Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 6
6 27. október 2006 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN STJÓRNMÁL Álfheiður Ingadóttir gefur kost á sér í 1. til 2. sæti í prófkjöri Vinstri grænna sem haldið verður sameiginlega í Reykjavíkur- kjördæmunum og Suðvestur- kjördæmi 2. desember næstkomandi. Álfheiður skipaði 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík suður í kosningunum 2003 og hefur tvívegis tekið sæti á þingi á yfirstandandi kjörtímabili. Álfheiður hefur sinnt ýmsum trún- aðarstörfum á vegum Vinstri grænna á undanförnum árum. - sdg Álfheiður Ingadóttir: Sækist eftir for- ystusæti hjá VG ÁLFHEIÐUR INGA- DÓTTIR FÉLAGSMÁL Forsvarsmenn Alþjóða- húss bíða nú eftir fundi fjárlaga- nefndar þar sem þeir munu sækj- ast eftir fjárstyrk til að standa straum af rekstri hússins. Reykjavíkurborg ákvað nýlega að skera niður styrki til Alþjóða- húss um tíu milljónir árlega og nema þeir nú tuttugu milljónum. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segir húsið hafa sóst eftir styrkjum frá félags- málaráðuneytinu en ekki fengið jákvæð svör. „Alþjóðahús er hvorki á fjárlögum ráðuneytisins á þessu ári né því næsta. Enn frem- ur erum við að reyna að koma á samningum um styrki við fleiri sveitarfélög, til dæmis Mosfells- bæ, Álftanes og Garðabæ, en styrkupphæðir sveitarfélaga reiknast sem hlutfall af íbúatölu.“ Einar segir að fjölgun innflytj- enda þýði meiri þjónustuþörf þessa hóps og að álagið í Alþjóða- húsi sé orðið gríðarlega mikið. „Við sjáum fram á að þurfa að bæta við starfsfólki en eins og staðan er höfum við ekki tök á því. Ef ekki bætast við frekari fjár- styrkir til Alþjóðahúss sjáum við fram á að þurfa að forgangsraða verkefnum og jafnvel að vísa fólki annað með tiltekin erindi.“ Einar segir að til að halda starfseminni óbreyttri hefði þurft óbreytt fjár- hlutfall frá Reykjavíkurborg ásamt fleiri fjárstyrkjum. - hs Alþjóðahús leitar eftir styrkjum svo unnt verði að halda starfseminni óbreyttri: Engir styrkir frá ráðuneytinu EINAR SKÚLASON Sér fram á að þurfa að forgangsraða verkefnum Alþjóðahúss og vísa fólki annað með tiltekin erindi komi ekki til frekari fjárframlög. Var í lagi að spyrja um hóf- drykkju í prófi 9 ára barna? Já 25,0% Nei 75,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Geta borgarbúar gengið öruggir um götur? Segðu skoðun þína á visir.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir býður sig fram í 6. sæti i prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, 11. nóvember nk. Bryndís Ísfold 6. sæti bryndisisfold.com Ríkið á að rokka BertelCapybaraElín FM BelfastHairdoctorHermigervillJeff who?Motion BoysRetro StefsonTrabant Á bakhlið þum tónlistarség mun berjaskomast þangaðSamfylkingarinn Bryndís Ísfold Ríkið á að rokka Opnir tónleikar í tilefni að því að Bryndís Ísfold gefur út kynningargeisla- disk með broti af því besta sem íslenskt tónlistarfólk hefur fram að færa. Laugardaginn 28. okt. kl. 21:00 í hliðarsal Café Kulture, Alþjóðahúsinu fram koma: Retro Stefson Capybara Elín Samhliða útgáfunni kynnir Bryndís áherslumál sín varðandi íslenskan tónlistariðnað og hug- myndir um stofnun Tónlistarmiðstöðvar Íslands, sem skal efla íslenska tónlist til þroska, þróunar og sem útflutningsgrein. DÓMSMÁL Fjórir menn; þrír Íslend- ingar og Hollendingur, geta átt yfir höfði sér þunga dóma vegna tilraunar til að smygla til landsins rúmlega fimmtán kílóum af amfetamíni og rúmum tíu kílóum af kannabisefnum sem falin höfðu verið í bensíntanki BMW-bifreið- ar. Að auki var nokkurt magn af fíkniefnum sem fannst í fórum þeirra gert upptækt, svo og svört rafstuðbyssa, hnúajárn og tveir rýtingar. Refsirammi vegna brota af þessu tagi getur verið allt að tólf ára fangelsi. Mennirnir sem um ræðir heita Ársæll Snorrason, Hörður Eyjólf- ur Hilmarsson, Ólafur Ágúst Hraundal og Johan Hendrik Engelsman. Fimmti maðurinn, Íslendingur um tvítugt, kemur einnig við sögu í þessu máli en bifreiðin sem notuð var til smygls- ins var skráð á hans nafn. Gegn honum er málið eingöngu höfðað til upptöku á bílnum, en ákæru- valdið krefst refsingar yfir ofan- greindum fjórmenningum. Hörður Eyjólfur keypti bif- reiðina í Belgíu, fyrir milligöngu Johans Hendriks, og flutti hana frá Rotterdam til Reykjavíkur með Reykjafossi. Þangað kom bif- reiðin 3. apríl. Daginn eftir fundu tollverðir samtals um 25,5 kíló af amfetamíni og kannabisefnum í bensíntanki