Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 20
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR20 Margir bíða spenntir eftir niðurstöðum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem hefst í dag. Blaðamaður lagði tíu spurningar fyrir frambjóð- endur í fjögur efstu sætin í prófkjörinu, til þess að gefa lesendum kost á afgerandi svörum við pólitískum spurningum. Afdráttarlaus svör stjórnmála- manna við skýrum spurningum eru sjaldgæf í stjórnmálum. Líklega er það ótti þeirra við viðbrögð kjós- enda sem veldur því að þeir eru varir um sig þegar kemur að því að segja já eða nei við spurningum sem kalla á svör af því tagi. Svör frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins við spurningum sem blaðamaður lagði fyrir gefa vís- bendingar um pólitískar hugsjónir þeirra, þótt vitanlega veki þau upp aðrar spurningar sem ekki er síður mikilvægt að svara. Þrír frambjóðendur í efstu fjög- ur sætin; Birgir Ármannsson, Ill- ugi Gunnarsson og Geir H. Haarde, sáu sér ekki fært að svara spurn- ingunum. Geir gat það ekki sökum anna, Illugi Gunnarsson sagði að sér hentaði ekki „að taka þátt í svona já og nei prófi“ því hann taldi spurningarnar kalla á meiri alvöru umræðu en svo. Birgir svaraði ekki spurningunum, af sömu ástæðum og Illugi. Athyglisverð svör vekja spurningar Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir svör frambjóðend- anna athyglisverð og draga fram sýn, sem eðlilegt sé að veki umræð- ur. „Þó að þetta séu stutt svör, og ekki ítarleg, þá er margt í þessum svörum sem vekur athygli. Fram- bjóðendur virðast vera nokkuð ósamstíga er kemur að frekari nýt- ingu orkuauðlinda fyrir álver, sem í ljósi umræðu síðustu ára er mál sem almenningur í landinu hugsar mikið um. Þá er einnig greinilegt að ekki er einhugur um það hvort hið opinbera styður nægilega við háskóla í landinu. Það er því aug- ljós ágreiningur um þetta tvennt.“ Þarf að taka á fíkniefnavanda Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins eru sammála um að nauðsyn- legt sé að taka á fíkniefnavandan- um af meiri mætti en gert hefur verið á undanförnum árum. Bald- ur segir hægt að túlka það sem áfellisdóm yfir verkum stjórn- valda í þessum málaflokki. „Flest- ir framjóðendur eru sammála um að stjórnvöld geri ekki nóg til þess að sporna við fíkniefnavandanum. Það er, að mínu mati, ákveðinn áfellisdómur yfir verkum stjórn- valda í þessum málaflokki því frambjóðendurnir eru í ríkis- stjórnarflokki sem farið hefur með stjórn í landinu um langt skeið.“ Samgöngur og Írak Augljóst er á svörum frambjóð- enda að skiptar skoðanir eru um það hvort rétt hafi verið að ráðast í gerð Héðinsfjarðarganga, þrátt fyrir að göngin hafi verið á stefnu ríkisstjórnarinnar um langt skeið. „Það vekur athygli mína, að skipt- ar skoðanir séu um Héðinsfjarðar- göng og ekki síst að nær allir fram- bjóðendur vilji Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, sem ég held að gangi þvert á stefnu samgönguráð- herra,“ segir Baldur. Þá sagðist Baldur ekki geta framhjá því horft, að athyglisvert væri að frambjóðendur væru á einu máli um að stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrás- ina í Írak væri ekki mistök, sér- staklega í ljósi afleiðinganna sem innrásin hefði haft. „Það vekur athygli að frambjóðendur virðast á einu máli um að stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrás- ina í Írak hafi verið réttmætur. Það er athyglisvert í ljósi þess hvernig ástandið í Írak er nú.