Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 16
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Velkominn í heim Harris Tweed F í t o n / S Í A Bryndís Ísfold Hlöðvers- dóttir býður sig fram í 6. sæti Samfylkingarinnar. Bætt aðstaða dægur- tónlistarfólks er henni hugleikin enda hefur bróðir hennar verið að gera góða hluti í ýmsum böndum sem Árni plús einn. „Fólk spyr mig oft um Árna bróður. Ég segi að það sé allt á fullu hjá honum í tónlistinni og þá spyr það oftar en ekki: Já, en er hann ekkert að vinna? Þetta finnst mér alveg galið viðmót, en því miður er það mjög algengt, jafnt hjá almenningi og núverandi stjórnvöldum. Þetta er stórfurðulegt í ljósi þess hvað íslensk tónlist hefur gert fyrir ímynd landsins og ferðamennsk- una. Í stuttu máli snúast mínar hug- myndir um tvennt. Að aðstoða gras- rótina og að að styrkja útflutning á tónlist. Kvikmyndamiðstöð hefur sannað sig og ég vil sjá sams konar miðstöð fyrir poppara. Við þurfum ekki annað en að skoða sænsku leið- ina til að sjá að ríkisstyrkir borga sig í menningarstarfsemi. Svíar lögðu peninga í poppið og nú er einna mesti vöxturinn þar.“ „Britney Spears fer til Svíþjóð- ar þegar hana vantar gott popp- lag,“ botnar Árni. Bryndís hefur gefið út safndisk sem hún gefur á kosningaskrifstofu sinni á Laugavegi. Þar má líka fá bleikt popp. Hún heldur tónleika annað kvöld á Café Cultura þar sem Capybara, Retro Stefson og Elín Eyþórs koma fram. „Allir fá borgað fyrir að spila,“ segir Bryndís, sem greinilega stendur við stóru orðin. Systkinin hafa alltaf staðið saman. „Þegar ég var tíu ára vildi ég horfa á kosningavöku í sjón- varpinu,“ segir Bryndís, sem fékk stjórnmálaáhugann snemma. „Ég var í tjaldútilegu með vinkonum mínum í garðinum og dró þangað ferðasjónvarp. Vinkonurnar voru fljótar að láta sig hverfa en Árni, þá 5 ára, horfði með mér allan tím- ann.“ „Ég man ekki betur en ég hafi orðið fárveikur eftir þetta,“ segir Árni og hlær. gunnarh@frettabladid.is Hannes í þremur bindum „Þá kom greinilega í ljós að í frjálsu samfélagi er hægt að skrifa ævisögu um hvern sem er, jafnvel í óþökk viðfangsefnisins og nánustu aðstandenda þess, án þess að fá skammir fyrir.“ ÓTTAR MARTIN NORÐFJÖRÐ SEM TEKUR ÆVISÖGU HANNESAR HÓLMSTEINS UM LAXNESS TIL FYRIR- MYNDAR OG SKRIFAR ÆVISÖGU HANNESAR Í ÞREMUR BINDUM. Fréttablaðið 26. október Freka kerlingin í búðinni „Var hún óbeint að segja að hún þekkti leikreglur siðmenntaðs samfélags (að hún væri ekki fáviti) en henni stæði bara á sama um þær?“ BERGSVEINN BIRGISSON RITHÖF- UNDUR BER SAMAN HÁTTALAG FREKRAR KERLINGAR Í BÚÐ OG ÍSLENSKRA RÁÐAMANNA. Fréttablaðið 26. október. ■ Hrefnur synda um sjóinn og bíða eftir að komast á grill landsmanna, gegnsósa af gómsætum krydd- blöndum. Ekki eru allir á eitt sáttir um það hversu margar hrefnur svamla hér við land. Þeir bjartsýnustu hjá Hafrannsókna- stofnuninni segja að þetta séu ein 44 þúsund dýr, en svartsýnu hvalskoðunarkarlarnir segja að þetta séu ekki nema fjögur þúsund, í mesta lagi um tíu þúsund dýr. Það eru þó mun fleiri hrefnur en þær sem dvelja ofansjávar því samkvæmt þjóðskrá eru aðeins 602 sem heita Hrefna að fyrsta eiginnafni og 120 sem heita Hrefna að öðru eiginnafni. HREFNUR: FLEIRI Í SJÓNUM Leigubílstjórar finna fyrir síauknu áreiti og jafnvel ofbeldi í starfi og í bígerð er að setja GPS-staðsetningartæki og jafnvel mynda- vélar í leigubílana. Jón Gnarr rithöfundur keyrði leigubíl í tvo vetur á síðasta áratug. „Mér finnst mjög sniðugt að setja upp sem mest af öryggisdóti,“ segir hann. „Það þarf bara eitthvað svona til að halda aftur af sumu fólki. Það ætti náttúrlega að vera öryggisplast á milli farþega og bílstjóra eins og er hjá öllum siðmenntuðum þjóðum. Það er ekki bara gagnlegt heldur líka mjög töff.“ Einu sinni var ráðist á Jón. „Ég var með mann í bílnum á Bústaðavegi. Hann var dópaður og ruglaður en við vorum bara að spjalla í mestu makindum. Allt í einu spratt hann upp og tók mig hálstaki aftan frá. Ég snarhemlaði og losaði mig. Það var lítið mál enda er ég með appelsínugula beltið í júdó. En ég var marinn á hálsinum eftir þetta.