Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 88
52 27. október 2006 FÖSTUDAGUR HANDBOLTI Júlíus Jónasson lands- liðsþjálfari tilkynnti í gær 16 manna leikmannahóp sem fer á æfingamót í Hollandi í byrjun næsta mánaðar en mótið er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu í lok nóvember. Á blaða- mannafundi Handboltasambands- ins í gær var einnig skrifað undir þriggja ára samsstarfssamning HSÍ og Lyfju en samningurinn á að hafa mikið gildi fyrir kvenna- landsliðin. Verðmæti samningsins fékkst ekki uppgefið. „Eins og staðan er núna tel ég þetta okkar sterkasta hóp. Þess skal reyndar getið að ég hef ekki séð allar okkar stelpur sem spila erlendis og mér fannst óþægilegt að velja leikmenn sem ég hafði ekki skoðað og vissi ekki hvort væru í lagi. Þannig að vonandi eigum við fleiri leikmenn inni,“ sagði Júlíus. Nokkrir leikmenn gáfu ekki kost á sér í hópinn en koma þrátt fyrir það til greina í hópinn fyrir undankeppnina. Júlíus ætlar sér að rífa upp metnaðinn fyrir landsliðinu hjá stelpunum og meðal annars verð- ur dagskrá landsliðsins langt fram í tímann sett inn á vefsvæði HSÍ og ætlast Júlíus til þess af stelpun- um að þær skipuleggi sumarfrí, afmæli og brúðkaup í kringum dagskrá landsliðsins. „Ég vil koma þeim hugsunar- gangi inn hjá stelpunum að þær plani í kringum landsliðið. Ef þær ætli sér að vera landsliðskonur verði að taka verkefni og dagskrá liðsins alvarlega. Með þessu er auðvelt að sjá hvaða leikmenn hafa metnað fyrir landsliðinu og hvaða leikmenn hafa ekki þann metnað sem þarf,“ sagði Júlíus en hann játar fúslega að hafa ekki fylgst mikið með kvennaboltanum áður en hann var ráðinn landsliðs- þjálfari. „Ég sá einstaka leik en var ekk- ert að sækja leiki. Ég hef verið duglegur upp á síðkastið en get gert betur og þarf að gera betur. Boltinn hér heima er nokkuð góð- ur og leikirnir upp og ofan.“ Þetta er fyrsta þjálfunarverk- efni Júlíusar með stelpur og því liggur beint við að spyrja hvernig það leggist í hann? „Ég er ekkert stressaður en auðvitað þarf ég að breyta ein- hverjum áherslum. Sumir frasar sem virka á strákana munu ekki virka á stelpurnar. Það skemmtilega við svona verkefni er að maður þarf að spá í hvernig eigi að nálgast hlutina því það er ekki hægt að gera nákvæm- lega sömu hlutina hjá stelpum og strákum,“ sagði Júlíus en ætlar hann að öskra minna á stelpurnar en strákana? „Nei, ekkert endi- lega. Það gildir það sama með stráka og stelpur að það er mis- jafnt hvað þarf að öskra mikið á hvern einstakling.“ henry@frettabladid.is Ætlast til að stelpurnar skipuleggi frí og brúðkaup í kringum landsliðið Júlíus Jónasson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í gær. Hann ætlar að rífa upp metnaðinn hjá stelpunum fyrir landsliðinu. HARÐUR HÚSBÓNDI Júlíus Jónasson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í handknatt- leik, ætlar sér ekki að vera með neina farþega í íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÓPURINN: Hrafnhildur Skúladóttir SK Århus Drífa Skúladóttir Valur Berglind Íris Hansdóttir SK Århus Íris Björk Símonardóttir Grótta Rakel Dögg Bragadóttir Stjarnan Kristín Clausen Stjarnan Hildigunnur Einarsdóttir Valur Guðbjörg Guðmannsdóttir Fredriksh. Ragnhildur Guðmundsdóttir Skive Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan Anna Úrsula Guðmundsdóttir Grótta Eva M. Kristinsdóttir Grótta Arna Sif Pálsdóttir HK Auður Jónsdóttir HK Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan Hanna G. Stefánsdóttir Haukar FÓTBOLTI Framherjinn Jóhann Þór- hallsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við KR. Þetta er í annað sinn sem hann kemur í herbúðir félagsins; hann var þar á sínum yngri árum en sneri aftur til Akureyrar eftir að hafa fengið fá tækifæri með Vesturbæjar- liðinu. Jóhann var samningsbundinn Grindavík til tveggja ára og KR varð því að kaupa Jóhann frá Grindavík. Hann er annar leik- maðurinn sem fer í KR úr Grinda- vík á skömmum tíma en Óskar Örn Hauksson samdi við KR á dögunum. „Það er mjög ánægjulegt að vera kominn aftur í KR. Það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá félaginu og ég er mjög spennt- ur. Þetta er öðruvísi en þegar ég var síðast hjá liðinu,“ sagði Jóhann við Fréttablaðið í gær