Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 70
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR34 Á þessum degi árið 1932 fæddist skáldkonan Sylvia Plath í Boston í Bandaríkj- unum. Hún var dóttir þýskra innflytjenda og faðir hennar var prófessor í líffræði, sérhæfður í býflugum. Hann lést úr sykursýki árið 1940 þegar Sylvía var einungis átta ára en á svipuðum tíma gaf hún út sitt fyrsta ljóð. Sylvia þótti afburðanemandi en þjáðist alla tíð af geð- hvarfasýki og reyndi í fyrsta sinn að svipta sig lífi 21 árs að aldri. Plath hlaut Fulbright-skóla- styrk og stundaði nám í Cambridge þar sem hún hélt áfram að skrifa og gefa út ljóð. Þar hitti hún einnig enska skáldið Ted Hughes sem hún giftist árið 1956. Þau fluttu til Eng- lands en tveimur árum eftir fæðingu fyrsta barns þeirra skildi Plath við Hughes vegna ástarsambands hans við aðra skáldkonu, Assiu Wevill. Plath bjó í London með börnum sínum tveimur, Friedu og Nicholas, og leigði íbúð í húsi þar sem skáldið Yeats eitt sinn bjó og áleit Plath það góðs viti. Veturinn 1962 var harður og í febrúar 1963 framdi Plath sjálfsmorð með því að anda að sér gasi. Áður en hún lést hafði hún lagt á borð fyrir börnin sín. Sylvia Plath var jarðsett í Heptonstall í Vestur-Yorkshire. ÞETTA GERÐIST: 27. OKTÓBER 1932 Harmrænt skáld í heiminn borið MERKISATBURÐIR 1674 Hallgrímur Pétursson prestur og skáld andast 60 ára að aldri. 1904 Fyrsta jarðlestakerfið í Bandaríkjunum er vígt í New York. 1923 Borgaraflokkurinn hinn fyrri hlýtur hreinan meirihluta atkvæða í alþingiskosningum. 1938 Efnið nylon er kynnt á markaði í fyrsta sinn. 1954 Stórstjarnan Marilyn Monroe og eiginmaður hennar Joe DiMaggio hafnaboltakappi skilja. 1978 Egypski forsetinn Anwar Sadat og forsætisráðherra Ísraels, Menachim Begin, hljóta friðarverðlaun Nóbels. Flosi Ólafsson leikari er 77 ára. Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor í leyfi er 49 ára. Sigrún Árnadótt- ir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands er 46 ára. Katrín Ingva- dóttir dansari er 33 ára. SIMON LEBON ER 48 ÁRA Í DAG Ég kenni í brjóst um 10. áratug- inn. Hann varð aldrei neitt meira en timburmenn þess níunda. Simon LeBon og félagar hans í Duran Duran voru holdgervingar 9. áratugar 20. aldar. Hjónin María Davíðsdóttir og Hörður Harðarson opnuðu sveitakrána Kríuna í gömlu fjósi í nágrenni Selfoss í apríl og ætla að lífga upp á tilveruna í sveitinni um helgina með því að slá upp október- veislu. Októberfest á rætur sínar að rekja til Þýskalands þar sem bjórinn er hafinn til skýj- anna og ölið kneyfað úr ris- akrúsum. Mjöðurinn verð- ur að sjálfsögðu til staðar á Kríunni en annars er um séríslenskt októberfest með sveitaívafi að ræða og því verður einnig boðið upp á sjóð- andi kjötsúpu og grill- pylsur. María og Hörður yfirgáfu skarkala þéttbýlisins ekki alls fyrir löngu, keyptu landskika í landi Glóru, þremur kíló- metrum austan við Selfoss, og þegar búferla- flutningarnir voru að baki ákváðu þau að opna krá. „Þetta byrjaði á því að við vorum að leita okkur að litlu stykki fyrir hestana okkar þegar þetta dúkkaði upp. Ég rauk til og festi okkur landið um leið og ég sá það auglýst,“ segir Hörður. „Við settum svo húsið okkar á sölu eftir á en það má segja að þessi ákvörðun hafi verið tekin á nokkr- um mínútum.