Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 36
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR6 Uppskriftir sem eldað var eftir handa Clinton-hjónunum, Hussein Jórdaníukonungi og fleiri tignum gestum sem hafa heimsótt landið eru í Mat- reiðslubók íslenska lýðveldis- ins sem gefin er út af Sögum ehf. Feðgarnir Elías Eyjólfsson og Eyj- ólfur Elíasson sáu oft um að skipu- leggja málsverði og móttökur fyrir hin ýmsu ráðuneyti um ára- bil. Matreiðslubók íslenska lýð- veldisins, sem nú er að koma út, hefur að geyma úrval þeirra hátíðamálsverða sem þeir hafa eldað og borið fram við þessi til- efni. Þótt Elías hafi verið í forsvari er þeir stóðu í veisluhöldum fyrir ríkið þá er það Eyjólfur sem skrif- ar bókina. Hann þakkar reyndar starfsstúlku hjá þeim feðgum, Erlu Sveinbjörnsdóttur það að efnið var til. „Erla hélt til haga öllum matseðlunum okkar. Ég var svoddan skussi að ég safnaði þessu ekki en hún tók það upp á sitt ein- dæmi að setja matseðlana í möppu. Hún er ein af þessum traustu konum,“ segir hann með hlýju í röddinni. Flestar veislurnar voru haldn- ar í ráðherrabústöðunum, annað- hvort við tjörnina eða á Þingvöll- um, að sögn Eyjólfs. „Við gerðum þrjár til fjórar tillögur að matseðl- um sem var svo valið úr. Yfirleitt var það ráðherra eða ráðherrafrú- in sem hafði úrslitavaldið.“ Hann segir réttina oft hafa verið árs- tíðatengda. „Ef góð humartíð stóð yfir þá elduðum við humar og á haustin varð villibráð fyrir valinu. Svo reyndum við að taka mið af því hvaða þjóðhöfðingi var í heim- sókn. Ef hann var Asíubúi sneidd- um við hjá mjólkurvörum og drógum úr kartöflunum. Eitthvað sem þeir eru ekki vanir að borða og fer kannski ekki vel í þeirra maga.“ Spurður um óhöpp eða eftir- minnileg atvik í matargerðinni svarar Eyjólfur: „Ég man ekki eftir neinu klúðri en auðvitað var oft stress. Það mátti ekkert gleymast þegar farið var á Þingvöll því þar var engu hægt að redda á stundinni og betra að ætla sér nægan tíma. Einu sinni vorum við á leið þangað með hádegisveislu og skrældum kart- öflurnar á leiðinni í sendiferða- bílnum til að ná öllu í tæka tíð. Það varð að nýta hverja mínútu.“ Ein spurning að lokum. Hittu þeir hina tignu gesti? „Já, já. Það var oft komið inn í eldhús að þakka fyrir góðan mat.“ gun@frettabladid.is Oft komið í eldhúsið að þakka fyrir góðan mat Bókin er gefin út af Sögum ehf. Eyjólfur með möppuna góðu sem geymir hátíðamatseðlana frá þeim árum sem hann og faðir hans elduðu fyrir íslenska ríkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kvöldverður Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra til heiðurs dr. Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku í Ráð- herrabústaðnum mánudaginn 23. september 2002. Forréttur Skötuselur og humar á salatbeði með balsamikolíu. 600g skötuselur 10 humarhalar, þyngd 7-9 libs. 1 pakki frisée-salat 1 pakki eikarlauf 1 pakki lollo rosso-salat Skötuselurinn er skorinn í tíu 60g steikur og steikt- ur á pönnu. Kryddað með salti og pipar. Humarhalarnir eru teknir úr skelinni og sporðurinn skilinn eftir. Grill- aðir í ofni með hvítlaukssmjörinu á hæsta mögulega hita í 3 mín. Frise, lollo rosso og eikarlauf sett undir skötusel- inn og humarinn þar ofan á. Grænmetisstrimlar (100g blaðlaukur, 100g papr- ika) steikt á pönnu við mikinn hita í olíu. Sett ofan á og í kring eftir smekk. Hvítlaukssmjör 200 g smjör 3 hvítlauksgeirar 1/2 dl ólífuolía 1/2 búnt steinselja Salt, pipar og sítróna eftir smekk. Öllu blandað saman og maukað í matvinnsluvél. Balsamikolía 1/2 dl kornolía 1/4 dl balsamik edik Hrist vel saman rétt áður en borið er fram og sett yfir salatið. Úr matreiðslubók íslenska lýðveldisins ������������������� ����������������� ������������������������������������������ ������������������������������������������������ ����������� �� ��������� ����������������������������� F A B R IK A N Jói Fel Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.