en hann valdi KR aðallega út af þjálfaran- um Teiti Þórðarsyni. „Teitur trekkir að. Það er ekki spurning. Ég hef mikla trú á Teiti. Ég hefði getað fengið meiri pen- inga annars staðar en mér fannst KR mest spennandi. Það er mikill metnaður hjá félaginu, vel staðið að öllum hlutum og ekki skemmir fyrir að liðið er í Evrópukeppni á næsta ári,“ sagði KR-ingurinn Jóhann Þórhallsson. - hbg Jóhann Þórhallsson kominn á fornar slóðir eftir að Grindavík seldi hann til KR: Teitur Þórðarson trekkir að leikmenn til KR ALLIR Í KR Jóhann Þórhallsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við KR. Hann segist hafa valið félagið frekar en peninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Fylkismenn hafa samið við þrjá leikmenn sem munu styrkja liðið á næstu leiktíð. Þeir eru varnarmennirnir David Hannah og Kristján Valdimarsson sem léku báðir með Grindavík í sumar og Freyr Guðlaugsson, leikmaður Þórs á Akureyri. Hannah er 33 ára miðvörður sem á langan feril að baki í Skot- landi þar sem hann lék meðal ann- ars með Celtic og Dundee United. Hefur hann leikið á þriðja hundr- að leiki í skosku úrvalsdeildinni með þessum liðum. „Þetta er reyndur leikmaður sem ætti að nýtast okkur vel,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, við Fréttablaðið. „Okkur hefur vantað reynslu í okkar hóp og vonandi færir hann okkur eitt- hvað slíkt.“ Kristján er uppalinn Fylkis- maður sem samdi við Grindavík fyrir síðastliðið tímabil en ákvað að ganga aftur til liðs við Fylki eftir að Grindavík féll í haust. „Það er gott að fá Kristján aftur heim. Hann er samviskusamur leikmaður sem hefur bætt sig mikið í sumar. Hann er líka kom- inn heim til að standa sig enn betur en hann hefur gert hingað til.“ Að síðustu fengu Fylkismenn Frey Guðlaugsson, 23 ára varnar- og miðjumann. „Þetta er ungur strákur sem hefur spilað nánast alla leiki með Þór síðustu fjögur árin. Hann er duglegur og sam- viskusamur og með metnað til að ná enn lengra. Vonandi náum við að virkja hann vel í liðinu.“ Þó nokkrir leikmenn Fylkis eru að renna út á samningi en Leifur segir að viðræður við þá gangi vel. Um er að ræða Sævar Þór Gíslason, Arnar Þór Úlfarsson og Jón Björgvin Hermannsson. Björn Viðar Ásbjörnsson hefur þegar gefið það út að hann ætli ekki að spila áfram með Fylki. - esá DAVID HANNAH Hér í leik með Grinda- vík í sumar gegn KR. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA David Hannah, Kristján Valdimarsson og Freyr Guðlausson til Fylkis: Fylkir fær þrjá nýja leikmenn FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Hondúras hefur boðið Diego Maradona að taka við landsliði þjóðarinnar og stýra því á HM í Suður-Afríku árið 2010. „Við viljum heyra hljóðið í Maradona og athuga hvort við ráðum við það fjárhagslega að ráða hann í vinnu,“ sagði forseti knattspyrnu- sambands Hondúras. „Allt er mögulegt ef allir stefna í sömu átt. Ég er viss um að hægt sé að gera gott landslið í Hondúras. Ég hef talað við nokkra kunnuga sem allir hafa sagt að þeir eigi góða leikmenn,“ sagði Maradona, sem var á sínum tíma langbesti knattspyrnumaður í heimi. - dsd Diego Armando Maradona: Næsti þjálfari Hondúras? LIFANDI GOÐSÖGN Maradona býðst nú að taka við landsliði Hondúras. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Harry Kewell er enn að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á HM í sumar og mun líklega ekki spila leik fyrr en í mars á næsta ári. Kewell hefur verið í endurhæfingu í Ástralíu síðustu sjö vikurnar og bindur nú vonir við að nýir skór muni hjálpa honum að ná bata. Kewell hefur sagt upp samningi sínum við Adidas en nýju skórnir eru framleiddir af litlu fyrirtæki í Brisbane í Ástralíu. „Fyrst þegar ég prófaði þessa skó leið mér eins og ég væri að máta inniskó. Ég hef verið með samning við Adidas í u.þ.b. tíu ár en nú er einfaldlega tímabært að hugsa um fæturna á sér,“ sagði Kewell. - dsd Harry Kewell: Bindur vonir við nýja skó HARRY KEWELL Verður ekki klár í slaginn fyrr en í mars á næsta ári. �������� �� ������ ��������������� ������������������������������������� �������������������������������� ������������������������������ ����������������������������������� ��������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.