“ SJÓNARHÓLL ÖRYGGISMÁL LEIGUBÍLSTJÓRA Hálstak á Bústaðavegi JÓN GNARR Rithöfundur Á seinni árum hefur póker átt miklum vinsældum að fagna víða um heim og kemur margt til, ekki síst veg- legt verðlaunaféð. Í fjögur ár hefur verið hægt að fylgjast með snjöllustu pókerspilurum heims leika listir sínar á Sýn á föstudagskvöldum. Gísli Ásgeirs- son sér um að lýsa leiknum og þykir hann fara á kost- um í lýsingum sínum. „Ég er nú enginn forfallinn pókerspilari þótt ég hafi gripið í þetta í menntaskóla. Það var reyndar bara upp á eldspýtur eða sykurmola,“ segir Gísli. „Ég er alls enginn sérfræðingur og las mér bara vel til áður en ég byrjaði. Ég spila stundum á netinu en aldrei upp á alvöru peninga. Allir menn eru fíklar í sér og það þarf alltaf að ganga út frá því að maður tapi. Sú hlið sem snýr að spilafíkn er alvarleg og á ekki að hafa í flimtingum.“ Oft byrja um 500 manns á fjölmörgum borð- um og eftir fjóra daga er hópurinn kominn niður í þá sex sem spila í þættinum. Hver spilari greiðir 10.000 dali í þátt- tökugjald svo potturinn er ansi stór. „Hundrað efstu fá eitthvað og í síðasta leik sem ég lýsti fékk sigurvegarinn 1,2 milljónir dali. Það eru komnar grúppíur í þetta sport og fyrir utan hallirnar er oft gargandi lið sem vill fá eiginhandaráritun. Það er þó enginn Beckham í þessu ennþá, en fullt af Eiðum. Doyle Brunson er kannski frægasti pókerspilarinn. Hann er 72 ára og mikið seleb, svo ég leyfi mér að sletta.“ Gísla kom mjög á óvart að jafn einfaldur leikur og póker gæti orðið að fínu sjónvarpsefni. Hann finnur fyrir góðu áhorfi og fær mikil viðbrögð. Gísli segir að hver lýsing sé níutíu mínútur af stanslausum kjaftagangi. „Maður er oft orðinn ansi þurr í munnin- um þegar leiknum lýkur. Ég reyni að hafa þetta skemmtilegt og klæmist aðeins inn á milli. Maður er með ýmis orð yfir spil á hendi. Til dæmis gengur nía og fimma undir nafninu Dolly Parton í höfuðið á kvik- mynd söngkonunnar; tvær drottningar eru kenndar við einhverjar dömur sem eru í umræðunni á hverjum tíma og það sem kallað er „open ended straight row“ kalla ég Framsóknar- röð. Hún er jú opin í báða enda eins og flokk- urinn.“ Gísli hefur ekki enn látið verða af því að heimsækja heimaland pókerleikjanna, Bandaríkin, en segist gjarnan vilja kíkja við tækifæri. „En ég myndi ekkert fylgj- ast með póker, held ég. Miklu frek- ar reyna að komast í eitthvað gott maraþonhlaup sem er aðaláhugamálið mitt.“ - glh Lýsir póker með tilþrifum á Sýn: Oft ansi þurr í munninum GÍSLI ÁSGEIRSSON SEGIR PÓKERINN VINSÆLAN „Það er enginn Beckham í þessu ennþá, en fullt af Eiðum.“ Poppar í prófkjöri RÍKIÐ Á AÐ ROKKA Líklega eini prófkjörs- safndiskurinn í ár. „Það er allt það besta að frétta,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir. „Ég er alltaf að elda hérna í Sjávarkjallar- anum og það er alltaf brjálað að gera. Svo er ég nýorðin yfirkokk- ur. Því fylgir meiri ábyrgð og það er líka öðruvísi vinna: Maður er meira að snúast eitthvað en beinlínis að elda. Núna erum við að undirbúa sérstakt jóla- þema á exótíska matseðlinum okkar sem margir þekkja. Þetta eru hálfgerð míní-hlaðborð sem eru sett á hvert borð fyrir sig og eru ætluð öllum við borðið. Á þessum jólamatseðli verðum við með jólalegan mat eins og til dæmis hreindýr, héra og lynghænu. Við í kokkalandsliðinu erum síðan á leið til Lúxemborgar í nóvem- ber. Tökum þar þátt í árlegri heimsmeistarakeppni kokka. Ólympíuleikar kokka voru einmitt haldnir í Lúxemborg árið 2002 og þá lentum við í 9. sæti. Um helgina förum við í kokkalandsliðinu í æfingabúðir á Hótel Geysi.“ Yfirkokkurinn segir að Sjávarkjallarinn hafi einstaka sinnum boðið upp á hvalkjöt, en það er ekki í boði eins og er. „Hvalkjöt getur verið mjög gott hráefni og þá sérstaklega hrefnan,“ segir Hrefna að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HREFNA RÓSA JÓHANNSDÓTTIR YFIRKOKKUR Æfir fyrir heimsmeistarakeppnina F80261006 hrefna BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERS- DÓTTIR OG ÁRNI BRÓÐIR HENNAR Samrýmd og umhug- að um poppara landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.