Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 94
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR58 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 sakeyrir 6 hvað 8 hamfletta 9 hljóma 11 sem 12 fylgsni 14 trufla 16 golf áhald 17 niður 18 kúgun 20 guð 21 góla. LÓÐRÉTT 1 ofneysla 3 hvort 4 prestur 5 lítill sopi 7 heimsálfa 10 fæða 13 suss 15 megin 16 kaðall 19 á fæti. LAUSN LÁRÉTT: 2 sekt, 6 ha, 8 flá, 9 óma, 11 er, 12 felur, 14 raska, 16 tí, 17 suð, 18 oki, 20 ra, 21 gala. LÓÐRÉTT: 1 óhóf, 3 ef, 4 klerkur, 5 tár, 7 ameríka, 10 ala, 13 uss, 15 aðal, 16 tog, 19 il. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, er upp með sér yfir að Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur ætli að skrifa ævisögu hans og gefa út í þremur bindum. Eins og Frétta- blaðið sagði frá í gær kemur fyrsta bindið, sem telur reyndar ekki nema tvær blaðsíður, út fyrir þessi jól og ber titilinn Hannes - Nóttin er blá, mamma. Hannes var undir stýri þegar Fréttablaðið truflaði hann. „Þetta er bara auglýsing fyrir mig og ég tek því auðvitað vel,“ segir hann eftir að hafa lagt bifreið sinni út í vegkanti. Hannes kvartar ekki þótt Óttar hafi skrifað bókina án samráðs við sig. „Hann getur skrifað um mig eins og hann vill, ég hef ekkert að fela. Hver veit nema ég skrái sjálfur niður það sem á daga mína hefur drifið þegar fram líða stundir og þetta verður bara til þess fallið að vekja athygli á því. Bók um mig og þá sem ég hef hitt í gegnum tíðina gæti orðið mjög forvitnileg,“ segir Hannes. Hann hlakkar til að sjá fyrsta bindi ævisögu sinnar, sem bregð- ur ljósi á uppvaxtarár hans. „Ég býst við að höfundurinn geri sér far um að koma eintaki í mínar hendur. Það verður gaman að sjá hvernig honum hefur tekist til.“ - bs Upp með sér yfir ævisögunni HANNES HÓLMSTEINN Finnst líklegt að hann muni skrá eigin endurminningar þegar fram líða stundir. ... fær Eyjólfur Kristjánsson sem syngur undurfagran óð til hetjunnar sinnar, Björgvins Halldórssonar, á nýrri plötu sinni og Stebba Hilmars. Matvöruverslanakeðjan Iceland hefur gengið frá samkomulagi við bresku sjónvarpsstöðina ITV um að vera einn aðalbakhjarl raunveru- leikaþáttaraðinnar I‘m a Celebrity, Get Me Out of Here. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda í Bretlandi en í þeim birtast misfrægar per- sónur úr bresku götublöðum og keppa um glæsileg verðlaun. Iceland er að mestu í eigu Íslendinga en Fons, sem athafna- maðurinn Pálmi Haraldsson á, og Baugur Group eiga í kringum sextíu pró- senta hlut í versl- anakeðjunni. Pálmi, sem er stjórnaformaður Ice- land, hafði sjálfur lesið um málið á netinu en vissi ekki meira um það að svo stöddu. „Nei, ég hafði ekki hugmynd um þetta, það er ein- hver forstjóri þarna úti sem hefur ákveðið þetta,“ útskýrði Pálmi, sem sagði jafnframt að fyrirtækið hefði ákveðnar fjárhæðir til að ráðstafa í markaðsmál. „Ég treysti því að þessi samningur sé rétt ákvörðun,“ sagði Pálmi og viður- kenndi að hann hefði ekki hug- mund um hvaða þátt væri um að ræða. „Nei, ég er ekki mikill sjónvarpskarl, vinnst ekki mikill tími til að glápa á það.“ Um sjöttu þáttaröðina í þessari raunveruleikaþáttaröð er að ræða og er reiknað með að hún fari í loft- ið þann 19. nóvember. Þegar vin- sældir hennar hafa verið hvað mestar er talið að yfir sextán millj- ónir hafi horft á þættina. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn í þátt- unum eru brjóstabomban Jordan og hinn sykursæti unnusti hennar, Peter Andre, en þau kynntust ein- mitt við gerð þriðju þáttaraðarinn- ar. - fgg Iceland styrkir breskan raunveruleikaþátt PÁLMI HARALDSSON Hafði lesið um málið en vissi ekkert meira. Sagðist auk þess ekki vera mikill sjónvarpskarl. JORDAN OG PETER Slógu í gegn í þriðju þáttaröðinni en þau féllu fyrir hvort öðru á meðan á tökum stóð. Björn Bjarnason hefur verið duglegur við að kynna sjálfan sig fyrir komandi prófkjör. Engu að síður kom það mörgum á óvart er hann ákvað að mæta í útvarpsþáttinn alræmda Capone á X-FM. Björn stóð sig með prýði í þættin- um og ræddi við þá Andra og Búa um allt á milli him- ins og jarðar, m.a. brotthvarf hans úr blaðamennskunni í stjórnmálin. Talið barst einnig að Die Hard- myndunum og játaði Björn að vera hrifinn af þeim. Sagðist hann þó ekki vera meiri aðdáandi Willis en annarra og fannst fregnir um þessa meintu aðdáun hans hafa verið blásnar fullmikið upp á sínum tíma. Andri spurði Björn hreint út hvort hann hefði einhvern tímann notað eiturlyf og þvertók Björn fyrir það. Björn spurði á móti hvort þessi þáttur, Capone, væri vinsæll og þeir félagar önsuðu því að hann væri sá vinsælasti á landinu og slægi auðveldlega út allt annað, þar á meðal Bylgjuna, hvað sem hver hefði að segja um það. Allt stefnir í að allsherjarþing Ásatrúarfélagsins, sem fram fer nú á laugardaginn á Sögu, verði sögu- legt, enda margir þar fornir í hátt- um og fornir í lund. Talsverður hiti er innan félagsins en hópur manna er afar ósáttur við núverandi stjórn og einkum það að hún hafi selt húsnæði félagsins úti á Granda. Torfi Geirmundsson hárskeri er einn þeirra, eins og Fréttablaðið greindi frá um daginn, og ætlar að bjóða sig fram til stjórnar. Þá eru þeir gráir fyrir járnum bræðurnir Sigurður Þórðarson og ekki síður bróðir hans alþingismaðurinn, og goði fyrir Vesturland, Sigurjón, sem ætla að láta sverfa til stáls vegna málsins. Á hinn bóginn eru margir innan stjórnar og utan sem þykir Torfi hafa verið heldur glannalegur í yfirlýsingum á síðum Fréttablaðsins. -fb/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég vissi að það þýddi ekkert að opna kosningaskrifstofu á einum stað og segja: Leyfið fólkinu að koma til mín,“ segir Róbert Mars- hall prófkjörsframbjóðandi. Hann flakkar nú um hið víðfeðma Suður- kjördæmi á ljósbrúnum húsbíl sem hann hefur merkt sér í bak og fyrir og gert að fjórhjóladrifinni kosningaskrifstofu. „Suðurkjördæmi er gríðar- stórt, teygir sig frá Garðskaga- vita austur að Höfn í Hornafirði, út í Eyjar og Uppsveitir,“ segir Róbert, sem var á leið austan frá Höfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég þarf því að fara sjálfur á staðinn á fund við kjós- endur, bæði til að kynna mig og heyra hvaða mál brenna á íbúum í kjördæminu.“ Foreldrar Róberts eiga húsbíl- inn, sem honum fannst kjörið að taka í sína þjónustu til að fara á fund við kjósendur. „Ég ek núna á milli staða, ræði við fólk úti á götu og í fyrirtækjum og hefur verið afskaplega vel tekið,“ segir fram- bjóðandinn en með honum í för er Jói stjúpfaðir hans. Þótt húsbíllinn sé í eigu fjöl- skyldunnar hafði Róbert ekki sofið í honum fyrr en nú en segir ekki væsa um sig. „Það er stórfínt að gista í honum og fer virkilega vel um mann.“ Róbert er þekktur kassagítarleikari, hljóp í skarðið fyrir sjálfan Árna Johnsen í Brekkusöng á Þjóðhátíð um árið eins og þekkt er, og að sjálfsögðu er gítarinn með í för. „Ég reyni alltaf að taka hann með þegar ég fer í ferðalög. Ég hef hins vegar ekki tekið lagið enn sem komið er,“ segir hann. Eftir prófkjörið verður Róbert hins vegar að finna sér aðra kosn- ingaskrifstofu því að prófkjörinu loknu ætla foreldrar hans að selja bílinn hæstbjóðanda. „Og fyrir rétt verð má jafnvel semja um að láta merkingarnar fylgja með,“ segir Róbert að lokum. bergsteinn@frettabladid.is RÓBERT MARSHALL: FARANDFRAMBJÓÐANDI Á SUÐURLANDI Kosningaskrifstofa á hjólum og gítarinn í aftursætinu FYRIR FRAMAN KOSNINGASKRIFSTOFUNA Róbert segir ekki væsa um sig í bílnum og sefur eins og barn. Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku Líka fyrir þig; lífið, f éttirnar og fjörið á ensku F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.