Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 66
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR20 DRAUMAHELGI: Bush játar sig sekan að til eru um átján þúsund tegundir snigla í heiminum? að sniglar í eyðimörkum sofa í allt að fjögur ár í einu? að snigill getur haft allt að 25 þús- und tennur? að Christopher Hudson frá Englandi þjálfar orma til kapphlaups? að í Suður-Wales eignaðist hundur af Dachs-kyni og tík af tegundinni Stóri-Dani þrettán hvolpa. að starar snúa aftur í sama hreiðrið ár eftir ár? að hrafnar eignast maka til lífstíðar? að tveir storkar byggðu sér hreiður og unguðu út mörgæsareggi? að þegar fílabarnið Jualani var yfirgefið af móður sinni tók kindin Skaap við uppeldinu en bæði bjuggu þau í safarígarði í Suður- Afríku. að kötturinn Vision frá Flórída lifði af sex vikna dvöl í skáp eftir að eigandinn setti skápinn í geysmlu? að svartur labrador sem særðist djúpu sári og reif vöðva kom sér sjálfur á sjúkrahús í Hamilton í Kanada og krafsaði við útidyrnar til að komast inn? að hundurinn Prince í Kaliforníu varð fyrir bíl og var álitinn dauður? Þegar hann hafði verið í köldu gæludýralíkhúsinu í átján tíma vaknaði hann upp og ekkert amaði að honum annað en kal. að Tyro, níu mánaða labrador- hvolpur lifði af að gleypa nokkurra sentímetra langan hníf? að blindi hundurinn Paco lifði af fall af elleftu hæð? að raddir fiska dýpka eftir því sem þeir eldast? Nema silungurinn en hann er með sópranrödd alla ævi. að villihundategund í Asíu, dholes- hundarnir, blístra til að eiga sam- skipti í stað þess að gelta? að Grikkir til forna héldu að með því að borða kál myndu þeir vera fljótari að sofna? að sköllóttir menn í Trier í Þýska- landi borguðu bændum fyrir að láta kýr sleikja á sér hárlausan skallann? að mistilteinn var eitt sinn notaður við flogaveiki, sem móteitur og til að létta á þrýstingi? að ein fyrsta aðferðin til endur- lífgunar drukknaðs manns var að kasta honum þvert yfir hestbak eða tunnu? að í seinni heimstyrjöldinni notuðu læknar á Fiji-eyjum kókosmjólk í stað blóðs og þræði úr kókoshnet- um til að sauma saman sár? að egypskir Faraóar höfðu lækni fyrir hvern líkamspart? Þess vegna sáu tveir læknar um augun, annar um það vinstra og hinn um hið hægra. að tómatsósa var upphaflega notað sem lyf? að tannlæknar í Englandi á mið- öldum gengu með uppmjóa hatta og voru með hálsfestar gerðar úr tönnum? að fyrsta lyfsalan var opnuð árið 754? að eitt sinn ríktu lög í Foster á Rhode Island um að ef tannlæknir dró vitlausa tönn úr manni varð að draga eina tönn úr tannlækninum í staðinn? að í Kína seljast gallsteinar kúa á formúu? Steinarnir eru síðan notað- ir í náttúrulyf. að uppskriftir að bjór í lækninga- skyni hafa fundist á leirtöflum Súmera og eru 4000 ára gamlar. að Babylóníubúar til forna settu sjúka oft út á götu til að fólk gæti getið sér til um hvað væri að? VISSIR ÞÚ... ILMI FYNDIST ENDALOK STÓRIÐJU Á ÍSLANDI ALGJÖR DRAUMUR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Helgin mín hæfist með bílferð í sund, en á leiðinni væri greint frá því í útvarpinu að George W. Bush viðurkenndi fullur eftirsjár að hafa gert mistök með innrásinni í Írak,“ segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistar- kona um upphaf sinnar draumahelgi. „Í framhaldi af því léti Bush af frekari árásum á Írak og Líbanon, þar sem hann hefði áttað sig á vandanum í þessum heimshluta,“ heldur Ilmur áfram. „Halldór Ásgrímsson gæfi síðan út yfirlýsingu þar sem íslenska þjóðin væri beðin afsökunar vegna afskipta forráðamanna landsins af stríðinu í Írak.“ Að sundi loknu gerði fjölskyldan sér ferð í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún hitti fyrir systur Ilmar, félaga í Íslandsvinum, sem færði þær fréttir að stóriðju á Íslandi yrði hætt. „Þess í stað hefði verið ákveðið að leggja áherslu á önnur verðmæti í landinu, til dæmis nýsköpun,“ segir Ilmur. „Ennfremur hefði verið ákveð- ið að vekja þjóðina til vitundar um umhverfismál og vera öðrum löndum góð fyrirmynd í þeim efnum.“ Daginn eftir færi Ilmur með fjölskyldunni sinni í sumarbústaðarferð. „Ég kveikti á útvarpinu eftir komuna, þar sem fram kæmi í fréttum að héðan í frá myndu vestræn ríki taka ábyrgð á og grípa til aðgerða gegn hungursneyð í fátækum löndum,“ segir hún. „Á sunnudegi skellti ég mér síðan á góða tónleika eða leiksýningu til að halda upp á allar góðu fréttirn- ar,“ bætir Ilmur við hress í bragði. -rve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.