“ Hörður segir að skyndiákvörð- unin um að bregða búi sé það besta sem þau hjónin hafi gert. „Þetta er frábær staðsetning og örstutt frá bænum og þetta er mesta snilldin af því sem við höfum gert. Hér erum við með ketti, tvo hunda, hænur og svo auðvitað hestana. Þegar ég kom hingað og skoð- aði þetta gríðarlega stóra hesthús sá ég tvöþús- und og átta mögu- leika. Þetta var upp- haflega fjós sem var breytt í hesthús. Helmingur þess er flatgryfjur og við höfum breytt hluta þeirra í krá og í vetur ætlum við að bæta við gistiaðstöðu. Við gerum þetta bara í rólegheitum og það er engin áhætta í þessu. Þetta hleður bara utan á sig hægt og rólega og við vinnum bæði meðfram þessu,“ segir Hörður en María er hjúkrunarfræð- ingur hjá Heilbrigðisstofnun Suður- lands og Hörður er sjúkraflutninga- maður við sömu stofnun. „Við skiptumst á að standa vaktina á kránni sem hefur fengið góðar við- tökur. Það tekur samt tíma að kynna krána og láta vita að maður sé hérna en þeir sem koma einu sinni koma aftur og taka fleiri með sér. Þegar hesta- mannavertíðin er í gangi kemur fólk ríðandi og finnst ekkert leiðinlegt að koma í rjúkandi kjötsúpu.“ Októbergleðin hófst í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Í kvöld verð- ur meðal annars slegið upp sveitaballi með hljómsveitinni Hitakútunum sem mun halda uppi stuði fram eftir nóttu. Á laugardag mætir Garðar Cortes á staðinn með 18 manna kór og þegar líða fer á kvöldið tekur Idol-stjarnan Davíð Smári, sonur þeirra hjóna, lagið ásamt Þráni Árna. Skemmtun kvölds- ins nær hámarki þegar söngvarinn Páll Rósinkranz og hljómborðsleikarinn Þórir Úlfarsson loka dagskránni. thorarinn@frettabladid.is HJÓN ÚR GARÐABÆNUM: BRUGÐU BÚI OG OPNUÐU SVEITAKRÁ Októberfest í gömlu fjósi MARÍA DAVÍÐSDÓTTIR OG HÖRÐUR HARÐARSON Breyttu flatgryfjum í gömlu fjósi í sveitakrána Kríuna þar sem þau verða með Októberfest um helgina. Krían er þremur kílómetrum austan við Selfoss og til þess að komast þangað er ekið niður Gaulverjabæjarafleggjarann og beygt af honum inn á Kríumýrarafleggjarann. DAVÍÐ SMÁRI HARÐAR- SON, IDOLSTJARNA AFMÆLI Okkar innilegustu þakkir fyrir vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Borghildar Ásgeirsdóttur áður til heimilis að Blikahólum 2, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 8. október. Sérstakar þakkir eru færðar öllu starfsfólki á hjúkrunardeild F-2 fyrir hlýja og góða umönnun. Reynir Ásgeirsson Björg Rósa Thomassen Baldur Gunnarsson Gunnhildur Gunnarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og vinsemd við andlát og útför Petólínu Sigmundsdóttur frá Hælavík. Fyrir hönd aðstandenda, Tryggvi Guðmundsson Þórunn Guðmundsdóttir Björgvin Guðmundsson Elín Rögnvaldsdóttir Erna Guðmundsdóttir Guðbjörg Björnsdóttir Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður og tengdaföður, Jakobs Sigurðssonar Hraunteigi 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fyrir einstaka umönnun og alúð. Katrín Sívertsen Hildur Deakin Bill Deakin Björg Jakobsdóttir Jón Örn Jakobsson Erna Eiríksdóttir Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa Jósafats Sigurðssonar frá Siglufirði, Eyjabakka 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun. Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir Jónsteinn Jónsson Sigurður Gunnar Jósafatsson Ingigerður Baldursdóttir Elenóra Margrét Jósafatsdóttir Sigurður H. Ingimarsson Þorfinna Lydia Jósafatsdóttir Þorkell V. Þorsteinsson Örn Einarsson Steinþóra Sumarliðadóttir Stella Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.