hennar. Fíkniefnalög- reglan tók efnin í sína vörslu en setti í stað þeirra gerviefni í tank- inn. Einnig hófst hlerun símtala hinna grunuðu. Hörður Eyjólfur fékk bílinn tollafgreiddan og afhentan tíu dögum eftir að hann kom til lands- ins. Hann geymdi bílinn á bif- reiðastæði við heimili sitt að Austurbrún 2. Þangað sóttu þeir Johan Hendrik, Ársæll og Ólafur Ágúst bílinn og fóru með hann í iðnaðarhúsnæði að Krókhálsi 10. Þeir voru í önnum við að losa efnin úr honum þegar þeir voru handteknir af lögreglu. Í herbergi sem Ólafur Ágúst hafði til umráða á Hótel Fróni við Laugaveg fann lögreglan svo nokkurt magn af kannabis, amfetamíni og kókaín- efnum. Auk ofangreindra brota er Ólafur Ágúst ákærður fyrir til- raun til að smygla fartölvu, að verðmæti 168 þúsund krónur, sem hann hafði keypt í Singapúr, til landsins. jss@frettabladid.is KRÓKHÁLS 10 Þangað fóru fíkniefnasmyglararnir með BMW-bifreiðina til að losa fíkniefnin úr henni. Þeir voru handteknir á staðnum. Fíkniefnasmyglara bíða þungir dómar Þrír Íslendingar og Hollendingur geta átt yfir höfði sér þunga dóma eftir að þeir reyndu að smygla um 25,5 kílóum af kannabisefnum og amfetamíni til landsins. Mál gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi í gær. SMYGLSAGAN 3. apríl Smyglbíllinn kemur til landsins. 4. apríl Tollverðir finna fíkni- efnin. 11. apríl Hörður Eyjólfur sækir bílinn. 13. apríl Johan Hendrik kemur til landsins. 13. apríl Farið með bílinn að Krókhálsi 10. 13. apríl Lögreglan handtekur fjórmenningana. 4. október Ríkissaksóknari ákærir mennina. 26. október Málið gegn þeim þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur. BAUGSMÁL Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir ákæruvaldið í Baugsmálinu styðja mál sitt með gögnum sem óheimilt sé að nota til stuðnings þeim sakarefnum sem þau séu notuð til. „Jón H.B. hefur sagt sjálfur opinberlega að það sé óheimilt að nota gögnin vegna annarra sakarefna en er tilgreint í réttarbeiðninni til lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Í réttarbeiðninni eru fjárdráttur, fjársvik, peningaþvætti og innherjasvik nefnd sem sakarefni. Þess vegna tel ég það alveg ljóst, að það sé óheimilt að nota gögnin til stuðnings öðrum ákæruefnum.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær eru gögn í Baugsmálinu, sem óskað var eftir á grund- velli gruns um að Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gerst sekir um fjárdrátt, peningaþvætti, fjársvik og innherjasvik, notuð til að styðja við ákæruliði númer 11, 12 og 17 í Baugsmálinu. Þeir ákæruliðir tengjast allir meiriháttar bókhaldsbrotum, en ekki þeim sakarefnum sem nefnd eru í réttarbeiðninni. Sigurður Tómas Magnússon var ekki tilbúinn til þess að fjalla um þessi málefni þegar blaðamaður leitaði eftir því. „Þetta er eitt af mörgum ágrein- ingsmálum sem fjallað verður um fyrir dómi.“ - mh Deilt er um hvort ákæruvaldið misnoti gögn við sönnunarfærslu í Baugsmálinu: Gögn styðja við bókhaldsbrot SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON Sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. DÓMSMÁL Aðalmeðferð hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands í máli gegn mótmælendum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þrír Íslendingar eru meðal sakborninga en einungis tveir þeirra mættu fyrir dóminn. Fastlega er búist við að handtökuskipun verði gefin út á hendur þeim þriðja. Enginn erlendu sakborninganna mætti enda var búið að taka af þeim skýrslur áður en þeir yfirgáfu landið. Upphaflega voru fimmtán mótmælendur ákærðir en ekki tókst að birta þremur þeirra ákæru og var því fallið frá ákæru í þeim tilfellum. - þsj Mótmælendur fyrir dómi: Einungis tveir af tólf mættu Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi í Árborg segir yfirgang „að því er virðist þekktra aðila sem stunda snertilendingar á Selfossflugvelli“ svo alvarlegan að grípa verði til ráða sem dugi. „Flugníðingum á ekki að líðast framferði sitt fremur en ökuníðingum á vegum úti,“ segir í bókun Gylfa í bæjarráði. ÁRBORG Flugníðingar á Selfossi Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, er með mikið fylgisforskot á áskorandann Geraldo Alckmin, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir úrslita- umferð forsetakosninga í landinu á sunnudag. Lula mælist með 63 pró- senta fylgi en Alckmin 37 prósent. BRASILÍA Lula með mikið forskot
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.