“ Eining um réttmæti innrásarinnar í Írak FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is Spurningarnar tíu sem lagðar voru fyrir 1. Var stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak mistök? 2. Á að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni? 3. Heldurðu að einhverjir símar í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraðir eftir 1991? 4. Var rétt að ráðast í byggingu tónlistarhúss í Reykjavík? 5. Var rétt að ráðast í gerð Héðinsfjarðarganga? 6. Eiga íslenskir lögreglumenn að bera vopn á götum úti, í daglegum störfum? 7. Gera íslensk stjórnvöld nóg til þess að sporna við fíkniefnavandanum? 8. Á að vinna að frekara samstarfi ríkis og einkaaðila í heilbrigðiskerfinu? 9. Styður hið opinbera nægilega við háskóla í landinu? 10. Ertu hlynnt/hlynntur frekari nýtingu orkuauðlinda fyrir álver? 1. Nei, á þeim tíma var það rétt ákvörðun. 2. Já. 3. Nei. Finnst það ósennilegt, en ef svo hefur verið þarf að upplýsa hver það var og í hvers umboði. 4. Já. 5. Ég hef alltaf haft efasemd- ur um þess framkvæmd, kostnaðarins vegna. En göngin breyta augljóslega miklu fyrir samfélagið. 6. Nei. 7. Nei. Það er alltaf hægt að gera betur þó stjórnvöld hafi staðið sig með sóma. 8. Já. 9. Nei. Menntunarmál þurfa að vera í öndvegi. Gera þarf enn betur. 10. Já, að því tilskildu að gætt verði að náttúrusjónarmiðum og sjálfbærri nýtingu. 3. sæti ÁSTA MÖLLER 1. Nei. Miða þarf við þann tíma og það ástand sem ríkti, þegar ákvörðunin var tekin, þó ástandið nú sé hrein hörmung. Viðskiptabann Sameinuðu Þjóðanna olli dauða hundruða barna á dag og annaðhvort var að hætta við það eða að grípa til harðra aðgerða. 2. Já. 3. Nei. 4. Nei. 5. Já. Þegar bankarnir voru seldir var um það rætt að hluti kaup- verðsins rynni til þessara fram- kvæmda. Vegaframkvæmdir eru fyrir alla þjóðina en ekki einstaka landshluta. 6. Nei. 7. Nei. 8. Já. 9. Nei. 10. Já. Ég er hlynntur skynsamlegri nýtingu auðlinda þar sem tekið er tillit til umhverfisverndar. Skoða þarf fleiri nýtingarmögu- leika á orkunni en til áliðnar. 2.-3. sæti PÉTUR BLÖNDAL 1. Nei, ekki frekar en aðgerðirnar í Afganistan og Kosovo. 2. Já, ef það finnst staður á höfuð- borgarsvæðinu sem þjónar sama hlutverki. 3. Veit ekki. Sérkennilegt ef ráð- herra í ríkisstjórn Íslands lætur sér í léttu rúmi liggja ef einhver er að hlera hann. 4. Já. 5. Nei. 6. Nei. 7. Nei, það er eilífðarverkefni að berjast gegn þeim vágesti. 8. Já. Það er mikilvægt að þjón- ustan verði ekki öll á hendi sömu aðila þrátt fyrir að hið opinbera greiði reikninginn. 9. Já. Ég tel mikilvægt að einka- aðilar komi í auknum mæli að starfsemi skóla í landinu. 10. Ég er fylgjandi nýtingu orkuauðlinda í góðri sátt við umhverfið. Það er svo annað mál hvert við seljum orkuna. 2. sæti GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON 1. Nei, ekki á þeim forsendum sem lágu fyrir. 2. Já. 3. Nei. 4. Nei. Ég er ekki á móti tón- listarhúsi, en set fyrirvara við aðkomu hins opinbera að byggingunni. 5. Nei. Ég hefði frekar viljað sjá fjármununum varið til vega- mála hér í Reykjavík. 6. Nei. 7. Nei, en það þurfa allir sem að þessum málum koma að gera betur. 