Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 79
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 43 Þorlákur Morthens myndlistar- maður hefur verið í útrás um nokkurt skeið. Hann hefur bæði haft aðsetur í Kaupmannahöfn og Berlín. Í hádeginu á morgun opnar hann sýningu í galleríi í hinu fræga húsi Óslóar, Kampen. Kampen er talið fyrirmyndin að Kardimommubæ Torbjörns Egner. Galleri Kampen er til húsa í byggingu sem líklega þjónaði sem vagnahús séra Bastizens sem var fyrirmynd Bastiens bæjarfóg- eta í barnaleikritinu alkunna. Tor- björn Egner ólst upp á Kampen, sem stendur á hæð rétt utan við gömlu Ósló, og gerði þessum ein- staka bæjarhluta skil með þeim hætti sem seint gleymist. Mun þetta vera í annað sinn sem Íslendingur sýnir í þessu virta galleríi en þar hefur áður sýnt Erlingur Jónsson, högg- myndalistamaður og prófessor við Norsku myndlistarakademíuna. Sýninguna sagði Tolli eiga sér langan aðdraganda: þetta eru 38 olíuverk og expressjónismi mest- an part segir hann – fjöll og jöklar. „Það verður að mála þá áður en þeir hverfa. Hér er mynd af Gísl- jökli tveggja ára. Þegar ég leit á hann í sumar var hann horfinn.“ Tolli hefur vinnustofu á Grá- bræðratorgi í Kaupmannahöfn: „Það er langt heim og betra að fá fólk til sín þangað. Þessi kynslóð sem núna ræður, þetta vítamín- lausa fólk, ferðast milli landa eins og ekkert sé, kemur til mín og lítur á verkin. Þetta er sölusýn- ing. Hér hafa margir frægir sýnt og frúin sem hefur rekið Kampen er fræg.“ Heimsfræg spyr blaða- maður. „Það eru allir heimsfræg- ir á sínum tíðahring,“ svarar Tolli. Sýning Tolla opnar á morgun og hangir uppi í Kampen til loka nóv- ember. - pbb Tolli í Kardimommubæ TOLLI - Þorlákur Kristinsson Morthens sýnir feykistór málverk í Ósló. Hér er hann á sýningu sinni hér heima í fyrra. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM ������������������������� �������������� �������������� ������������� ������������� ��������������� ������ � �� �� �� � � �� �� �� �� �� � 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.