú og fyrir hálfri öld. Raunar eiga þeir miklu minni þátt í nauðsynlegri súrefnismynd- un í andrúmsloftinu en aðrar plöntur, svo sem svif sjávar. Ég hef áður bent á það hér í blaðinu, að hugsanlega sé jörðin að hlýna eitthvað, en óvíst sé, að það sé vegna losunar koltvísýr- ings í andrúmsloftið. Jörðin hefur áður hlýnað snögglega, enda tekur loftslag sífelldum breyting- um. Sumir vísindamenn halda því raunar fram, að hitastig jarðar fari aðallega eftir eldvirkni á yfirborði sólar. Síðast, en ekki síst, verður að huga að öryggi inn á við og út á við. Af því eru góðar fréttir. Ofbeldisglæpir hafa víðast minnkað. Á 13. öld voru í Eng- landi framin um 20 morð á hverja 100 þúsund íbúa, en um miðja tuttugustu öld var talan komin niður í 0,5. Þótt ofbeldisglæpir séu miklu tíðari í Bandaríkjunum en Bretlandi, hefur líka dregið þar úr slíkum glæpum, meðal annars vegna hertrar löggæslu. Miklu friðvænlegra er í heimin- um nú en fyrir 1989, þegar kalda stríðinu lauk. Á síðustu öld voru háðar tvær mannskæðar heims- styrjaldir, og í kalda stríðinu veifuðu risaveldin kjarnorku- sprengjum hvort framan í annað. Nú er hættan önnur og miklu minni. Hún er af skálkaríkjum og hryðjuverkasamtökum. Ef brugðist er við henni af röggsemi, þá kann að renna upp svipuð friðaröld og var frá lokum Napóleonsstyrjaldanna 1815 og fram til 1914. Heimurinn er ekki fullkominn, en hann fer batnandi, þótt vitaskuld eigum við að berjast gegn sóun náttúruauðlinda, mengun og því fólki, sem ógnar öryggi okkar. Frelsið krefst sífelldrar árvekni. Heimur batnandi fer Heimsendaspár U mræður um tengsl Íslands og Evrópusambandsins hafa legið í láginni. Eftirtektarvert er að áhugasemi um þetta umræðuefni virðist litlu meiri í röðum þeirra stjórnmálamanna sem teljast meðmæltir aðild en hinna sem teljast vera andvígir. Nýr formaður Framsóknarflokksins vísaði til að mynda nýverið öllum slíkum bollaleggingum fram á annan áratug aldarinnar. Í prófkjörskynningarblaði Samfylkingarinnar nefndu fjórir af meir en sjötíu frambjóðendum Evrópusambandið á nafn. Það lýsir ekki djúpri sannfæringu fyrir stefnuskránni. Mála sannast er að við höfum haft gildar ástæður til að standa utan við fulla aðild að Evrópusambandinu. Þar kemur margt til. Sjávar- útvegshagsmunir hafa vegið þar mjög þungt. Enn fremur eru við- skiptahagsmunir þjóðarinnar vel tryggðir með EES-samningnum. Jafnframt er á það að líta að hagvöxtur hefur verið góður og atvinnustig hátt. Þar af leiðandi hefur ekki verið mikill þrýsting- ur af efnahagslegum ástæðum til þess að breyta stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu. Tíminn stendur hins vegar ekki í stað. Margvíslegar breytingar eru að verða bæði í þjóðarbúskapnum og því alþjóðlega umhverfi sem þjóðin er háð bæði viðskiptalega og pólitískt. Slík tengsl eru öllum framsæknum þjóðum nauðsynleg. Óumdeilt er að EES-samningurinn er traust viðskiptaleg undir- staða í þessu tilliti. En þær stofnanir sem hafa öðru fremur tryggt pólitíska fótfestu okkar í alþjóðasamfélaginu, Atlantshafsbanda- lagið og Norðurlandaráð, hafa hins vegar verið að veikjst. Óneitan- lega slævir sú þróun pólitísk tengsl þjóðarinnar út á við. Til lengri tíma getum við ekki horft framhjá því. Að því er þjóðarbúskapinn varðar er deginum ljósara að krón- an verður stöðgugt máttlausari sem sjálfstæður gjaldmiðill. Vand- séð er að unnt verði að tryggja varanlegan stöðugleika með henni. Sjávarútvegsfyrirtækin eru nú sterkari og samkeppnishæfari en áður var en vægi atvinnugreinarinnar hefur þar á móti minnkað. Við megum ekki loka augunm fyrir breytingum og þróun í eigin umhverfi. En það eru líka pólitískir blindingjar sem ekki gera sér grein fyrir því að sem fyrr eru margvíslegar pólitískar hindranir í vegi Evrópusambandsaðildar. Í því sambandi má nefna beinan kostnað og óvissu um þróun sambandsins. Eftir sem áður er okkur nauðsynlegt að tryggja raun- veruleg yfirráð yfir auðlindum sjávar. Og af samkeppnisástæðum er mikilvægt að við getum ákveðið eigin skattastefnu. Að öllu þessu virtu er eigi að síður réttur tími nú til þess að virða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Kjarni þess máls er að meta verulega breyttar aðstæður á móti pólitískum hindrunum sem enn eru til staðar. Ekki er unnt að fullyrða að slíkt mat muni óhjákvæmilega leiða til breytinga á stöðu okkar gagnvart sambandinu. Og fráleitt væri að stilla þeirri spurningu upp sem kosningamáli á vori komanda. Til þess er það ekki nógsamlega þroskað. En það ber vott um ógott pólitískt tímaskyn að skjóta þessu mati inn í framtíðina. Þetta er verkefni sem þarf að takast á við í mál- efnalegri pólitískri umræðu. Næstu fjögur ár eru eðlilegur tími til virkrar og hleypidómalausrar skoðunar á þessu mikla álitaefni. Að því búnu er unnt að taka strikið. Breytingar á stefnu Íslands að þessu leyti eru ekki skynsamleg- ar nema um þær náist breið samstaða aukins meirihluta á Alþingi og meðal þjóðarinnar. Ísland og Evrópusambandið: Hefur eitthvað breyst? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Sjálfstæðisfólk hefur í dag og á morgun tækifæri til að sýna í verki að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur jafnréttis í reynd, með því að veita konum góða kosningu í próf- kjörinu í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Í gegnum tíðina hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið í fararbroddi í bar- áttunni fyrir jöfnum rétti og stöðu kynjanna, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Staðreyndirnar tala sínu máli. Fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi sat þar sem fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins eftir stofnun hans 1929. Sjálfstæðiskona varð fyrst kvenna til að gegna stöðu borgarstjóra í Reykjavík, taka sæti ráðherra í ríkisstjórn og gegna embætti forseta Alþingis. Lengi vel átti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta þeirra kvenna sem setið höfðu á þingi. Sjálfstæðis- flokkurinn var við völd þegar fyrstu jafnréttislögin voru sett. Og ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðis- flokksins á heiðurinn af þýðingarmestu löggjöfinni í seinni tíð á sviði jafnréttismála, lög- unum um fæðingarorlof frá árinu 2000. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa vinstriflokkarnir löngum reynt að eigna sér jafnréttismálin og grafa undan trúverðugleika Sjálfstæðis- flokksins í þeim málaflokki. Og því miður hefur það komið fyrir að sjálf- stæðismenn hafa gefið höggstað á sér með því að veita konum slæma útreið í prófkjöri. Þannig fækkaði þingkon- um flokksins í Reykjavík eftir síðustu þingkosningar. Niðurstaða prófkjörs- ins sem fram fer í Reykjavík í dag og á morgun má ekki verða á þá leið. Það er brýnt að konur fái góða kosningu, svo ljóst megi vera að Sjálfstæðis- flokkurinn sé sannarlega trúverðug- ur málsvari jafnréttis. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hvet- ur sjálfstæðisfólk til að veita konum brautargengi í prófkjörinu, til jafns við karla. Kjósendur bera þá ábyrgð að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði eftir sem áður í fararbroddi í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík. Jafnréttisflokkur í reynd ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR Heimsendaspár hafa reynst rangar. Miklu færri dýra- tegundir eru til dæmis í útrýmingarhættu en haldið hefur verið fram. Flokkaást Margir halda því fram að Össur Skarphéðinsson, hinn ágæta þing- flokksformann Samfylkingar, langi svo mikið til að vera hluti af Sjálf- stæðisflokknum að hann geti varla um aðra flokka hugsað né skrifað. Hann hálfpartinn öfundi sjálfstæðis- menn af sínum ágæta flokki. Sem dæmi hafi hann birt átta pistla á heimasíðu sinni frá 18. október. Sjö þeirra eru um Sjálfstæðisflokkinn! Þingflokksformaðurinn sjálfur hefur húmor fyrir þessum veikleika sínum og segist hafa alist upp á „hard-core“ íhaldsheimili hjá sínum gamla og góða föður. Honum þyki bara svo vænt um Sjálfstæðisflokkinn að honum sé ekki sama um hvernig honum vegni. Engin tepra „Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki ákvörðun flokksbræðra minna að fara í veiðar á hval í atvinnuskyni,“ segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, á heimasíðu sinni. Efasemdir um ágæti hvalveiða virðast því hríslast um alla flokka. „Ég tek það fram að ég er engin tepra í þessu máli, ég held bara að hér fari meiri hagsmunir fyrir minni,“ segir Þorbjörg og líklega taka einhverjir undir orð hennar. Kolblár Guðni Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra dvaldi heila helgi í Úthlíð í Biskupstungum hjá þeim miklu sjálf- stæðismönnum, Birni bónda og Ólafi Björnssyni lögmanni. Á sunnudags- morgun hringdi Guðni í Ólaf og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hefði vaknað um morguninn og væri trú- lega orðinn kolblár sjálfstæðismaður, hugsaði eingöngu um peninga og gróða. Þetta væri mjög kvalafullt og erfitt. Spurði Guðni Ólaf ráða. Ólafur var snöggur til svars og sagði Guðna að fara strax í kirkju föður síns og biðja Guð almáttugan að hjálpa sér. Hann einn gæti leyst þessa þraut. bjorgvin@frettabladid.is Kirkjukór frá Færeyjum í heimsókn Tónleikar í Breiðholtskirkju í Mjódd laugardaginn 28. október kl. 20.00 Kórinn syngur einnig í Færeyska Sjómanna- félaginu sunnudaginn 29. október kl. 17:00 og í Tómasarmessu í Breiðholtskyrkju í Mjódd kl. 20.00 ókeypis aðgangur. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.