8. Já. 9. Já. En það er hægt að gera betur. 10. Já, enda er ég hlynntur nýtingu orkuauðlinda. 4. sæti SIGURÐUR KÁRI KRIST- JÁNSSON 1. Nei, ekki í ljósi fyrirliggj- andi upplýsinga á þeim tíma sem ákvörðun var tekin. 2. Já. 3. Nei, ég á bágt með að trúa því. En það er mikilvægt að upplýsa málið, í ljósi fullyrðinga um annað. 4. Já, en ég hefði gjarna viljað að rými hefði verið þar fyrir fjöl- breyttari menningastarfsemi. Til dæmis óperu. 5. Nei. 6. Nei. 7. Nei. Þó mikið hafi verið gert þá tel ég að meira þurfi að gera. 8. Já, enda reynist slíkt samstarf hagkvæmara en ríkisrekstur fyrir skattgreiðendur og not- endur þjónustunnar. 9. Nei, sérstaklega þarf að efla rannsóknir við háskólana. 10. Nei, ekki að svo komnu máli. Ég vil að orkulindir sé nýttar með gát og náttúruverndar- sjónarmið í hávegum höfð. 4. sæti DÖGG PÁLSDÓTTIR 1. Nei. Með aðild sinni að þeim ákvörðunum, sem teknar voru skipuðu íslensk stjórnvöld ser í sveit með þeim ríkjun innan NATO, sem hafa verið nánustu samvinnuríki Íslands. Önnur afstaða hefði þýtt stefnubreytingu og ekki er unnt að dæma hana frá stöðu mála um þessar mundir. 2. Vil sjá athuganir, sem unnið er að, áður en ég tek afstöðu. 3. Hef ekki hugmynd um það, og fagna því að málið sé í rann- sókn. 4. Já. 5. Já. 6. Nei. 7. Nei. Á þessu sviði eins og mörgum öðrum þarf að gera betur. Ég hef lagt sérstaka áherslu á, að lögregla hafi þær heimildir, sem hún þarf til að hafa í fullu tré við fíkniefnasala. 8. Já. 9. Háskólar hafa verið stórefldir og það ber að halda áfram á sömu braut. Hvenær fjármagn er nægilegt er álitamál hverju sinni. 10. Nýta þarf orkulindir þjóðarinnar með virðingu fyrir umhverfi og náttúru. 2. sæti BJÖRN BJARNASON 1. Nei. Það er ekki hægt að áfellast þau ríki sem töldu sig vera að gera rétt með því að styðja árásina, enda vissum við ekki þá það sem við vitum nú. 2. Svarið er já ef viðunandi valkostur fæst. Bíð eftir að sjá faglegar niðurstöður nefndar sem vinnur að úttekt um fram- tíð flugvallarins. 3. Hef ekki forsendur til að meta það. 4. Já. 5. Hefði ekki sett þau í forgang en þau stuðla að öryggi og byggðaþróun sem er jákvætt. 6. Nei. 7. Nei, á meðan vandinn er til staðar er líklega aldrei nóg gert. 8. Já, aukið samstarf einkaaðila og ríkis er mikilvægt á þessu sviði líkt og annars staðar. 9. Nei. Stjórnvöld hafa gert vel en það þarf að gera enn betur. 10. Skapa þarf sátt um jafnvægi milli verndar og nýtingar. 3. sæti GUÐFINNA BJARNA- DÓTTIR 1. Nei, ekki eins og mála- tilbúnaður var fram settur á sínum tíma en eftir á að hyggja voru þetta hryggileg mistök sem komast hefði mátt hjá. 2. Nei. Flugvallarmálið er í eðlileg- um farvegi hjá samgönguráðu- neyti og Reykjavíkurborg. 3. Ég er hvorki miðill né sjáandi og hef engar forsendur til að svara þessari spurningu. 4. Já. 5. Nei. Hins vegar hefði átt að tengja Siglufjörð við Fljótin inn í Skagafjörð og síðar undir Lágheiði til Ólafsfjarðar. 6. Nei. 7. Nei. Stemma þarf stigu við fíkniefnainnflutningi, auka forvarnir og efla starfsemi SÁÁ. 8. Já. 9. Nei. Efla þarf samvinnu atvinnulífs og háskóla. 10. Íslendingar geta ekki ekki leng- ur treyst á hagnýtingu frum- vinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. 3.-5. sæti STEINN KÁRASON EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.